Umfjöllun: Tindastóll - Valur 71-77 | Valur sóttu tvö stig á Krókinn Árni Jóhannsson skrifar 21. janúar 2021 22:25 Kristófer Acox var stigahæstur Valsmanna í kvöld með 18 stig. Raunar var hann stigahæstur allra leikmanna vallarins. vísir/vilhelm Valur er komið aftur á sigurbraut eftir sex stiga sigur á Tindastól á Sauðárkrók í kvöld. Fyrr í kvöld mættust tvö lið sem sárlega þurft á sigri að halda þó að þetta hafi einungis verið fjórða umferð Dominos deildar karla í körfubolta sem fór af stað. Tindastóll og Valur öttu kappi í Síkinu á Sauðárkrók en bæði lið voru einungis með einn sigur hvort fyrir leik en þetta eru tvö lið sem ætla sér að vera í baráttunni um þann stóra í lok vetrar og árangurinn ekki boðlegur frá þeirra bæjar dyrum séð. Valsmenn fóru með sigur af hólmi í ris litlum leik norðan heiða. Heimamenn í Tindastól byrjuðu leikinn mun betur og náðu að loka á aðgerðir gestanna úr Reykjavík og spila þokkalegan sóknarleik í fyrsta leikhluta. Valsmenn voru í miklum vandræðum sóknarlega og hittu einungis úr 26% skota sinna á fyrstu tíu mínútum leiksins. Heimamenn leiddu eftir fyrsta leikhluta 20-13. Allt annað var upp á teningnum í öðrum leikhluta en Valsmenn voru greinilega búnir að hrista af sér bílferðina norður og léku virkilega vel í leikhlutanum. Jón Arnór Stefánsson fór fyrir sínum mönnum og skoraði úr þremur þristum í röð í upphafi leikhluta, gaf tóninn og Valsmenn lokuðu vörninni sinni og spiluðu fantagóða vörn þannig að Stólarnir skoruðu ekki nema 13 stig í öðrum leikhluta. Stólarnir á móti koðnuðu algjörlega niður og leyfðu gestunum að skora 25 stig í leikhlutanum sem leiddu 33-38 í hálfleik. Valsmenn allt að því kláruðu leikinn í þriðja leikhlutanum en þeir héldu áfram að gera það sem þeir voru að gera vel og voru komnir með 14 stiga forskot þegar skammt var eftir af leikhlutanum. Stólarnir náðu örlítið að klóra í bakkann en staðan að þriðja leikhluta loknum var 51-60. Fjórði leikhluti var rislítill og Valsmenn héldu Stólunum fyrir aftan sig allan tímann. Öllum áhlaupum Stólanna var svarað með jöfnu framlagi af stigum og því endaði leikurinn í 71-77 í leik sem aldrei varð spennandi eða skemmtilegur. Valsmönnum er nákvæmlega sama því þeir setja stigin tvö í farangursrými langferðabifreiðarinnar sem þeir ferðast í og bruna með þau suður. Af hverju vann Valur? Oft er talað um að lið annað hvort tapi eð vinni leiki í íþróttum. Í þetta sinn myndi ég segja að Valsmenn hafi unnið þennan leik. Þeir léku nálægt eðlilegri getu og gerðu nóg til að vinna. Þeir fengu hinsvegar mikla hjálp frá Stólunum sem voru alveg afleitir á löngum stundum í leiknum. Það vantaði að sjálfsögðu Shawn Glover í lið þeirra og þá var Nick Tomsick, ásamt fleirum, andlega fjarverandi en kappinn skoraði 12 stig þar sem sex þeirra komu af vítalínunni og hann hitti ekki nema tveimur skotum af 15 utan af velli ásamt því að tapa sex boltum. Tölfræði sem vekur athygli Valsmenn voru yfir í flestum tölfræði þáttum í kvöld og þá sérstaklega þeim sem hjálpa liðum að vinna. Þeir töpuðu færri boltum og skoruðu mikið fleiri stig eftir að Stólarnir töpuðu boltanum eða 19 á móti 12. Bæði lið náðu í 10 sóknarfráköst en Valsmenn skoruðu hinsvegar 17 stig eftir sóknarfráköst á móti fjórum þannig stigum frá heimamönnum. Bestir á vellinum? Eins og áður segir þá var leikurinn ekki rismikill og erfitt að velja besta manninn. Kristófer Acox var framlagshæstur en hann skoraði 18 stig, tók níu fráköst og stal fimm boltum. Jón Arnór og Pavel lögðu sín lóð á vogaskálarnar. Hjá Stólunum var Jaka Brodnik bestur skv. framlaginu en hann skoraði 16 stig og tók átta fráköst. Hvað næst? Stólarnir fá frábært tækifæri til að kvitta fyrir tvo tapleiki í röð en þeir þurfa að etja kappi við Hött í næstu umferð. Leikurinn fer fram á Egilsstöðum en Hattarmenn eru sýnd veiði en ekki gefin. Valsmenn taka hinsvegar á móti Njarðvíkingum á sunnudaginn og það er tækifæri á að sauma saman tvo sigurleiki í röð. Dominos-deild karla Tindastóll Valur
Valur er komið aftur á sigurbraut eftir sex stiga sigur á Tindastól á Sauðárkrók í kvöld. Fyrr í kvöld mættust tvö lið sem sárlega þurft á sigri að halda þó að þetta hafi einungis verið fjórða umferð Dominos deildar karla í körfubolta sem fór af stað. Tindastóll og Valur öttu kappi í Síkinu á Sauðárkrók en bæði lið voru einungis með einn sigur hvort fyrir leik en þetta eru tvö lið sem ætla sér að vera í baráttunni um þann stóra í lok vetrar og árangurinn ekki boðlegur frá þeirra bæjar dyrum séð. Valsmenn fóru með sigur af hólmi í ris litlum leik norðan heiða. Heimamenn í Tindastól byrjuðu leikinn mun betur og náðu að loka á aðgerðir gestanna úr Reykjavík og spila þokkalegan sóknarleik í fyrsta leikhluta. Valsmenn voru í miklum vandræðum sóknarlega og hittu einungis úr 26% skota sinna á fyrstu tíu mínútum leiksins. Heimamenn leiddu eftir fyrsta leikhluta 20-13. Allt annað var upp á teningnum í öðrum leikhluta en Valsmenn voru greinilega búnir að hrista af sér bílferðina norður og léku virkilega vel í leikhlutanum. Jón Arnór Stefánsson fór fyrir sínum mönnum og skoraði úr þremur þristum í röð í upphafi leikhluta, gaf tóninn og Valsmenn lokuðu vörninni sinni og spiluðu fantagóða vörn þannig að Stólarnir skoruðu ekki nema 13 stig í öðrum leikhluta. Stólarnir á móti koðnuðu algjörlega niður og leyfðu gestunum að skora 25 stig í leikhlutanum sem leiddu 33-38 í hálfleik. Valsmenn allt að því kláruðu leikinn í þriðja leikhlutanum en þeir héldu áfram að gera það sem þeir voru að gera vel og voru komnir með 14 stiga forskot þegar skammt var eftir af leikhlutanum. Stólarnir náðu örlítið að klóra í bakkann en staðan að þriðja leikhluta loknum var 51-60. Fjórði leikhluti var rislítill og Valsmenn héldu Stólunum fyrir aftan sig allan tímann. Öllum áhlaupum Stólanna var svarað með jöfnu framlagi af stigum og því endaði leikurinn í 71-77 í leik sem aldrei varð spennandi eða skemmtilegur. Valsmönnum er nákvæmlega sama því þeir setja stigin tvö í farangursrými langferðabifreiðarinnar sem þeir ferðast í og bruna með þau suður. Af hverju vann Valur? Oft er talað um að lið annað hvort tapi eð vinni leiki í íþróttum. Í þetta sinn myndi ég segja að Valsmenn hafi unnið þennan leik. Þeir léku nálægt eðlilegri getu og gerðu nóg til að vinna. Þeir fengu hinsvegar mikla hjálp frá Stólunum sem voru alveg afleitir á löngum stundum í leiknum. Það vantaði að sjálfsögðu Shawn Glover í lið þeirra og þá var Nick Tomsick, ásamt fleirum, andlega fjarverandi en kappinn skoraði 12 stig þar sem sex þeirra komu af vítalínunni og hann hitti ekki nema tveimur skotum af 15 utan af velli ásamt því að tapa sex boltum. Tölfræði sem vekur athygli Valsmenn voru yfir í flestum tölfræði þáttum í kvöld og þá sérstaklega þeim sem hjálpa liðum að vinna. Þeir töpuðu færri boltum og skoruðu mikið fleiri stig eftir að Stólarnir töpuðu boltanum eða 19 á móti 12. Bæði lið náðu í 10 sóknarfráköst en Valsmenn skoruðu hinsvegar 17 stig eftir sóknarfráköst á móti fjórum þannig stigum frá heimamönnum. Bestir á vellinum? Eins og áður segir þá var leikurinn ekki rismikill og erfitt að velja besta manninn. Kristófer Acox var framlagshæstur en hann skoraði 18 stig, tók níu fráköst og stal fimm boltum. Jón Arnór og Pavel lögðu sín lóð á vogaskálarnar. Hjá Stólunum var Jaka Brodnik bestur skv. framlaginu en hann skoraði 16 stig og tók átta fráköst. Hvað næst? Stólarnir fá frábært tækifæri til að kvitta fyrir tvo tapleiki í röð en þeir þurfa að etja kappi við Hött í næstu umferð. Leikurinn fer fram á Egilsstöðum en Hattarmenn eru sýnd veiði en ekki gefin. Valsmenn taka hinsvegar á móti Njarðvíkingum á sunnudaginn og það er tækifæri á að sauma saman tvo sigurleiki í röð.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum