„Ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2021 09:24 Efling skorar á Kópavogsbæ að standa við skuldbindingar um styttingu vinnuvikunnar. Vísir/Vilhelm Efling-stéttarfélag hefur sent bréf til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi og Þorsteins Einarssonar, starfsmannastjóra þar sem skorað er á Kópavogsbæ að standa við skuldbindingar sínar í gildandi kjarasamningi um styttingu vinnuvikunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Eitt veigamesta ákvæði samningsins felur í sér skuldbindingu Kópavogsbæjar um að eiga samráð við starfsfólk um styttingu vinnuvikunnar um allt að 4 tíma á viku miðað við 40 stunda vinnuviku. Í könnun meðal Eflingarfélaga hjá Kópavogsbæ segir ríflega helmingur aðspurðra að stytting vinnuvikunnar hafi ekki verið innleidd á þeirra vinnustað. Langflestir þeirra sem hafa fengið styttingu hafa einungis fengið lágmarksstyttingu og aðeins örfáir starfsmenn hafa fengið 2-4 klukkustundir á viku. Því miður hafi vinnubrögð Kópavogsbæjar við samráð um styttinguna hjá félagsfólki Eflingar verið með öllu óboðleg. „Þrýst hefur verið að Eflingarfélaga í grunnskólum að samþykkja að stytting vinnuvikunnar felist í því einu að þeir fái áfram greitt fyrir vinnu í skólafríum í tengslum við vetrarfrí og stórhátíðir. Útfærslan leiðir ekki til neinnar styttingar frá því sem nú þegar er.“ Sé litið til tilkynningar um styttingu opnunartíma bæjarskrifstofa Kópavogs, þar sem flestir starfsmenn tilheyri stéttarfélögum faglærðra, megi ætla að Kópavogsbær mismuni starfsfólki eftir stéttarfélagsaðild og sé óásættanlegt að þar beri verka- og láglaunafólk skarðastan hlut frá borði. „Ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta þegar ég sá niðurstöður Kópavogsbæjar vegna styttingar vinnuvikunnar. Ómissandi starfsfólk í heimaþjónustu sem hefur starfað undir miklu álagi í Covid-faraldrinum fær algjöra lágmarksstyttingu. Og fólkið okkar í grunnskólunum sem er líka algjörlega ómissandi starfsfólk er í þeirri óboðlegu stöðu að fá í raun enga styttingu eftir að hafa orðið fyrir þrýstingi frá fulltrúum Kópavogsbæjar. Hverjir fá svo raunverulega styttingu vinnuvikunnar? Jú, starfsfólk bæjarskrifstofunnar en þar hefur verið ákveðið að einfaldlega loka alltaf kl. 13 á föstudögum. Það er augljóst að gæðunum er verulega misskipt í Kópavogsbæ” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu. Kópavogur Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Eitt veigamesta ákvæði samningsins felur í sér skuldbindingu Kópavogsbæjar um að eiga samráð við starfsfólk um styttingu vinnuvikunnar um allt að 4 tíma á viku miðað við 40 stunda vinnuviku. Í könnun meðal Eflingarfélaga hjá Kópavogsbæ segir ríflega helmingur aðspurðra að stytting vinnuvikunnar hafi ekki verið innleidd á þeirra vinnustað. Langflestir þeirra sem hafa fengið styttingu hafa einungis fengið lágmarksstyttingu og aðeins örfáir starfsmenn hafa fengið 2-4 klukkustundir á viku. Því miður hafi vinnubrögð Kópavogsbæjar við samráð um styttinguna hjá félagsfólki Eflingar verið með öllu óboðleg. „Þrýst hefur verið að Eflingarfélaga í grunnskólum að samþykkja að stytting vinnuvikunnar felist í því einu að þeir fái áfram greitt fyrir vinnu í skólafríum í tengslum við vetrarfrí og stórhátíðir. Útfærslan leiðir ekki til neinnar styttingar frá því sem nú þegar er.“ Sé litið til tilkynningar um styttingu opnunartíma bæjarskrifstofa Kópavogs, þar sem flestir starfsmenn tilheyri stéttarfélögum faglærðra, megi ætla að Kópavogsbær mismuni starfsfólki eftir stéttarfélagsaðild og sé óásættanlegt að þar beri verka- og láglaunafólk skarðastan hlut frá borði. „Ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta þegar ég sá niðurstöður Kópavogsbæjar vegna styttingar vinnuvikunnar. Ómissandi starfsfólk í heimaþjónustu sem hefur starfað undir miklu álagi í Covid-faraldrinum fær algjöra lágmarksstyttingu. Og fólkið okkar í grunnskólunum sem er líka algjörlega ómissandi starfsfólk er í þeirri óboðlegu stöðu að fá í raun enga styttingu eftir að hafa orðið fyrir þrýstingi frá fulltrúum Kópavogsbæjar. Hverjir fá svo raunverulega styttingu vinnuvikunnar? Jú, starfsfólk bæjarskrifstofunnar en þar hefur verið ákveðið að einfaldlega loka alltaf kl. 13 á föstudögum. Það er augljóst að gæðunum er verulega misskipt í Kópavogsbæ” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu.
Kópavogur Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira