Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2021 19:37 AstraZeneca hefur hafnað fréttum þess efnis að virkni bóluefnis fyrirtækisins sé afar takmörkuð hjá 65 ára og eldri. epa/ Dominic Lipinski Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. Það voru þýsku fjölmiðlarnir Handelsblatt og Bild sem höfðu eftir heimildarmönnum innan úr stjórnkerfinu að áætlanir þýskra stjórnvalda gerðu ráð fyrir að virkni bóluefninsins frá AstraZeneca væri aðeins átta prósent meðal einstaklinga eldri en 65 ára, samanborið við 90 prósent virkni annarra bóluefna hjá sama hóp. Heilbrigðisráðuneytið þýska sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagði að svo virtist sem gögn hefðu misskilist; hlutfallið átta prósent væri í raun og veru hlutfall þátttakenda á umræddum aldri. Um átta prósent sjálfboðaliða í rannsóknum AstraZeneca hefðu verið á bilinu 56 til 69 ára og þrjú til fjögur prósent 70 ára og eldri. „Þetta þýðir ekki að [bóluefnið] virki aðeins hjá átta prósentum eldra fólks,“ sagði í yfirlýsingunni. Samkvæmt rannsóknargögnum sem lyfjafyrirtækið birti í desember er virkni bóluefnisins 70 prósent meðal fullorðinna. Um er að ræða afrakstur samstarfs AstraZeneca og Oxford-háskóla en talsmaður Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að samkvæmt ráðgjöfum stjórnvalda væri bóluefnið bæði „öruggt“ og „áhrifaríkt“. Samkvæmt erlendum miðlum hefur kastast í kekki milli Evrópusambandsins og AstraZeneca eftir að lyfjafyrirtækið greindi frá því að það myndi ekki geta afhent umsaminn fjölda skammta vegna framleiðsluvandamála. Evrópusambandið brást við með því að tilkynna að það kynni að hamla dreifingu bóluefnisins utan sambandsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Þýskaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Það voru þýsku fjölmiðlarnir Handelsblatt og Bild sem höfðu eftir heimildarmönnum innan úr stjórnkerfinu að áætlanir þýskra stjórnvalda gerðu ráð fyrir að virkni bóluefninsins frá AstraZeneca væri aðeins átta prósent meðal einstaklinga eldri en 65 ára, samanborið við 90 prósent virkni annarra bóluefna hjá sama hóp. Heilbrigðisráðuneytið þýska sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagði að svo virtist sem gögn hefðu misskilist; hlutfallið átta prósent væri í raun og veru hlutfall þátttakenda á umræddum aldri. Um átta prósent sjálfboðaliða í rannsóknum AstraZeneca hefðu verið á bilinu 56 til 69 ára og þrjú til fjögur prósent 70 ára og eldri. „Þetta þýðir ekki að [bóluefnið] virki aðeins hjá átta prósentum eldra fólks,“ sagði í yfirlýsingunni. Samkvæmt rannsóknargögnum sem lyfjafyrirtækið birti í desember er virkni bóluefnisins 70 prósent meðal fullorðinna. Um er að ræða afrakstur samstarfs AstraZeneca og Oxford-háskóla en talsmaður Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að samkvæmt ráðgjöfum stjórnvalda væri bóluefnið bæði „öruggt“ og „áhrifaríkt“. Samkvæmt erlendum miðlum hefur kastast í kekki milli Evrópusambandsins og AstraZeneca eftir að lyfjafyrirtækið greindi frá því að það myndi ekki geta afhent umsaminn fjölda skammta vegna framleiðsluvandamála. Evrópusambandið brást við með því að tilkynna að það kynni að hamla dreifingu bóluefnisins utan sambandsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Þýskaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44