Lífið

Tom Brady og Giselle seldu tæplega fimm milljarða króna íbúð í New York

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tom Brady og Giselle á góðri stundu.
Tom Brady og Giselle á góðri stundu.

Tom Brady komst um helgina í tíunda skipti í úrslitaleik NFL-deildarinnar, leikinn um ofurskálina.

Hann er giftur ofurfyrirsætunni Giselle Bundchen en hjónin seldu á dögunum lúxusíbúð sína í Tribeca hverfinu í New York fyrir 37 milljónir dollara eða því sem samsvarar 4,8 milljarðar íslenskra króna.

Brady leikur í dag með NFL liðinu Tampa Bay Buccaneers sem mætir Kansas City Chiefs í úrslitaleiknum þann 7. febrúar.

Íbúðin er einstaklega falleg og smekkleg og er hún 430 fermetrar að stærð. Útsýni yfir Hudson ána og háhýsin á Manhattan er úr íbúðinni en hér að neðan má sjá umfjöllun The Richest um eignina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.