Sjö leikmenn eftir í leikmannahópi Liverpool síðan liðið tapaði síðast deildarleik á Anfield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2021 08:00 Klopp var ekki beint sáttur í leikslok er Liverpool tapaði 0-1 gegn Burnley í vikunni. Peter Powell/Getty Images Tapleikur Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudaginn var fyrsti tapleikur Englandsmeistaranna á Anfield – heimavelli sínum – frá því liðið tapaði 2-1 gegn Crystal Palace þann 23. apríl 2017. Alls lék liðið 69 leiki án taps á Anfield. Segja má að Jürgen Klopp – þjálfari Liverpool – hafi tekið til hendinni frá því hann kom fyrst til Liverpool en hann tók við liðinu 8. október 2015. Hann hafði breytt liðinu töluvert þegar það loks mætti Palace í apríl 2017 og hefur Klopp haldið því áfram frá tapinu óvænta. Christian Benteke skoraði tvívegis fyrir Palace. Sam Allardyce var þjálfari Palace þá en hann þjálfar í dag West Bromwich Albion. Philippe Coutinho skoraði mark Liverpool en hann leikur í dag með Barcelona á Spáni. 1 - This was Liverpool s first defeat in 69 Premier League games at Anfield (W55 D13) since losing 1-2 to Crystal Palace in April 2017. It was the second-longest unbeaten home run in English top-flight history, after Chelsea s 86 games ending in October 2008. Smash. pic.twitter.com/aym7hcTcpF— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021 Ásamt Coutinho í byrjunarliðinu voru þeir Simon Mignolet, Nathaniel Clyne, Joël Matip, Dejan Lovren, James Milner, Emre Can, Lucas Leiva, Georginio Wijnaldum, Roberto Firmino og Divock Origi. Alls eru fimm af 11 leikmönnum enn í herbúðum Liverpool. Það eru þeir Matip, Milner, Wijnaldum, Firmino og Origi. Á varamannabekk Liverpool voru þeir Loris Karius, Joe Gomez, Marko Grujić, Alberto Moreno, Rhian Brewster, Ben Woodburn og Trent Alexander-Arnold. Af þessum sjö leikmönnum eru aðeins tveir leikmenn enn í leikmannahóp Liverpool. Það eru þeir Gomez – sem er á meiðslalistanum – og Alexander-Arnold. Tæknilega séð er Ben Woodburn enn á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Blackpool í dag. Byrjunarlið Liverpool í óvæntu 0-1 tapi liðsins gegn Burnley á fimmtudaginn var eftirfarandi: Alisson, Trent, Matip, Fabinho, Andrew Robertson, Xerdan Shaqiri, Wijnaldum, Alex Oxlade-Chamberlain, Origi og Sadio Mané. Varamannabekkur liðsins í leiknum taldi níu leikmenn að þessu sinni. Þeir Firmino og Milner voru í byrjunarliðinu gegn Palace en Klopp ákvað að geyma þá á bekknum gegn Burnley þremur árum síðar ásamt Caoimhin Kelleher, Mo Salah, Curtis Jones, Takumi Minamino, Konstantinos Tsimikas, Nathaniel Phillips og Neco Williams. Stóra spurningin er hversu margir verða eftir í leikmannahóp Liverpool þegar liðið tapar næst heimaleik í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Segja má að Jürgen Klopp – þjálfari Liverpool – hafi tekið til hendinni frá því hann kom fyrst til Liverpool en hann tók við liðinu 8. október 2015. Hann hafði breytt liðinu töluvert þegar það loks mætti Palace í apríl 2017 og hefur Klopp haldið því áfram frá tapinu óvænta. Christian Benteke skoraði tvívegis fyrir Palace. Sam Allardyce var þjálfari Palace þá en hann þjálfar í dag West Bromwich Albion. Philippe Coutinho skoraði mark Liverpool en hann leikur í dag með Barcelona á Spáni. 1 - This was Liverpool s first defeat in 69 Premier League games at Anfield (W55 D13) since losing 1-2 to Crystal Palace in April 2017. It was the second-longest unbeaten home run in English top-flight history, after Chelsea s 86 games ending in October 2008. Smash. pic.twitter.com/aym7hcTcpF— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021 Ásamt Coutinho í byrjunarliðinu voru þeir Simon Mignolet, Nathaniel Clyne, Joël Matip, Dejan Lovren, James Milner, Emre Can, Lucas Leiva, Georginio Wijnaldum, Roberto Firmino og Divock Origi. Alls eru fimm af 11 leikmönnum enn í herbúðum Liverpool. Það eru þeir Matip, Milner, Wijnaldum, Firmino og Origi. Á varamannabekk Liverpool voru þeir Loris Karius, Joe Gomez, Marko Grujić, Alberto Moreno, Rhian Brewster, Ben Woodburn og Trent Alexander-Arnold. Af þessum sjö leikmönnum eru aðeins tveir leikmenn enn í leikmannahóp Liverpool. Það eru þeir Gomez – sem er á meiðslalistanum – og Alexander-Arnold. Tæknilega séð er Ben Woodburn enn á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Blackpool í dag. Byrjunarlið Liverpool í óvæntu 0-1 tapi liðsins gegn Burnley á fimmtudaginn var eftirfarandi: Alisson, Trent, Matip, Fabinho, Andrew Robertson, Xerdan Shaqiri, Wijnaldum, Alex Oxlade-Chamberlain, Origi og Sadio Mané. Varamannabekkur liðsins í leiknum taldi níu leikmenn að þessu sinni. Þeir Firmino og Milner voru í byrjunarliðinu gegn Palace en Klopp ákvað að geyma þá á bekknum gegn Burnley þremur árum síðar ásamt Caoimhin Kelleher, Mo Salah, Curtis Jones, Takumi Minamino, Konstantinos Tsimikas, Nathaniel Phillips og Neco Williams. Stóra spurningin er hversu margir verða eftir í leikmannahóp Liverpool þegar liðið tapar næst heimaleik í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira