Lífið orðið eins og það var fyrir Covid Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. janúar 2021 20:31 Rúna Lind Kuru Kristjónsdóttir býr á Nýja-Sjálandi. SKjáskot/Stöð 2 Íslensk kona á Nýja-Sjálandi segir að lífið þar í landi sé orðið eins og það var fyrir Covid. Myndir af stærðarinnar tónleikum hafa vakið heimsathygli og efnahagslífið nær viðspyrnu þrátt fyrir lokun landamæranna. Myndin hér fyrir neðan gefur nokkra innsýn inn í nýsjálenskan veruleika þessa dagana. Tugir þúsunda saman komnir til að hlusta á sveitina SIX60. Engin tveggja metra regla. Rúna Lind Kuru Kristjónsdóttir býr á Nýja-Sjálandi og segir daglegt líf orðið eins og það var fyrir faraldurinn. „Það eru tónlistarhátíðir og tónleikar. Það eru allir farnir að faðmast og kyssast aftur. Eina sem er er að landamærin eru lokuð og fólk getur ekki ferðast erlendis.“ Afar fáir smitast Þeir sem koma þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttarhúsi. Í gær komu upp smit á farsóttarhúsi í Auckland en fá sem engin innanlandssmit hafa greinst í landinu síðustu vikur. Rúna segir landsmenn ekki hafa miklar áhyggjur af því að faraldurinn blossi upp aftur. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika. Engin tveggja metra regla og allt eins og það var fyrir faraldurinn.Getty/Kerry Marshall „Það kemur alveg upp en þá kannski aðallega upp á það að gera að við verðum sett aftur í lockdown. Það eru svo harðar aðgerðir að það þarf ekki mörg smit til að við gætum farið aftur í lockdown,“ segir Rúna. Hagkerfið á siglingu Þrátt fyrir lokun landamæranna virðast Nýsjálendingar vera að ná ágætis viðspyrnu í efnahagslífinu. Landsframleiðsla fer vaxandi og neysla hefur aukist töluvert. Horfur eru nokkuð góðar jafnvel þótt Jacinda Ardern forsætisráðherra sagði fyrr í vikunni að landamærin gætu jafnvel verið lokuð út árið. Rúna segir að fyrir sig, útlending á Nýja-Sjálandi, sé lokun landamærana erfið en þrátt fyrir erfiðleika beri aðgerðirnar árangur. Ágætur gangur sé í ferðaþjónustu, líkt og hér heima í sumar. „Nýsjálendingar eru bara búnir að vera að ferðast alveg rosalega mikið um landið enda komast þeir ekki til útlanda. Það myndi þá væntanlega geta gerst líka á Íslandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Íslendingar erlendis Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Myndin hér fyrir neðan gefur nokkra innsýn inn í nýsjálenskan veruleika þessa dagana. Tugir þúsunda saman komnir til að hlusta á sveitina SIX60. Engin tveggja metra regla. Rúna Lind Kuru Kristjónsdóttir býr á Nýja-Sjálandi og segir daglegt líf orðið eins og það var fyrir faraldurinn. „Það eru tónlistarhátíðir og tónleikar. Það eru allir farnir að faðmast og kyssast aftur. Eina sem er er að landamærin eru lokuð og fólk getur ekki ferðast erlendis.“ Afar fáir smitast Þeir sem koma þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttarhúsi. Í gær komu upp smit á farsóttarhúsi í Auckland en fá sem engin innanlandssmit hafa greinst í landinu síðustu vikur. Rúna segir landsmenn ekki hafa miklar áhyggjur af því að faraldurinn blossi upp aftur. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika. Engin tveggja metra regla og allt eins og það var fyrir faraldurinn.Getty/Kerry Marshall „Það kemur alveg upp en þá kannski aðallega upp á það að gera að við verðum sett aftur í lockdown. Það eru svo harðar aðgerðir að það þarf ekki mörg smit til að við gætum farið aftur í lockdown,“ segir Rúna. Hagkerfið á siglingu Þrátt fyrir lokun landamæranna virðast Nýsjálendingar vera að ná ágætis viðspyrnu í efnahagslífinu. Landsframleiðsla fer vaxandi og neysla hefur aukist töluvert. Horfur eru nokkuð góðar jafnvel þótt Jacinda Ardern forsætisráðherra sagði fyrr í vikunni að landamærin gætu jafnvel verið lokuð út árið. Rúna segir að fyrir sig, útlending á Nýja-Sjálandi, sé lokun landamærana erfið en þrátt fyrir erfiðleika beri aðgerðirnar árangur. Ágætur gangur sé í ferðaþjónustu, líkt og hér heima í sumar. „Nýsjálendingar eru bara búnir að vera að ferðast alveg rosalega mikið um landið enda komast þeir ekki til útlanda. Það myndi þá væntanlega geta gerst líka á Íslandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Íslendingar erlendis Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira