Barcelona skuldar Liverpool ennþá meira en sex milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2021 09:30 Philippe Coutinho varð að stórstjörnu hjá Liverpool en hann hefur ekki náð sömu hæðum hjá Barcelona. Getty/ Andrew Powell Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho er fyrir löngu kominn í hóp verstu kaupa fótboltasögunnar. Hann hefur lítið hjálpað Börsungum inn á vellinum og félagið er enn langt frá því að hafa gert upp við hans gömlu eigendur. Nýjasti ársreikningur stórliðsins Barcelona sýnir það svart á hvítu hversu alvarlega staðan er hjá spænska félaginu. Barcelona skuldar 1,2 milljarða evra eða 189 milljarða íslenskra króna sem er engin smá upphæð. Kórónuveiran hefur auðvitað haft mikil á rekstur Barcelona og þar hefur félagið orðið af miklu tekjum. Barcelona's latest financial reports show just how much debt they are in and how much money they owe to other clubs. £35 million to Liverpool alone! The Catalan giants are in trouble https://t.co/P1LMMPyXmU— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2021 Barcelona er með mjög háan launakostnað og þá skulda þeir mikið fyrir leikmenn sem félagið hefur keypt á undanförnum árum. Barcelona er nefnilega í skuld við alls nítján mismunandi félög vegna leikmannakaupa og skuldar enn meira en 174 milljónir punda fyrir leikmenn sem Barcelona hefur þegar keypt. Liverpool er þar efst á blaði en Börsungar eiga enn eftir að borga Liverpool 40 milljónir evra eða meira en sex milljarða króna. Þetta snýst um kaupin á Philippe Coutinho sem Barcelona var tilbúið að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir. Barcelona borgaði 105 milljónir punda strax en fékk síðan að borga afganginn í afborgunum. Coutinho náði sér aldrei á strik hjá Barcelona, félagið lánaði hann til Bayern München, en hann kom aftur til Barcelona fyrir núverandi tímabil. Það breytir ekki því að Barcelona er enn að borga fyrir hann og er langt frá því að geta gert upp við Liverpool. Barcelona owe Liverpool a staggering £35.5m in outstanding transfer payments for Philippe Coutinho, according to their official accounts. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/KTg35HTI0E— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 25, 2021 Barcelona skuldar líka Ajax fyrir kaupin á Frenkie de Jong og þurfa að borga sextán milljónir evra, 2,5 milljarða króna, í næstu afborgun. Barca þarf líka að borga franska félaginu Bordeaux tíu milljónir evra fyrir Malcom fyrir lok júní. Staðan er svo slæm að Barcelona þarf að leita á náðir bankanna til að fá að fresta gjalddögum sínum til þess hreinlega að koma í veg fyrir gjaldþrot. Barcelona hefur látið leikmenn fara eins og Nelson Semedo, Arthur, Ivan Rakitic og Luis Suarez, sem hefur lækkað launkostnaðinn. Félagið er hins vegar enn að borga Lionel Messi sín ofurlaun. Það hefði því ekki verið vitlaust fyrir félagið að selja Lionel Messi síðasta sumar til að fá bæði pening inn sem og að sleppa því að borga launin hans. Augu margra verða á rekstri Barcelona á þessu ári þar sem félagið mun róa lífróður til að bjarga því frá gjaldþroti. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Nýjasti ársreikningur stórliðsins Barcelona sýnir það svart á hvítu hversu alvarlega staðan er hjá spænska félaginu. Barcelona skuldar 1,2 milljarða evra eða 189 milljarða íslenskra króna sem er engin smá upphæð. Kórónuveiran hefur auðvitað haft mikil á rekstur Barcelona og þar hefur félagið orðið af miklu tekjum. Barcelona's latest financial reports show just how much debt they are in and how much money they owe to other clubs. £35 million to Liverpool alone! The Catalan giants are in trouble https://t.co/P1LMMPyXmU— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2021 Barcelona er með mjög háan launakostnað og þá skulda þeir mikið fyrir leikmenn sem félagið hefur keypt á undanförnum árum. Barcelona er nefnilega í skuld við alls nítján mismunandi félög vegna leikmannakaupa og skuldar enn meira en 174 milljónir punda fyrir leikmenn sem Barcelona hefur þegar keypt. Liverpool er þar efst á blaði en Börsungar eiga enn eftir að borga Liverpool 40 milljónir evra eða meira en sex milljarða króna. Þetta snýst um kaupin á Philippe Coutinho sem Barcelona var tilbúið að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir. Barcelona borgaði 105 milljónir punda strax en fékk síðan að borga afganginn í afborgunum. Coutinho náði sér aldrei á strik hjá Barcelona, félagið lánaði hann til Bayern München, en hann kom aftur til Barcelona fyrir núverandi tímabil. Það breytir ekki því að Barcelona er enn að borga fyrir hann og er langt frá því að geta gert upp við Liverpool. Barcelona owe Liverpool a staggering £35.5m in outstanding transfer payments for Philippe Coutinho, according to their official accounts. #awlfc [mirror] pic.twitter.com/KTg35HTI0E— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 25, 2021 Barcelona skuldar líka Ajax fyrir kaupin á Frenkie de Jong og þurfa að borga sextán milljónir evra, 2,5 milljarða króna, í næstu afborgun. Barca þarf líka að borga franska félaginu Bordeaux tíu milljónir evra fyrir Malcom fyrir lok júní. Staðan er svo slæm að Barcelona þarf að leita á náðir bankanna til að fá að fresta gjalddögum sínum til þess hreinlega að koma í veg fyrir gjaldþrot. Barcelona hefur látið leikmenn fara eins og Nelson Semedo, Arthur, Ivan Rakitic og Luis Suarez, sem hefur lækkað launkostnaðinn. Félagið er hins vegar enn að borga Lionel Messi sín ofurlaun. Það hefði því ekki verið vitlaust fyrir félagið að selja Lionel Messi síðasta sumar til að fá bæði pening inn sem og að sleppa því að borga launin hans. Augu margra verða á rekstri Barcelona á þessu ári þar sem félagið mun róa lífróður til að bjarga því frá gjaldþroti.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira