Þýskur nýnasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða stjórnmálamann Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2021 12:00 Stephan Ernst í dómsal í gær. Getty/Kai Pfaffenbach Þýskur nýnasisti sem myrti stjórnmálamanninn Walter Lübcke, meðlimi í stjórnmálaflokki Angelu Merkel kanslara Þýskalands, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðsins. Lübcke var skotinn í höfuðið fyrir utan heimili sitt í júní 2019. Stephan Ernst viðurkenndi fljótt að hafa myrt Lübcke sem hafði talað fyrir réttindum innflytjenda og hælisleitenda. Hann dró játningu sína þó til baka skömmu seinna en játaði svo aftur við réttarhöldin síðasta sumar. Sjá einnig: Viðurkenndi öðru sinni að hafa myrt ríkisstjórann Annar maður sem grunaður var um aðilda að morðinu var sýknaður af ákæru vegna morðsins en dæmdur á skilorð vegna vopnalagabrota. Samkvæmt frétt DW var Ernst, sem er 47 ára gamall, kunnugur lögreglu. Sem táningur kom hann rörasprengju fyrir í kjallara nágranna síns af tyrkneskum uppruna. Hann stækk íslamskan bænaprest árið 1993 og árið 1993 kom hann annarri rörasprengju fyrir í bíl fyrir utan hýbýli hælisleitenda. Árið 2009 var hann í hópi nýnasista sem réðust á mótmæli vinstri sinnaðra aðgerðarsinna í Dortmund. Ernst var einnig ákærður fyrir að stinga flóttamann frá Írak árið 2016. Hann var þó sýknaður af þeirri ákæru. DW segir Ernst mögulega tilheyra NSU, samtökum nýnasista, en meðlimir þeirra hafa verið sakaðir um morð, sprengjuárásir og aðra glæpi á undanförnum árum. Eins og fram kemur í grein New York Times hefur ljósi verið varpað á að fjarhægri öfgamenn hafi komið sér fyrir innan öryggisstofnanna í Þýskalandi. Þar á meðal í sérsveitum hers Þýskalands og lögreglu. Dieter Killmer, saksóknari, sagði við réttarhöldin gegn Ernst að dómstólar Þýskalands þyrftu að senda skýr skilaboð til öfgamanna eins og hans. Þá sagði hann við blaðamenn eftir að hann flutti lokaræðu sína í síðustu viku að miklvægt væri að tryggja að fleiri mönnum dytti ekki í hug að myrða stjórnmálamenn og aðra. Í kjölfar morðs Lübcke voru fjölmargar árásir gerðar af fjarhægri öfgamönnum í Þýskalandi. Þar á meðal var reynt að sprengja upp bænahús gyðinga í Halle og þá skaut maður níu manns sem í Hanau. Þar var um að ræða Þjóðverja sem hefðu búið í Þýskalandi í margar kynslóðir en áttu ættir sínar að rekja til Tyrklands. Þýskaland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. 16. júní 2020 10:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Stephan Ernst viðurkenndi fljótt að hafa myrt Lübcke sem hafði talað fyrir réttindum innflytjenda og hælisleitenda. Hann dró játningu sína þó til baka skömmu seinna en játaði svo aftur við réttarhöldin síðasta sumar. Sjá einnig: Viðurkenndi öðru sinni að hafa myrt ríkisstjórann Annar maður sem grunaður var um aðilda að morðinu var sýknaður af ákæru vegna morðsins en dæmdur á skilorð vegna vopnalagabrota. Samkvæmt frétt DW var Ernst, sem er 47 ára gamall, kunnugur lögreglu. Sem táningur kom hann rörasprengju fyrir í kjallara nágranna síns af tyrkneskum uppruna. Hann stækk íslamskan bænaprest árið 1993 og árið 1993 kom hann annarri rörasprengju fyrir í bíl fyrir utan hýbýli hælisleitenda. Árið 2009 var hann í hópi nýnasista sem réðust á mótmæli vinstri sinnaðra aðgerðarsinna í Dortmund. Ernst var einnig ákærður fyrir að stinga flóttamann frá Írak árið 2016. Hann var þó sýknaður af þeirri ákæru. DW segir Ernst mögulega tilheyra NSU, samtökum nýnasista, en meðlimir þeirra hafa verið sakaðir um morð, sprengjuárásir og aðra glæpi á undanförnum árum. Eins og fram kemur í grein New York Times hefur ljósi verið varpað á að fjarhægri öfgamenn hafi komið sér fyrir innan öryggisstofnanna í Þýskalandi. Þar á meðal í sérsveitum hers Þýskalands og lögreglu. Dieter Killmer, saksóknari, sagði við réttarhöldin gegn Ernst að dómstólar Þýskalands þyrftu að senda skýr skilaboð til öfgamanna eins og hans. Þá sagði hann við blaðamenn eftir að hann flutti lokaræðu sína í síðustu viku að miklvægt væri að tryggja að fleiri mönnum dytti ekki í hug að myrða stjórnmálamenn og aðra. Í kjölfar morðs Lübcke voru fjölmargar árásir gerðar af fjarhægri öfgamönnum í Þýskalandi. Þar á meðal var reynt að sprengja upp bænahús gyðinga í Halle og þá skaut maður níu manns sem í Hanau. Þar var um að ræða Þjóðverja sem hefðu búið í Þýskalandi í margar kynslóðir en áttu ættir sínar að rekja til Tyrklands.
Þýskaland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. 16. júní 2020 10:28 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. 16. júní 2020 10:28