Berst við heilaþoku og ofurþreytu eftir alvarlega Covid-sýkingu í vor Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2021 21:00 Kristinn Bjarnason, 66 ára smiður, er að ljúka endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19. Vísir/Arnar Einn þeirra sem er til meðferðar á Reykjalundi vegna eftirkasta Covid var meðvitundarlaus á Landspítalanum í þrjár vikur síðastliðið vor. Hann þjáist af síþreytu og hefur örmagnast við minnsta álag. Heilaþokan leikur hann grátt, kaffibragðið er ekki eins og áður - en hann er byrjaður að borða grænmeti eftir að bragðskynið breyttist. Kristinn Bjarnason er 66 ára gamall smiður sem smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann var í margar vikur á gjörgæsludeild Landspítalans vegna veikindanna. Þegar hann komst á fætur reyndi hann að ná þrekinu til baka. „Og var búinn að ná töluverðu upp aftur af þreki en þá fékk ég blæðingar úr nefinu sem tók fjóra sólarhringa að stoppa,“ segir Kristinn. Allt í einu ekki hægt að halda augunum opnum Með stuðningi frá vinnuveitanda og stéttarfélagi gat hann minnkað við sig vinnu. Hann á nú eina viku eftir af meðferð á Reykjalundi. „Og það er eitt í þessu, það er ofurþreyta sem kemur alltaf yfir mann öðru hvoru. Þá er maður nývaknaður og búinn að sofa vel og svoleiðis en svo allt í einu getur maður varla haldið augunum opnum,“ segir Kristinn. Heilaþokan hefur gert honum lífið leitt. „Ég hef lagt mig fram við það að muna nöfn á fólki en þá er eins og nafnið hverfi. Ég veit alveg hver manneskjan er og allt í kringum hana, og get nafngreint kannski börnin hennar og allt, en akkúrat á þessum tímapunkti man ég ekki nafnið. En svo kemur það kannski eftir klukkutíma,“ segir Kristinn. „Og eins í vinnunni. Ég er kannski að gera eitthvað og veit alveg hvað ég er að gera en ef ég ætti að útskýra það fyrir einhverjum öðrum þá er það stundum svolítið erfitt.“ Eins og einhver hefði ælt í koddann Hann finnur ólykt sem aðrir ekki finna og bragðskynið breytt. „Þegar ég vaknaði á spítalanum þá fannst mér svo vond lykt úr koddanum. Það var bara eins og einhver hefði ælt, eða súr mjólk eða svoleiðis. Og svo var skipt um koddann og það breyttist ekkert. En þetta er yfirleitt mjög vond lykt. Sumt finnst mér ekki gott í dag sem mér fannst gott áður, og svo öfugt.“ Geturðu nefnt dæmi um það? „Ég hef alltaf verið mikill kjötmaður og borðaði ekkert grænmeti. En nú er ég farinn að borða meira grænmeti og finnst það ekkert vont.“ Hann segir einu leiðina að fara ekki fram úr sér við að ná fyrri styrk. „Ekki kannski að taka því rólega en fara ekki fram úr sér. Um leið og þú ert orðinn þreyttur að slaka á en um að gera að reyna að hreyfa sig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Kristinn Bjarnason er 66 ára gamall smiður sem smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann var í margar vikur á gjörgæsludeild Landspítalans vegna veikindanna. Þegar hann komst á fætur reyndi hann að ná þrekinu til baka. „Og var búinn að ná töluverðu upp aftur af þreki en þá fékk ég blæðingar úr nefinu sem tók fjóra sólarhringa að stoppa,“ segir Kristinn. Allt í einu ekki hægt að halda augunum opnum Með stuðningi frá vinnuveitanda og stéttarfélagi gat hann minnkað við sig vinnu. Hann á nú eina viku eftir af meðferð á Reykjalundi. „Og það er eitt í þessu, það er ofurþreyta sem kemur alltaf yfir mann öðru hvoru. Þá er maður nývaknaður og búinn að sofa vel og svoleiðis en svo allt í einu getur maður varla haldið augunum opnum,“ segir Kristinn. Heilaþokan hefur gert honum lífið leitt. „Ég hef lagt mig fram við það að muna nöfn á fólki en þá er eins og nafnið hverfi. Ég veit alveg hver manneskjan er og allt í kringum hana, og get nafngreint kannski börnin hennar og allt, en akkúrat á þessum tímapunkti man ég ekki nafnið. En svo kemur það kannski eftir klukkutíma,“ segir Kristinn. „Og eins í vinnunni. Ég er kannski að gera eitthvað og veit alveg hvað ég er að gera en ef ég ætti að útskýra það fyrir einhverjum öðrum þá er það stundum svolítið erfitt.“ Eins og einhver hefði ælt í koddann Hann finnur ólykt sem aðrir ekki finna og bragðskynið breytt. „Þegar ég vaknaði á spítalanum þá fannst mér svo vond lykt úr koddanum. Það var bara eins og einhver hefði ælt, eða súr mjólk eða svoleiðis. Og svo var skipt um koddann og það breyttist ekkert. En þetta er yfirleitt mjög vond lykt. Sumt finnst mér ekki gott í dag sem mér fannst gott áður, og svo öfugt.“ Geturðu nefnt dæmi um það? „Ég hef alltaf verið mikill kjötmaður og borðaði ekkert grænmeti. En nú er ég farinn að borða meira grænmeti og finnst það ekkert vont.“ Hann segir einu leiðina að fara ekki fram úr sér við að ná fyrri styrk. „Ekki kannski að taka því rólega en fara ekki fram úr sér. Um leið og þú ert orðinn þreyttur að slaka á en um að gera að reyna að hreyfa sig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira