Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Árni Jóhannsson skrifar 24. janúar 2021 22:10 Hester, Pavel og Jón Arnór í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Það var nokkur vissa fyrir því að leikur Vals og Njarðvíkur yrði jafn og spennandi fyrirfram. Liðin á sama stað í deildinni og að gera svipaða hluti. Annað kom á daginn þegar leið á leikinn en Njarðvík sigraði leikinn nokkuð örugglega 76-85 í Origo-höllinni í leik sem var hluti af fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. Liðin skiptust á að eiga góða sóknarkafla í fyrsta leikhlutanum og var engu líkara en að einver stirðleiki hafi verið í herbúðum liðanna en bæði voru í hörku leikjum í seinustu umferð. Njarðvíkingar voru ívið sterkari og leiddu að loknum fyrsta fjórðungt 18-22. Valsmenn komu út í annan leikhlutann af miklum krafti og náðu að naga niður lítið forskot og koma sér fjórum stigum yfir þegar um helmingur af öðrum leihkluta var búinn. Þá ná gestirnir að skella í lás og náðu að sigla fram úr aftur og opna átta stiga forskot á mjög skömmum tíma og leiddu að endingu með 10 stigum þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik. Staðan 35-45 og nokkuð víst að Valsmenn áttu ýmislegt inni. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Bæði lið fengu þau fyrirmæli að herða varnirnar í seinni hálfleik og gekk það upp hjá báðum liðum framan af. Svo þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var eins og bensínið væri búið hjá Valsmönnum og gestirnir gengu á lagið. Fóru á mikinn 9-0 sprett sem gerði það að verkum að forskotið var orðið 17 stig og virtust Njarðvíkingar ætla að kafsigla Valsmenn sem komu nánast engum vörnum við. Rodney Glasgow og Antonio Hester fóru fyrir sínum mönnum sóknarlega og gerður nánast það sem þeir vildu á sóknarhelmingnum. Valsmenn bitu örlítið frá sér og náðu að minnka muninn niður í 10 stigu fyrir loka leikhlutann og vonin var ekki öll úti. Valsmenn, með Jón Arnór Stefánsson fremstan í broddi fylkingar, virtust ætla að komast í áhlaup í fjórða leikhlutanum og skoraði Jón bróðurpartinn af stigunum 15 sem hann skoraði í leiknum þá. Því miður fyrir þá þá gátu þeir ekkert stoppað Njarðvíkinga þannig að liðin skiptust á körfum og hentaði það gestunum prýðilega sem sigldu heim níu stiga sigri og áttu hann fyllilega skilið. Logi og Pavel í baráttunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Afhverju vann Njarðvík? Til að vinna körfuboltaleiki þá þurfa ýmsir hlutir að ganga upp. Þú þarft að koma boltanum í körfuna og þú þarft að verjast hinu liðinu þannig að það komi ekki boltanum í körfuna. Hjá Njarðvík gengu þessir tveir hlutir upp og ekki hjá Valsmönnum. Njarðvíkingar áttu alltaf svör við áhlaupstilraunum heimamanna og þegar boltinn fór í gegnum hringinn hjá Val þá var neistinn slökktur um leið á hinum enda vallarins. Hverjir voru bestir? Antonio Hester og Rodney Glasgow fóru fyrir sínum mönnum í Njarðvík í dag með glæsibrag. Rodney stýrði leik sinna manna eins og hershöfðingi sóknarlega, skoraði 24 stig og gaf sjö stoðsendignar. Hester fór mikinn undir körfunni bæði varnarlega og sóknarlega. Kappinn skilaði 26 stigum, náði í 15 fráköst og stal boltanum tvisvar. Valsmenn réðu engan veginn við þessa tvo í kvöld og því fór sem fór. Hjá heimamönnum var Sinisa Bilic með 21 stig og Kristófer Acox skoraði 20 stig og tók 12 fráköst, þar af sex sóknarfráköst. Tölfræði sem vakti athygli Þegar um fimm mínútur voru búnar af þriðja leikhluta voru Valsmenn ekki búnir að hitta þriggja stiga skoti. Alls höðfu þeir reynt 10 en ellefta tilraunin rataði loksins ofan í. Í nútímakörfubolta er þriggja stiga skotið mikilvægt og ræddu blaðamenn á milli sína að ef 3-4 slík skot hefðu farið ofan í af þessum 10 fyrstu hefðu Valsmenn verið meira inni í leiknum. Að auki áttu Valsmenn dapran dag á vítalínunni en þrjú af 11 vítum rötuðu heim. Það kostar sitt. Hvað næst? Njarðvíkingar hafa ekki enn náð að vinna tvo leiki í röð en taka næst á móti grönnum sínum í Grindavík og fá þar tækifæri til að sauma saman tvo sigra. Valsmenn hafa sömuleiðis ekki náð að vinan tvo leiki í röð en fá gullið tækifæri til að laga það þegar þeir taka á móti Hetti í næstu viku. Jón Arnór í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. „Það var eins og að við hefðum verið að spila fyrir tveimur dögum. Þeir voru bara með miklu meiri orku en við í öllum þeirra aðgerðum og við áttum í vandræðum með að stoppa þá varnarlega í kvöld. Það var aðallega það. Þegar við náðum loksins að skora, sem var mjög erfitt, þá náðum við ekki stoppum hinum megin. Þetta var lítið og lélegt framlag frá of mörgum. Ég var miklu ánægðari með Bilic í leiknum og Kristó var flottur en við hinir vorum langt frá því að vera góðir. Við erum ekki að fara að vinna marga leiki ef frammistaðan er svona.“ Jón minntist á að orkan hafi verið meiri hjá Njarðvíkingum og því var spurt hvort hann sæi einhverja ástæðu fyrir því, t.d. ferðalög liðsins eða að það sé stutt á milli leikja. „Það getur vel verið það sé það. Við erum eitthvað stirðir og eitthvað ryðgaðir og ekki nógu vel pússaðir saman. Já það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða. Það er eiginlega enginn tími til að pæla eitthvað mikið í því eða stressa sig, ég held ekki, við sýndum það fyrir norðan að við settum saman góða vörn þegar á þarf að halda og fundum það ekki í kvöld.“ Að lokum var Jón Arnór spurður að því hvað hans menn þyrftu að ræða á milli leikja. „Ég hugsa að það sé varnarleikurinn. Við verðum þannig lið sem þarf að ná stoppum til að vinna leiki. Við erum ekki með marga sem geta búið til og hent upp 30 stigum á hverju einasta kvöldi eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum að finna leiðir til að vera sterkir varnarlega og finna leiðir til að setja boltann í körfuna. Við vorum langt frá því að ná því í kvöld.“ Hester í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst“, sagði maður leiksins Antonio Hester eftir sigur Njarðvíkinga á Valsmönnum í fimmtu umferð Dominos deildar karla í kvöld þegar hann var spurður út í það hvað skóp sigurinn og frammistöðu hans í kvöld. Antonio náði í 15 fráköst ásamt því að skora 26 stig þannig að áætlun hans gekk upp. „Ég held að ég hafi ekki náð í fleiri en fimm fráköst í hinum tveimur leikjunum og svo ætlaði ég bara að leyfa sóknarleiknum að koma til mín. Ég einbeitti mér meira að vörninni í kvöld en ásamt þvi að framkvæma grunnatriðin í sóknarleiknum rétt. Svo þurftum við að sjá til þess að við værum allir að róa í sömu áttina en það er eitthvað sem við höfum átt í erfiðleikum með í undanförnum leikjum. Við þurfum að tala betur saman og standa saman í varnarleiknum.“ Antonio lenti í villuvandræðum í leiknum á móti Keflavík og var spurður út í það hvort það hafi haft áhrif á hugarfarið hans komandi inn í þennan leik. „Ég var í veseni í fyrst tveimur leikjunum, fékk fimm villur í fyrsta leiknum og lenti snemma í villuvandræðum í seinni leiknum sem skaðaði bæði leikinn hjá sjálfum mér og hjá liðinu öllu þannig að í kvöld var ég viss um að koma mér ekki í villuvandræði og þannig koma liðinu mínu í vandræði.“ Að lokum var Antonio spurður út í hvernig honum litist á leiktíðina sem framundan væri. „Þetta verður langt tímabil og við þurfum bara að taka einn leik í einu. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum allir saman í þessu og að við séum ekki að þvinga neitt í gegn og að við séum að vinna að þessu saman.“ Dominos-deild karla Valur UMF Njarðvík
Það var nokkur vissa fyrir því að leikur Vals og Njarðvíkur yrði jafn og spennandi fyrirfram. Liðin á sama stað í deildinni og að gera svipaða hluti. Annað kom á daginn þegar leið á leikinn en Njarðvík sigraði leikinn nokkuð örugglega 76-85 í Origo-höllinni í leik sem var hluti af fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. Liðin skiptust á að eiga góða sóknarkafla í fyrsta leikhlutanum og var engu líkara en að einver stirðleiki hafi verið í herbúðum liðanna en bæði voru í hörku leikjum í seinustu umferð. Njarðvíkingar voru ívið sterkari og leiddu að loknum fyrsta fjórðungt 18-22. Valsmenn komu út í annan leikhlutann af miklum krafti og náðu að naga niður lítið forskot og koma sér fjórum stigum yfir þegar um helmingur af öðrum leihkluta var búinn. Þá ná gestirnir að skella í lás og náðu að sigla fram úr aftur og opna átta stiga forskot á mjög skömmum tíma og leiddu að endingu með 10 stigum þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik. Staðan 35-45 og nokkuð víst að Valsmenn áttu ýmislegt inni. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Bæði lið fengu þau fyrirmæli að herða varnirnar í seinni hálfleik og gekk það upp hjá báðum liðum framan af. Svo þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var eins og bensínið væri búið hjá Valsmönnum og gestirnir gengu á lagið. Fóru á mikinn 9-0 sprett sem gerði það að verkum að forskotið var orðið 17 stig og virtust Njarðvíkingar ætla að kafsigla Valsmenn sem komu nánast engum vörnum við. Rodney Glasgow og Antonio Hester fóru fyrir sínum mönnum sóknarlega og gerður nánast það sem þeir vildu á sóknarhelmingnum. Valsmenn bitu örlítið frá sér og náðu að minnka muninn niður í 10 stigu fyrir loka leikhlutann og vonin var ekki öll úti. Valsmenn, með Jón Arnór Stefánsson fremstan í broddi fylkingar, virtust ætla að komast í áhlaup í fjórða leikhlutanum og skoraði Jón bróðurpartinn af stigunum 15 sem hann skoraði í leiknum þá. Því miður fyrir þá þá gátu þeir ekkert stoppað Njarðvíkinga þannig að liðin skiptust á körfum og hentaði það gestunum prýðilega sem sigldu heim níu stiga sigri og áttu hann fyllilega skilið. Logi og Pavel í baráttunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Afhverju vann Njarðvík? Til að vinna körfuboltaleiki þá þurfa ýmsir hlutir að ganga upp. Þú þarft að koma boltanum í körfuna og þú þarft að verjast hinu liðinu þannig að það komi ekki boltanum í körfuna. Hjá Njarðvík gengu þessir tveir hlutir upp og ekki hjá Valsmönnum. Njarðvíkingar áttu alltaf svör við áhlaupstilraunum heimamanna og þegar boltinn fór í gegnum hringinn hjá Val þá var neistinn slökktur um leið á hinum enda vallarins. Hverjir voru bestir? Antonio Hester og Rodney Glasgow fóru fyrir sínum mönnum í Njarðvík í dag með glæsibrag. Rodney stýrði leik sinna manna eins og hershöfðingi sóknarlega, skoraði 24 stig og gaf sjö stoðsendignar. Hester fór mikinn undir körfunni bæði varnarlega og sóknarlega. Kappinn skilaði 26 stigum, náði í 15 fráköst og stal boltanum tvisvar. Valsmenn réðu engan veginn við þessa tvo í kvöld og því fór sem fór. Hjá heimamönnum var Sinisa Bilic með 21 stig og Kristófer Acox skoraði 20 stig og tók 12 fráköst, þar af sex sóknarfráköst. Tölfræði sem vakti athygli Þegar um fimm mínútur voru búnar af þriðja leikhluta voru Valsmenn ekki búnir að hitta þriggja stiga skoti. Alls höðfu þeir reynt 10 en ellefta tilraunin rataði loksins ofan í. Í nútímakörfubolta er þriggja stiga skotið mikilvægt og ræddu blaðamenn á milli sína að ef 3-4 slík skot hefðu farið ofan í af þessum 10 fyrstu hefðu Valsmenn verið meira inni í leiknum. Að auki áttu Valsmenn dapran dag á vítalínunni en þrjú af 11 vítum rötuðu heim. Það kostar sitt. Hvað næst? Njarðvíkingar hafa ekki enn náð að vinna tvo leiki í röð en taka næst á móti grönnum sínum í Grindavík og fá þar tækifæri til að sauma saman tvo sigra. Valsmenn hafa sömuleiðis ekki náð að vinan tvo leiki í röð en fá gullið tækifæri til að laga það þegar þeir taka á móti Hetti í næstu viku. Jón Arnór í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. „Það var eins og að við hefðum verið að spila fyrir tveimur dögum. Þeir voru bara með miklu meiri orku en við í öllum þeirra aðgerðum og við áttum í vandræðum með að stoppa þá varnarlega í kvöld. Það var aðallega það. Þegar við náðum loksins að skora, sem var mjög erfitt, þá náðum við ekki stoppum hinum megin. Þetta var lítið og lélegt framlag frá of mörgum. Ég var miklu ánægðari með Bilic í leiknum og Kristó var flottur en við hinir vorum langt frá því að vera góðir. Við erum ekki að fara að vinna marga leiki ef frammistaðan er svona.“ Jón minntist á að orkan hafi verið meiri hjá Njarðvíkingum og því var spurt hvort hann sæi einhverja ástæðu fyrir því, t.d. ferðalög liðsins eða að það sé stutt á milli leikja. „Það getur vel verið það sé það. Við erum eitthvað stirðir og eitthvað ryðgaðir og ekki nógu vel pússaðir saman. Já það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða. Það er eiginlega enginn tími til að pæla eitthvað mikið í því eða stressa sig, ég held ekki, við sýndum það fyrir norðan að við settum saman góða vörn þegar á þarf að halda og fundum það ekki í kvöld.“ Að lokum var Jón Arnór spurður að því hvað hans menn þyrftu að ræða á milli leikja. „Ég hugsa að það sé varnarleikurinn. Við verðum þannig lið sem þarf að ná stoppum til að vinna leiki. Við erum ekki með marga sem geta búið til og hent upp 30 stigum á hverju einasta kvöldi eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum að finna leiðir til að vera sterkir varnarlega og finna leiðir til að setja boltann í körfuna. Við vorum langt frá því að ná því í kvöld.“ Hester í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst“, sagði maður leiksins Antonio Hester eftir sigur Njarðvíkinga á Valsmönnum í fimmtu umferð Dominos deildar karla í kvöld þegar hann var spurður út í það hvað skóp sigurinn og frammistöðu hans í kvöld. Antonio náði í 15 fráköst ásamt því að skora 26 stig þannig að áætlun hans gekk upp. „Ég held að ég hafi ekki náð í fleiri en fimm fráköst í hinum tveimur leikjunum og svo ætlaði ég bara að leyfa sóknarleiknum að koma til mín. Ég einbeitti mér meira að vörninni í kvöld en ásamt þvi að framkvæma grunnatriðin í sóknarleiknum rétt. Svo þurftum við að sjá til þess að við værum allir að róa í sömu áttina en það er eitthvað sem við höfum átt í erfiðleikum með í undanförnum leikjum. Við þurfum að tala betur saman og standa saman í varnarleiknum.“ Antonio lenti í villuvandræðum í leiknum á móti Keflavík og var spurður út í það hvort það hafi haft áhrif á hugarfarið hans komandi inn í þennan leik. „Ég var í veseni í fyrst tveimur leikjunum, fékk fimm villur í fyrsta leiknum og lenti snemma í villuvandræðum í seinni leiknum sem skaðaði bæði leikinn hjá sjálfum mér og hjá liðinu öllu þannig að í kvöld var ég viss um að koma mér ekki í villuvandræði og þannig koma liðinu mínu í vandræði.“ Að lokum var Antonio spurður út í hvernig honum litist á leiktíðina sem framundan væri. „Þetta verður langt tímabil og við þurfum bara að taka einn leik í einu. Við þurfum að ganga úr skugga um að við séum allir saman í þessu og að við séum ekki að þvinga neitt í gegn og að við séum að vinna að þessu saman.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum