Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2021 10:19 Nýtt afbrigði af nýju kórónuveirunni er talið hafa fundist í Þýskalandi í gær. AP/Michael Sohn Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. Í Bandaríkjunum óttast ráðamenn að nýtt afbrigði, sem smitast auðveldar á milli fólks og greindist fyrst í Bretlandi, verði ráðandi afbrigðið þar í landi fyrir mars. Það afbrigði virðist ekki valda verri veikindum en mun leiða til frekari dauðsfalla samhliða fjölgun smitaðra. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur varað við því að þjóðin sé mögulega að fara inn í erfitt tímabil þar sem smituðum gæti fjölgað með veldisvexti, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Samkvæmt sérfræðingum sem AP hefur rætt við eru ekki uppi vísbendingar um að bóluefni virki ekki á nýju afbrigðin. Hins vegar hafi vísbendingar sést um að ný afbrigði gætu gert skimun erfiðari og dragi sömuleiðis úr virkni mótefnalyfja í meðferð vegna Covid-19. Kapphlaup við tímann og afbrigði Dr. Pardis Sabeti sagði heiminn í kappi við tímann því veiran gæti rambað á stökkbreytingu sem gerði hana mun hættulegri. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvatti til þess á föstudaginn að eftirlit eftir nýjum afbrigðum yrði aukið um heiminn og erfðamengi veirunnar raðgreitt meira. Fyrsta afbrigðið af Covid-19 greindist í mars, nokkrum mánuðum eftir að veiran greindist fyrst í Kína. Það afbrigði var kallað D614G og dreifðist auðveldar en upprunalegi stofninn. Nú er það afbrigði ráðandi í heiminum. Afbrigðum virðist þó hafa fjölgað tiltölulega hratt að undanförnu. Einn sérfræðingur sem AP vitnar í sagði nýverið að það að minnst þrjú ný afbrigði hefðu greinst frá því í september gæfi til kynna fleiri afbrigði væru líkleg til að skjóta upp kollinum. Þau afbrigði greindust fyrst í Bretlandi, Suður-Afríku og Brasilíu. Nýtt afbrigði í Þýskalandi Í gær bárust fregnir af því að enn eitt afbrigði hefði greinst í Þýskalandi. Það greindist meðal 35 sjúklinga á sjúkrahúsi í bænum Garmisch-Partenkirchen. Það afbrigði hefur þó ekki verið raðgreint enn. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði nýverið að raðgreining væri ekki nægjanleg þar í landi og þar þyrfti að gefa í. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Fleiri bólusettir fyrir veirunni en hafa smitast á Bretlandi Fleiri hafa nú verið bólusettir fyrir kórónuveirunni en hafa greinst smitaðir á Bretlandi. Nú hafa meira en 3,5 milljónir Breta fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar við veirunni og þegar hafa 447 þúsund fengið báða skammta. Hingað til hafa 3,3 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni á Bretlandi. 16. janúar 2021 22:50 Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Óttast að missa stjórn á nýja afbrigðinu í Evrópu Forsvarsmenn Evrópusambandsins óttast að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem virðist smitast auðveldar á milli manna, nái stjórnlausri dreifingu Í Evrópu. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, segir að dreifingu afbrigðisins verði að stöðva með öllum ráðum. 13. janúar 2021 23:20 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Í Bandaríkjunum óttast ráðamenn að nýtt afbrigði, sem smitast auðveldar á milli fólks og greindist fyrst í Bretlandi, verði ráðandi afbrigðið þar í landi fyrir mars. Það afbrigði virðist ekki valda verri veikindum en mun leiða til frekari dauðsfalla samhliða fjölgun smitaðra. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur varað við því að þjóðin sé mögulega að fara inn í erfitt tímabil þar sem smituðum gæti fjölgað með veldisvexti, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Samkvæmt sérfræðingum sem AP hefur rætt við eru ekki uppi vísbendingar um að bóluefni virki ekki á nýju afbrigðin. Hins vegar hafi vísbendingar sést um að ný afbrigði gætu gert skimun erfiðari og dragi sömuleiðis úr virkni mótefnalyfja í meðferð vegna Covid-19. Kapphlaup við tímann og afbrigði Dr. Pardis Sabeti sagði heiminn í kappi við tímann því veiran gæti rambað á stökkbreytingu sem gerði hana mun hættulegri. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvatti til þess á föstudaginn að eftirlit eftir nýjum afbrigðum yrði aukið um heiminn og erfðamengi veirunnar raðgreitt meira. Fyrsta afbrigðið af Covid-19 greindist í mars, nokkrum mánuðum eftir að veiran greindist fyrst í Kína. Það afbrigði var kallað D614G og dreifðist auðveldar en upprunalegi stofninn. Nú er það afbrigði ráðandi í heiminum. Afbrigðum virðist þó hafa fjölgað tiltölulega hratt að undanförnu. Einn sérfræðingur sem AP vitnar í sagði nýverið að það að minnst þrjú ný afbrigði hefðu greinst frá því í september gæfi til kynna fleiri afbrigði væru líkleg til að skjóta upp kollinum. Þau afbrigði greindust fyrst í Bretlandi, Suður-Afríku og Brasilíu. Nýtt afbrigði í Þýskalandi Í gær bárust fregnir af því að enn eitt afbrigði hefði greinst í Þýskalandi. Það greindist meðal 35 sjúklinga á sjúkrahúsi í bænum Garmisch-Partenkirchen. Það afbrigði hefur þó ekki verið raðgreint enn. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði nýverið að raðgreining væri ekki nægjanleg þar í landi og þar þyrfti að gefa í.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Fleiri bólusettir fyrir veirunni en hafa smitast á Bretlandi Fleiri hafa nú verið bólusettir fyrir kórónuveirunni en hafa greinst smitaðir á Bretlandi. Nú hafa meira en 3,5 milljónir Breta fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar við veirunni og þegar hafa 447 þúsund fengið báða skammta. Hingað til hafa 3,3 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni á Bretlandi. 16. janúar 2021 22:50 Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Óttast að missa stjórn á nýja afbrigðinu í Evrópu Forsvarsmenn Evrópusambandsins óttast að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem virðist smitast auðveldar á milli manna, nái stjórnlausri dreifingu Í Evrópu. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, segir að dreifingu afbrigðisins verði að stöðva með öllum ráðum. 13. janúar 2021 23:20 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02
Fleiri bólusettir fyrir veirunni en hafa smitast á Bretlandi Fleiri hafa nú verið bólusettir fyrir kórónuveirunni en hafa greinst smitaðir á Bretlandi. Nú hafa meira en 3,5 milljónir Breta fengið fyrsta skammt bólusetningarinnar við veirunni og þegar hafa 447 þúsund fengið báða skammta. Hingað til hafa 3,3 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni á Bretlandi. 16. janúar 2021 22:50
Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17
Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26
Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27
Óttast að missa stjórn á nýja afbrigðinu í Evrópu Forsvarsmenn Evrópusambandsins óttast að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem virðist smitast auðveldar á milli manna, nái stjórnlausri dreifingu Í Evrópu. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, segir að dreifingu afbrigðisins verði að stöðva með öllum ráðum. 13. janúar 2021 23:20