Skáldið sem sló í gegn Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 10:57 Amanda Gorman á innsetningarathöfninni í gær. AP/Patrick Semansky Skáldið unga, Amanda Gorman, baslaði við að klára ljóðið „The Hill We Climb“, eða Hæðin sem við klífum, fyrir um tveimur vikum síðan. Hún hafði nýverið fengið tímamótaverkefni og óttaðist að valda því ekki. Sá ótti hennar reyndist ekki á rökum reistur. Gorman var alin upp í Los Angeles og fékk hún fljótt mikinn áhuga á ljóðum. Hún er 22 ára gömul, varð í gær yngsta manneskjan til að lesa ljóð á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna og hefur ljóð hennar og frammistaða vakið gífurlega lukku. Meðal annarra ljóðskálda sem hafa tekið þátt í eru Robert Frost og Maya Angelou. Hlusta má á flutning Gorman hér að neðan. Gorman fékk boð um að flytja ljóð á athöfninni í síðasta mánuði og komst að því að Jill Biden, forsetafrú, hefði heyrt hana flytja ljóð í fyrra og stungið upp á því að hún tæki þátt í athöfninni. Í samtali við New York Times segir Gorman að verkefninu hafi ekki fylgt skilyrði. Hún hefði fengið að skrifa það sem hún vildi. Hún segist hafi samið ljóðið yfir margra daga tímabil og bætt línum við hér og þar. Eftir þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember, vakti hún langt fram á nótt og kláraði ljóðið. Þá bætti hún sérstaklega við kafla um „öfl sem vilji sundra þjóðinni frekar en að deila henni“. Hún segist ekki hafa viljað hunsa það sem Bandaríkjamenn hafi upplifað á undanförnum vikum og jafnvel árum en hafi viljað nota orð sín til að ímynda sér leið til að koma þjóðinni saman. Eins og áður segir vakti Gorman mikla athygli. Fylgjendum hennar á Instagram hefur til að mynda fjölgað úr nokkrum tugum þúsunda í rúmar tvær milljónir. Þá bárust henni kveðjur og hrós úr ýmsum áttum. Meðal ananrs bárust þær frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, Opruh Winfrey og Lin Manuel Miranda. On a day for the history books, @TheAmandaGorman delivered a poem that more than met the moment. Young people like her are proof that "there is always light, if only we're brave enough to see it; if only we're brave enough to be it." pic.twitter.com/mbywtvjtEH— Barack Obama (@BarackObama) January 20, 2021 I have never been prouder to see another young woman rise! Brava Brava, @TheAmandaGorman! Maya Angelou is cheering and so am I. pic.twitter.com/I5HLE0qbPs— Oprah Winfrey (@Oprah) January 20, 2021 YES @TheAmandaGorman!!! -LMM— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) January 20, 2021 Bandaríkin Joe Biden Ljóðlist Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Gorman var alin upp í Los Angeles og fékk hún fljótt mikinn áhuga á ljóðum. Hún er 22 ára gömul, varð í gær yngsta manneskjan til að lesa ljóð á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna og hefur ljóð hennar og frammistaða vakið gífurlega lukku. Meðal annarra ljóðskálda sem hafa tekið þátt í eru Robert Frost og Maya Angelou. Hlusta má á flutning Gorman hér að neðan. Gorman fékk boð um að flytja ljóð á athöfninni í síðasta mánuði og komst að því að Jill Biden, forsetafrú, hefði heyrt hana flytja ljóð í fyrra og stungið upp á því að hún tæki þátt í athöfninni. Í samtali við New York Times segir Gorman að verkefninu hafi ekki fylgt skilyrði. Hún hefði fengið að skrifa það sem hún vildi. Hún segist hafi samið ljóðið yfir margra daga tímabil og bætt línum við hér og þar. Eftir þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember, vakti hún langt fram á nótt og kláraði ljóðið. Þá bætti hún sérstaklega við kafla um „öfl sem vilji sundra þjóðinni frekar en að deila henni“. Hún segist ekki hafa viljað hunsa það sem Bandaríkjamenn hafi upplifað á undanförnum vikum og jafnvel árum en hafi viljað nota orð sín til að ímynda sér leið til að koma þjóðinni saman. Eins og áður segir vakti Gorman mikla athygli. Fylgjendum hennar á Instagram hefur til að mynda fjölgað úr nokkrum tugum þúsunda í rúmar tvær milljónir. Þá bárust henni kveðjur og hrós úr ýmsum áttum. Meðal ananrs bárust þær frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, Opruh Winfrey og Lin Manuel Miranda. On a day for the history books, @TheAmandaGorman delivered a poem that more than met the moment. Young people like her are proof that "there is always light, if only we're brave enough to see it; if only we're brave enough to be it." pic.twitter.com/mbywtvjtEH— Barack Obama (@BarackObama) January 20, 2021 I have never been prouder to see another young woman rise! Brava Brava, @TheAmandaGorman! Maya Angelou is cheering and so am I. pic.twitter.com/I5HLE0qbPs— Oprah Winfrey (@Oprah) January 20, 2021 YES @TheAmandaGorman!!! -LMM— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) January 20, 2021
Bandaríkin Joe Biden Ljóðlist Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira