Berjast þarf fyrir hverju einasta barni í heiminum Heimsljós 28. janúar 2021 11:58 Barnaheill - Save the Children 117 milljónir barna í heiminum þurfa á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af árið 2021. Flest þeirra búa í Jemen eða um tæplega 11 milljón börn. Að mati Barnaheilla – Save the Children þurfa 117 milljónir barna í heiminum á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af árið 2021. Helmingur barnanna býr í átta löndum, Jemen, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Afganistan, Súdan, Sýrlandi, Pakistan og Nígeríu. Samtökin kalla eftir tafarlausum alþjóðlegum viðbrögðum til að tryggja að heimsfaraldurinn hafi ekki varanleg áhrif á heila kynslóð um ókomin ár. „Mikið bakslag hefur orðið í þróunarsamvinnu vegna COVID-19. Áratuga framfarir eru komnar aftur á byrjunarreit. Áhrif COVID-19 á þróunarlönd eru ekki einungis af heilsufarslegum toga heldur eru fátækustu ríki heims að verða fyrir miklum efnahags- og félagslegum áhrifum. Foreldrar hafa misst vinnuna, matvælaóöryggi hefur aukist í kjölfar hækkandi verðbólgu og efnahagskreppu, börn hafa þurft að hætta í skóla, barnahjónaböndum hefur fjölgað, barnaþrælkun aukist og ofbeldi á börnum orðið tíðara, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í frétt Barnaheilla – Save the Cildren. Flest börn sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda búa í Jemen eða um tæplega 11 milljón börn. Lýðstjórnarlýðveldið Kongó kemur þar á eftir en um 10,2 milljón börn þar í landi þurfa á aðstoð að halda. Barnaheill - Save the Children á Íslandi veita mannúðaraðstoð til barna í þessum löndum auk Sýrlands. Inger Asher, framkvæmdastjóri Save the Children segir nauðsynlegt að mannkynið komi sér saman um að það þurfi að berjast fyrir hverju einasta barni í heiminum. ,,Árið 2021 getur verið betra eða miklu verra en árið 2020 fyrir börn. Það fer algjörlega eftir því hvernig mannkynið ætlar að bregðast við. Við þurfum að koma okkur saman um að við ætlum að bjarga hverju einasta barni í heiminum. Það er engin afsökun fyrir því að milljónir barna séu svangar dag eftir dag, neyddar til þess að vinna eða að börnin þurfi að hafna rétti sínum til náms. Áður en heimsfaraldur skall á stafaði börnum þegar ógn af loftslagsbreytingum, átökum og hungri og nú hefur bæst við enn ein ógnin. Ef við bregðumst ekki strax við eigum við á hættu að missa tugþúsundir barna af fullkomlega fyrirbyggjandi orsökum. Við getum ekki látið það gerast!" Til þess að takast á við þessar ógnir hafa Save the Children hrundið af stað neyðaráætlun með fjárhagsáætlun upp á 769 milljónir Bandaríkjadali, til að ná til 15,7 milljóna manna, þar af 9,5 milljónir barna í 37 löndum. Save the Children vinna hörðum höndum að því að tryggja að börn hafi aðgang að menntun og séu varin gegn ofbeldi á árinu 2021. Samtökin vinna einnig að því að tryggja fjölskyldum fjárhagslegan stuðning og aðstoð við aðgengi að heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni og næringarríkum mat. Barnaheill - Save the Children einbeita sér sérstaklega að því að styrkja stúlkur og konur, svo þær hafi jafnan aðgang að stuðningi og þjónustu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Börn og uppeldi Jemen Eþíópía Súdan Sýrland Afganistan Nígería Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Að mati Barnaheilla – Save the Children þurfa 117 milljónir barna í heiminum á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af árið 2021. Helmingur barnanna býr í átta löndum, Jemen, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Afganistan, Súdan, Sýrlandi, Pakistan og Nígeríu. Samtökin kalla eftir tafarlausum alþjóðlegum viðbrögðum til að tryggja að heimsfaraldurinn hafi ekki varanleg áhrif á heila kynslóð um ókomin ár. „Mikið bakslag hefur orðið í þróunarsamvinnu vegna COVID-19. Áratuga framfarir eru komnar aftur á byrjunarreit. Áhrif COVID-19 á þróunarlönd eru ekki einungis af heilsufarslegum toga heldur eru fátækustu ríki heims að verða fyrir miklum efnahags- og félagslegum áhrifum. Foreldrar hafa misst vinnuna, matvælaóöryggi hefur aukist í kjölfar hækkandi verðbólgu og efnahagskreppu, börn hafa þurft að hætta í skóla, barnahjónaböndum hefur fjölgað, barnaþrælkun aukist og ofbeldi á börnum orðið tíðara, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í frétt Barnaheilla – Save the Cildren. Flest börn sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda búa í Jemen eða um tæplega 11 milljón börn. Lýðstjórnarlýðveldið Kongó kemur þar á eftir en um 10,2 milljón börn þar í landi þurfa á aðstoð að halda. Barnaheill - Save the Children á Íslandi veita mannúðaraðstoð til barna í þessum löndum auk Sýrlands. Inger Asher, framkvæmdastjóri Save the Children segir nauðsynlegt að mannkynið komi sér saman um að það þurfi að berjast fyrir hverju einasta barni í heiminum. ,,Árið 2021 getur verið betra eða miklu verra en árið 2020 fyrir börn. Það fer algjörlega eftir því hvernig mannkynið ætlar að bregðast við. Við þurfum að koma okkur saman um að við ætlum að bjarga hverju einasta barni í heiminum. Það er engin afsökun fyrir því að milljónir barna séu svangar dag eftir dag, neyddar til þess að vinna eða að börnin þurfi að hafna rétti sínum til náms. Áður en heimsfaraldur skall á stafaði börnum þegar ógn af loftslagsbreytingum, átökum og hungri og nú hefur bæst við enn ein ógnin. Ef við bregðumst ekki strax við eigum við á hættu að missa tugþúsundir barna af fullkomlega fyrirbyggjandi orsökum. Við getum ekki látið það gerast!" Til þess að takast á við þessar ógnir hafa Save the Children hrundið af stað neyðaráætlun með fjárhagsáætlun upp á 769 milljónir Bandaríkjadali, til að ná til 15,7 milljóna manna, þar af 9,5 milljónir barna í 37 löndum. Save the Children vinna hörðum höndum að því að tryggja að börn hafi aðgang að menntun og séu varin gegn ofbeldi á árinu 2021. Samtökin vinna einnig að því að tryggja fjölskyldum fjárhagslegan stuðning og aðstoð við aðgengi að heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni og næringarríkum mat. Barnaheill - Save the Children einbeita sér sérstaklega að því að styrkja stúlkur og konur, svo þær hafi jafnan aðgang að stuðningi og þjónustu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Börn og uppeldi Jemen Eþíópía Súdan Sýrland Afganistan Nígería Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent