Yfir sjötíu snjóflóð á tíu dögum: „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 22:05 Óvissustig er enn í gildi á Vestfjörðum og á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. Mynd úr safni. Vísir/Samúel Karl Skráð hafa verið 72 snjóflóð hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands síðustu tíu dag. Þar af hafa fallið 33 á Vestfjörðum, 27 á Norðausturlandi og níu á Norðvesturlandi þegar þetta er skrifað en snjóflóðahrina hefur staðið yfir á Vestfjörðum og á Norðurlandi síðan á mánudaginn. Ríflega tuttugu þessara snjóflóða féllu síðasta sólarhringinn. Snjóflóð féll til að mynda yfir Flateyrarveg síðdegis í dag. „Það eru ansi mörg flóð sem hafa fallið í þessari hrinu núna, bæði á Norðurlandi og á Vestfjörðum,“ segir Harpa Grímsdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum ennþá, aflétting á rýmingum á Flateyri í dag, það er ennþá hættustig í gildi á Ísafirði, þar er sem sagt iðnaðarreitur sem verður endurskoðaður í fyrramálið og það er óvissustig á Norðurlandi áfram en rýmingu á Siglufirði var aflétt í dag.“ Viðbúið er að einhver snjóflóðahætta verði áfram viðloðandi næstu tvo dagana eða svo og fólki því ráðlagt að fylgjast reglulega með stöðunni. „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina á báðum stöðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Og það eru einhver óvenjuleg flóð sem hafa fallið eins og þetta á skíðasvæðinu á Siglufirði sem er stórt og tekur þarna skíðaskála sem reyndar var á skilgreindu hættusvæði. En það hefur í rauninni ekki verið svo mikið aftaka veður í þessari hrinu, heldur er þetta afleiðing af langvarandi snjósöfnun í éljagangi og skafrenningi og í marga daga í svipaðri vindátt,“ útskýrir Harpa. Í flestum tilfellum hafa snjóflóð fallið fjarri byggð og samgöngumannvirkjum en í nokkrum tilfellum hefur flóð fallið yfir veg eða nálægt byggð. „Það hafa fallið flóð yfir Flateyrarveg, núna síðast bara seinni partinn í dag og hann er lokaður. Það féllu flóð í hrinunni yfir veginn um Súðavíkurhlíð en það er búið að opna þar. Það hefur fallið flóð yfir veginn um Eyrarhlíð sem er á milli Ísafjarðar og Hnífsdals en síðast í gær eða í nótt féll flóð þar. Það hafa fallið flóð yfir Ólafsfjarðarveg og svo á Austfjörðum eða á Austurlandi kom líka flóð inn á veginn um Fagradal en það var frekar lítið,“ nefnir Harpa sem dæmi. Þá féllu snjóflóð ofan við Flateyri í morgun og líklega annað í gær sem ekki féllu á varnargarðana en annað þeirra rann meðfram honum. „Annars hafa þau verið auðvitað, fyrir utan flóðið sem féll á skíðasvæðið á Siglufirði í upphafi hrinunnar, þá hefur ekki orðið tjón nema í Skagafirðinum þar sem féll flóð á hross og kofa,“ nefnir Harpa ennfremur. Þá sé möguleiki að flóð hafi fallið í skógrækt. „Þetta eru ansi mörg flóð í heildina.“ Á vef Veðurstofunnar má nálgast snjóflóðaspá sem uppfærð er reglulega og nálgast nauðsynlegar og hjálplegar upplýsingar og tilkynningar vegna snjóflóða á Íslandi. Á korti á vef Veðurstofunnar má sjá hvernig snjóflóð eru flokkuð í nokkra flokka eftir stærð. „Þessar stærðir eru svona eyðileggingarmáttur í flóðunum, en miðað við það að það væri bíll eða hús eða eitthvað þar sem að flóð falla. Oftast eru þau bara uppi í fjalli en þau geta alveg verið stór. Það getur alveg verið stærð þrjú sem að ógnar engu. Þetta er bara hugsað þannig að ef að eitthvað yrði að vegi þessa flóðs þá gæti þetta gerst. Eitt er þá eitthvað sem að ógnar ekki fólki, nema ef einhver myndi falla fram af klettum eða eitthvað þannig, tvö er eitthvað sem getur grafið mann eða ógnað skíðamanni til dæmis og þrjú er þá eitthvað sem getur eyðilagt bíl eða hús eða eitthvað þannig og fjögur er svo orðið ansi stórt,“ útskýrir Harpa. Náttúruhamfarir Veður Almannavarnir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
„Það eru ansi mörg flóð sem hafa fallið í þessari hrinu núna, bæði á Norðurlandi og á Vestfjörðum,“ segir Harpa Grímsdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum ennþá, aflétting á rýmingum á Flateyri í dag, það er ennþá hættustig í gildi á Ísafirði, þar er sem sagt iðnaðarreitur sem verður endurskoðaður í fyrramálið og það er óvissustig á Norðurlandi áfram en rýmingu á Siglufirði var aflétt í dag.“ Viðbúið er að einhver snjóflóðahætta verði áfram viðloðandi næstu tvo dagana eða svo og fólki því ráðlagt að fylgjast reglulega með stöðunni. „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina á báðum stöðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Og það eru einhver óvenjuleg flóð sem hafa fallið eins og þetta á skíðasvæðinu á Siglufirði sem er stórt og tekur þarna skíðaskála sem reyndar var á skilgreindu hættusvæði. En það hefur í rauninni ekki verið svo mikið aftaka veður í þessari hrinu, heldur er þetta afleiðing af langvarandi snjósöfnun í éljagangi og skafrenningi og í marga daga í svipaðri vindátt,“ útskýrir Harpa. Í flestum tilfellum hafa snjóflóð fallið fjarri byggð og samgöngumannvirkjum en í nokkrum tilfellum hefur flóð fallið yfir veg eða nálægt byggð. „Það hafa fallið flóð yfir Flateyrarveg, núna síðast bara seinni partinn í dag og hann er lokaður. Það féllu flóð í hrinunni yfir veginn um Súðavíkurhlíð en það er búið að opna þar. Það hefur fallið flóð yfir veginn um Eyrarhlíð sem er á milli Ísafjarðar og Hnífsdals en síðast í gær eða í nótt féll flóð þar. Það hafa fallið flóð yfir Ólafsfjarðarveg og svo á Austfjörðum eða á Austurlandi kom líka flóð inn á veginn um Fagradal en það var frekar lítið,“ nefnir Harpa sem dæmi. Þá féllu snjóflóð ofan við Flateyri í morgun og líklega annað í gær sem ekki féllu á varnargarðana en annað þeirra rann meðfram honum. „Annars hafa þau verið auðvitað, fyrir utan flóðið sem féll á skíðasvæðið á Siglufirði í upphafi hrinunnar, þá hefur ekki orðið tjón nema í Skagafirðinum þar sem féll flóð á hross og kofa,“ nefnir Harpa ennfremur. Þá sé möguleiki að flóð hafi fallið í skógrækt. „Þetta eru ansi mörg flóð í heildina.“ Á vef Veðurstofunnar má nálgast snjóflóðaspá sem uppfærð er reglulega og nálgast nauðsynlegar og hjálplegar upplýsingar og tilkynningar vegna snjóflóða á Íslandi. Á korti á vef Veðurstofunnar má sjá hvernig snjóflóð eru flokkuð í nokkra flokka eftir stærð. „Þessar stærðir eru svona eyðileggingarmáttur í flóðunum, en miðað við það að það væri bíll eða hús eða eitthvað þar sem að flóð falla. Oftast eru þau bara uppi í fjalli en þau geta alveg verið stór. Það getur alveg verið stærð þrjú sem að ógnar engu. Þetta er bara hugsað þannig að ef að eitthvað yrði að vegi þessa flóðs þá gæti þetta gerst. Eitt er þá eitthvað sem að ógnar ekki fólki, nema ef einhver myndi falla fram af klettum eða eitthvað þannig, tvö er eitthvað sem getur grafið mann eða ógnað skíðamanni til dæmis og þrjú er þá eitthvað sem getur eyðilagt bíl eða hús eða eitthvað þannig og fjögur er svo orðið ansi stórt,“ útskýrir Harpa.
Náttúruhamfarir Veður Almannavarnir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira