Hætti hjá Fjölni eftir að þjálfarinn sagði henni að halda kjafti Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 12:00 Halldór Karl Þórson ræðir við leikmenn í leiknum örlagaríka gegn Haukum. Ariana Moorer situr á stól sem dreginn hefur verið fjær þjálfaranum. Facebook/@fjolnirkarfa Leiðir skildi með Fjölni og bandarísku körfuknattleikskonunni Ariönu Moorer á dögunum eftir deilur sem náðu hámarki þegar að þjálfari Fjölnis, Halldór Karl Þórsson, sagði henni að „halda kjafti“ í fyrsta leik liðsins á árinu. Fjölnir mætti Haukum á heimavelli 13. janúar í fyrsta leik eftir hléið langa í Dominos-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins. Moorer strunsaði inn í klefa í miðjum þriðja leikhluta eftir að þeim Halldóri Karli sinnaðist, en staðan var þá 37-31 Haukum í vil. Haukar unnu svo leikinn 70-54. Halldór Karl segir í viðtali við Karfan.is að þó að Moorer sé „algjörlega toppstelpa“ þá hafi andrúmsloftið verið orðið þungt í kringum hana. Aðdragandinn að því að hann lét hin þungu orð falla hafi verið langur: „Hápunkturinn á þessu veseni, ef svo má kalla, var í leik hérna. Okkar „gameplan“ var lagt upp og hún, eða ekki bara hún heldur allir, voru ekki að fylgja því. Svo kom „moment“ þarna þar sem öll virðing [Moorer] fyrir leiknum, dómurum, mér og liðsfélögum var farin,“ sagði Halldór Karl við Karfan.is. Talaði um að liðsfélagarnir væru latir „Hún var að tala um að liðsfélagarnir væru orðnir eitthvað latir og hún þyrfti að ná í boltann. Ég ætlaði að reyna að tala við hana og hún gaf mér ekki kost á því, og þá átti ég þessi orð að hún ætti að halda kjafti, eða á ensku „shut the fuck up“. Auðvitað segi ég það náttúrulega ekki í daglegum samskiptum við fólk en í hita leiksins þá kom þetta út. Ég þarf að hafa ákveðna línu sem má ekki fara yfir og hún fór dálítið yfir hana,“ sagði Halldór Karl og bætti við: „Hún brást mjög illa við, fór héðan út og skildi liðið sitt eftir, sem við vorum ekki mjög sátt með. Hún vildi svo ekki ræða þetta á neinn hátt og þá var ekki hægt að halda áfram. Það er bara svoleiðis og ég óska Ari alls hins besta.“ „Eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann“ Þetta sagði Halldór Karl í viðtali í gærkvöld en fyrr í gær birtist viðtal við Moorer á Karfan.is þar sem hún sagði sína hlið á málinu: „Ég var á bekknum og ég gat séð að Halldór var æstur, sem var skiljanlegt því við vorum að tapa. Hann gengur að mér og segir „með tvo leikmenn á þér ættir þú að geta náð boltanum“. Ég benti á að við værum með fleiri bakverði sem gætu hjálpað, og þetta voru bara svona eðlilegar samræður,“ sagði Moorer þegar hún rifjaði upp atvikið sem gerði útslagið varðandi framtíð hennar hjá Fjölni. Hún vildi ekki fara út í hvað Halldór Karl hefði nákvæmlega sagt: „Það sem hann sagði er eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann. Þetta var ástæðulaust. Við vorum bara að tala saman, ekkert rifrildi. Ég veit að ég gerði rétt með því að fara inn í búningsklefa því að þetta gerði mig reiða, en ég er fagmaður og það hefði ekki verið rétt að svara honum í sömu mynt ef við vorum bæði orðin reið. Ég fór því úr þessum aðstæðum sem ég tel að hafi verið hárrétt,“ sagði Moorer. Moorer, sem varð Íslandsmeistari með Keflavík fyrir fjórum árum, er nú í leit að nýju félagi. „Með því að halda áfram hjá félaginu hefði ég opnað á þann möguleika að þetta gæti gerst aftur,“ sagði hún við Karfan.is. Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sjá meira
Fjölnir mætti Haukum á heimavelli 13. janúar í fyrsta leik eftir hléið langa í Dominos-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins. Moorer strunsaði inn í klefa í miðjum þriðja leikhluta eftir að þeim Halldóri Karli sinnaðist, en staðan var þá 37-31 Haukum í vil. Haukar unnu svo leikinn 70-54. Halldór Karl segir í viðtali við Karfan.is að þó að Moorer sé „algjörlega toppstelpa“ þá hafi andrúmsloftið verið orðið þungt í kringum hana. Aðdragandinn að því að hann lét hin þungu orð falla hafi verið langur: „Hápunkturinn á þessu veseni, ef svo má kalla, var í leik hérna. Okkar „gameplan“ var lagt upp og hún, eða ekki bara hún heldur allir, voru ekki að fylgja því. Svo kom „moment“ þarna þar sem öll virðing [Moorer] fyrir leiknum, dómurum, mér og liðsfélögum var farin,“ sagði Halldór Karl við Karfan.is. Talaði um að liðsfélagarnir væru latir „Hún var að tala um að liðsfélagarnir væru orðnir eitthvað latir og hún þyrfti að ná í boltann. Ég ætlaði að reyna að tala við hana og hún gaf mér ekki kost á því, og þá átti ég þessi orð að hún ætti að halda kjafti, eða á ensku „shut the fuck up“. Auðvitað segi ég það náttúrulega ekki í daglegum samskiptum við fólk en í hita leiksins þá kom þetta út. Ég þarf að hafa ákveðna línu sem má ekki fara yfir og hún fór dálítið yfir hana,“ sagði Halldór Karl og bætti við: „Hún brást mjög illa við, fór héðan út og skildi liðið sitt eftir, sem við vorum ekki mjög sátt með. Hún vildi svo ekki ræða þetta á neinn hátt og þá var ekki hægt að halda áfram. Það er bara svoleiðis og ég óska Ari alls hins besta.“ „Eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann“ Þetta sagði Halldór Karl í viðtali í gærkvöld en fyrr í gær birtist viðtal við Moorer á Karfan.is þar sem hún sagði sína hlið á málinu: „Ég var á bekknum og ég gat séð að Halldór var æstur, sem var skiljanlegt því við vorum að tapa. Hann gengur að mér og segir „með tvo leikmenn á þér ættir þú að geta náð boltanum“. Ég benti á að við værum með fleiri bakverði sem gætu hjálpað, og þetta voru bara svona eðlilegar samræður,“ sagði Moorer þegar hún rifjaði upp atvikið sem gerði útslagið varðandi framtíð hennar hjá Fjölni. Hún vildi ekki fara út í hvað Halldór Karl hefði nákvæmlega sagt: „Það sem hann sagði er eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann. Þetta var ástæðulaust. Við vorum bara að tala saman, ekkert rifrildi. Ég veit að ég gerði rétt með því að fara inn í búningsklefa því að þetta gerði mig reiða, en ég er fagmaður og það hefði ekki verið rétt að svara honum í sömu mynt ef við vorum bæði orðin reið. Ég fór því úr þessum aðstæðum sem ég tel að hafi verið hárrétt,“ sagði Moorer. Moorer, sem varð Íslandsmeistari með Keflavík fyrir fjórum árum, er nú í leit að nýju félagi. „Með því að halda áfram hjá félaginu hefði ég opnað á þann möguleika að þetta gæti gerst aftur,“ sagði hún við Karfan.is.
Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sjá meira