Mikkel Hansen segist aldrei hafa orðið eins veikur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2021 13:31 Mikkel Hansen hefur ekki verið alveg svona hress síðustu daga. epa/Mohamed Abd El Ghany Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen fékk heiftarlega magakveisu á HM í Egyptalandi og segist líklega aldrei hafa orðið eins veikur á ævinni. Hansen missti af leikjum Dana gegn Japönum og Króötum vegna veikindanna. Hann segist nú vera orðinn frískur og tilbúinn í leikinn gegn heimaliði Egypta á morgun. „Ég er eiginlega hissa á því hversu vel mér líður núna. Loksins svaf ég alla nóttina. Það var góð tilbreyting að vakna við vekjaraklukku en ekki einhvers konar „innri vekjaraklukku“. Ég hef það gott núna,“ sagði Hansen. „Ég held ég hafi aldrei orðið svona veikur. Þetta hefur verið brekka en loksins í gær fékk ég matarlyst sem var líklega fyrsta skrefið í rétta átt.“ Hansen lýsti svo einkennum þessarar svæsnu magakveisu. „Ég átti erfitt með að halda mat niðri. Þetta hefur verið strembið. Fyrsta nóttin var erfiðust með höfuðverk, beinverki og hitaeinkenni. Síðan kom reyndar í ljós að ég var ekki með hita.“ Magakveisa hefur herjað á fleiri leikmenn í danska hópnum og á fleiri lið, meðal annars Slóveníu. Tólf leikmenn slóvenska liðsins fengu magakveisu á laugardaginn, daginn fyrir úrslitleik gegn Egyptalandi um sæti í átta liða úrslitum. Slóvenar sökuðu Egypta um að hafa eitrað fyrir sér en síðan hafa borist fréttir af því að slóvenska liðið hafi pantað sér pizzu frá utanaðkomandi veitingastað sem hafi líklega orsakað magakveisuna. Þrátt fyrir að vera án Hansens unnu Danir örugga sigra á Japönum og Króötum. Þeir hafa unnið alla leiki sína á HM. Eins og áður sagði er Hansen búinn að ná heilsu og verður með í leiknum gegn Egyptalandi á morgun. „Ég er góður en það er erfitt að geta sér til um hversu klár þú verður þegar út í leikinn er komið. Egyptarnir spila mjög hratt og ég verð að finna hvernig ég verð í leiknum,“ sagði Hansen. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Pöntuð pizza olli matareitrun Slóvena Svo virðist sem slóvenska handboltalandsliðið hafi pantað sér pizzu daginn fyrir leikinn gegn Egyptalandi á HM og að hún hafi valdið matareitrun í herbúðum liðsins. 26. janúar 2021 10:30 Katar áfram eftir stórsigur Dana og dramatískt jafntefli hjá Alfreð Katar er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta eftir stórsigur Dana á Króatíu í lokaleik milliriðils tvö. Á sama tíma unnu Pólverjar spennandi sigur á Þýskalandi í þýðingarlitlum leik. 25. janúar 2021 21:03 Pirraður á spurningu blaðamanns HM í Egyptalandi er fyrsta heimsmeistaramótið í handbolta sem er með 32 lið. Gæði mótsins voru til umræðu á blaðamannafundi Dana í gær og þjálfari Dana, Nikolaj Jacobsen, var ekki par hrifinn af spurningu blaðamanns. 25. janúar 2021 19:01 Danir kvarta aftur yfir áhorfendum á HM og tala um skandal Danir halda áfram að kvarta yfir áhorfendum á leikjum á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi. 25. janúar 2021 13:30 Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. 25. janúar 2021 11:56 Magakveisa að hrjá leikmenn á HM í Egyptalandi Það virðist sem maturinn í Egyptalandi hafi farið illa í ýmsa landsliðsmenn en mjög margir leikmenn á HM í handbolta voru óleikfærir í gær vegna magakveisu. Alls voru fjórir leikmenn Slóveníu fjarverandi í jafnteflinu gegn Egyptalandi. 25. janúar 2021 07:01 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Hansen missti af leikjum Dana gegn Japönum og Króötum vegna veikindanna. Hann segist nú vera orðinn frískur og tilbúinn í leikinn gegn heimaliði Egypta á morgun. „Ég er eiginlega hissa á því hversu vel mér líður núna. Loksins svaf ég alla nóttina. Það var góð tilbreyting að vakna við vekjaraklukku en ekki einhvers konar „innri vekjaraklukku“. Ég hef það gott núna,“ sagði Hansen. „Ég held ég hafi aldrei orðið svona veikur. Þetta hefur verið brekka en loksins í gær fékk ég matarlyst sem var líklega fyrsta skrefið í rétta átt.“ Hansen lýsti svo einkennum þessarar svæsnu magakveisu. „Ég átti erfitt með að halda mat niðri. Þetta hefur verið strembið. Fyrsta nóttin var erfiðust með höfuðverk, beinverki og hitaeinkenni. Síðan kom reyndar í ljós að ég var ekki með hita.“ Magakveisa hefur herjað á fleiri leikmenn í danska hópnum og á fleiri lið, meðal annars Slóveníu. Tólf leikmenn slóvenska liðsins fengu magakveisu á laugardaginn, daginn fyrir úrslitleik gegn Egyptalandi um sæti í átta liða úrslitum. Slóvenar sökuðu Egypta um að hafa eitrað fyrir sér en síðan hafa borist fréttir af því að slóvenska liðið hafi pantað sér pizzu frá utanaðkomandi veitingastað sem hafi líklega orsakað magakveisuna. Þrátt fyrir að vera án Hansens unnu Danir örugga sigra á Japönum og Króötum. Þeir hafa unnið alla leiki sína á HM. Eins og áður sagði er Hansen búinn að ná heilsu og verður með í leiknum gegn Egyptalandi á morgun. „Ég er góður en það er erfitt að geta sér til um hversu klár þú verður þegar út í leikinn er komið. Egyptarnir spila mjög hratt og ég verð að finna hvernig ég verð í leiknum,“ sagði Hansen.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Pöntuð pizza olli matareitrun Slóvena Svo virðist sem slóvenska handboltalandsliðið hafi pantað sér pizzu daginn fyrir leikinn gegn Egyptalandi á HM og að hún hafi valdið matareitrun í herbúðum liðsins. 26. janúar 2021 10:30 Katar áfram eftir stórsigur Dana og dramatískt jafntefli hjá Alfreð Katar er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta eftir stórsigur Dana á Króatíu í lokaleik milliriðils tvö. Á sama tíma unnu Pólverjar spennandi sigur á Þýskalandi í þýðingarlitlum leik. 25. janúar 2021 21:03 Pirraður á spurningu blaðamanns HM í Egyptalandi er fyrsta heimsmeistaramótið í handbolta sem er með 32 lið. Gæði mótsins voru til umræðu á blaðamannafundi Dana í gær og þjálfari Dana, Nikolaj Jacobsen, var ekki par hrifinn af spurningu blaðamanns. 25. janúar 2021 19:01 Danir kvarta aftur yfir áhorfendum á HM og tala um skandal Danir halda áfram að kvarta yfir áhorfendum á leikjum á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi. 25. janúar 2021 13:30 Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. 25. janúar 2021 11:56 Magakveisa að hrjá leikmenn á HM í Egyptalandi Það virðist sem maturinn í Egyptalandi hafi farið illa í ýmsa landsliðsmenn en mjög margir leikmenn á HM í handbolta voru óleikfærir í gær vegna magakveisu. Alls voru fjórir leikmenn Slóveníu fjarverandi í jafnteflinu gegn Egyptalandi. 25. janúar 2021 07:01 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Pöntuð pizza olli matareitrun Slóvena Svo virðist sem slóvenska handboltalandsliðið hafi pantað sér pizzu daginn fyrir leikinn gegn Egyptalandi á HM og að hún hafi valdið matareitrun í herbúðum liðsins. 26. janúar 2021 10:30
Katar áfram eftir stórsigur Dana og dramatískt jafntefli hjá Alfreð Katar er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta eftir stórsigur Dana á Króatíu í lokaleik milliriðils tvö. Á sama tíma unnu Pólverjar spennandi sigur á Þýskalandi í þýðingarlitlum leik. 25. janúar 2021 21:03
Pirraður á spurningu blaðamanns HM í Egyptalandi er fyrsta heimsmeistaramótið í handbolta sem er með 32 lið. Gæði mótsins voru til umræðu á blaðamannafundi Dana í gær og þjálfari Dana, Nikolaj Jacobsen, var ekki par hrifinn af spurningu blaðamanns. 25. janúar 2021 19:01
Danir kvarta aftur yfir áhorfendum á HM og tala um skandal Danir halda áfram að kvarta yfir áhorfendum á leikjum á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi. 25. janúar 2021 13:30
Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. 25. janúar 2021 11:56
Magakveisa að hrjá leikmenn á HM í Egyptalandi Það virðist sem maturinn í Egyptalandi hafi farið illa í ýmsa landsliðsmenn en mjög margir leikmenn á HM í handbolta voru óleikfærir í gær vegna magakveisu. Alls voru fjórir leikmenn Slóveníu fjarverandi í jafnteflinu gegn Egyptalandi. 25. janúar 2021 07:01