Einkunnir strákanna okkar á móti Alsír: Gísli og Bjarki bestir af mörgum góðum Íþróttadeild skrifar 16. janúar 2021 22:05 Björgvin Páll Gústavsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson áttu báðir flottan leik í kvöld en þeir taka hér á móti Bjarka Má Elíssyni sem var valinn maður leiksins af IHF. EPA-EFE/Khaled Elfiqi / POOL Það voru margir að spila vel í íslenska landsliðinu í stórsigri á Alsírbúum og tveir leikmenn fengu fullt hús í einkunnagjöf okkar. Íslenska handboltalandsliðið vann glæsilegan fimmtán marka stórsigur á Alsír, 39-24, í öðrum leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi Íslensku strákarnir sýndu það frá fyrstu mínútu að þar fóru leikmenn sem ætluðu að gera miklu betri en í Portúgalsleiknum. Fyrri hálfleikurinn var líka næstum því fullkominn og eftir hann var íslenska liðið með tólf marka forystu. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og tólf marka maðurinn Bjarki Már Elísson voru bestu leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Bjarki nýtti bæði færin og vítin sín vel en það var Gísli sem öðrum fremur kom öllu á hreyfingu í vel heppnuðum sóknarleik íslenska liðsins. Gísli Þorgeir leit ekki vel út í fyrstu leikjum ársins en hefur spilað betur og betur með hverjum leik. Bjarki er að sýna okkur af hverju hann er mesti markaskorarinn í þýsku deildinni. Björgvin Páll Gústavsson kom líka flottur inn eftir að hafa verið utan hóps á móti Portúgal. Björgvin varði vel frá byrjun og hélt það út allan leikinn. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Alsír: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5 (16 varin skot. 1 mark- 55:08 mín.) Björgvin átti frábæran leik. Akkúrat það sem liðið þurfti á að halda. Markvarslan í fyrri hálfleik, sérstaklega, gaf liðinu trúna sem þurfti. Átti líka þátt í þremur mörkum með einu marki og tveimur stoðsendingum. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 6 (12 mörk - 42:52 mín.) Stórkostlegur leikur. Var einbeittur og áræðinn allan leikinn. Skemmtikraftur af guðs náð. Nýtti færin frábærlega og var um tíma með jafnmörg mörk og allt liðið hjá Alsír. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (0 mörk - 19:58 mín.) Það reyndi ekki mikið á Elvar í sóknarleiknum. Fékk þá hvíld sem hann þurfti eftir mikið álag í leikjunum á undan. Varnarleikurinn var enn og aftur frábær hjá Elvari. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 6 (3 mörk - 28:32 mín.) Var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður íslenska liðsins í þessum leik. Leikskilningur og sendingageta var upp á tíu. Smjattaði á framliggjandi vörn Alsírbúa. Leikmaður sem getur komist í fremstu röð í heiminum í sinni stöðu. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 12:46 mín.) Viggó átti skínandi góðan leik. Svaraði fyrir sig eftir slaka frammistöðu gegn Portúgal. Það er alls ekki einfalt að koma til baka en það gerði Viggó svo sannarlega. Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 4 (2 mörk - 29:55 mín.) Lék í fyrri hálfleik og skilaði sínu hnökralítið. Var þó með það á samviskunni að klikka á eina skoti liðsins í hálfleiknum. Virðist njóta þess að bera fyrirliðabandið. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 5 (1 mark - 42:55 mín.) Frábær leikur hjá Arnari. Var gríðarlega öflugur í varnarleiknum og ljóst að eftir að hann hóf leik í Þýskalandi er hann að verða alvöru þristur eins og þeir gerast bestir. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 5 (7 stopp - 40:10 mín.) Ýmir stóð sína vakt hnökralítið sem fyrr. Fékk tvisvar sinnum tvær mínútu snemma eins og á móti Portúgal en hagaði sér skynsamlega eftir það. Hefur tekið ótrúlegum framförum. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 5 (6 mörk - 36:03 mín.) Ólafur átti frábæran leik á báðum endum vallarins. Fékk traustið frá þjálfaranum og skilaði sinni vinnu upp á tíu. Skoraði góð mörk og spilaði félaga sína uppi. Meira af þessu Ólafur. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (2 mörk - 30:00 mín.) Kom inn í síðari hálfleik og skilar alltaf góðu verki. Maður bíður eftir stórleiknum frá honum. Hann er vonandi í augsýn. Leikmaður með frábæra tækni og getur náð enn lengra en hann hefur gert hingað til. Alexander Petersson, hægri skytta - 5 (4 mörk - 33:55 mín.) Alexander átti afbragðsleik í sókn og vörn. Geislar af leikgleði, var skynsamur og fór ekki fram úr sjálfum sér. Eigum vonandi eftir að sjá hann enn sterkari í framhaldinu. Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (2 mörk - 15:24 mín.) Elliði átti fína innkomu í sínum öðrum leik á stóra sviðinu. Skoraði tvö góð mörk en fékk óþarfa rautt spjald. Keppnismaður sem smitar út frá sér. Oddur Grétarsson, vinstra horn - 4 (3 mörk - 16:17 mín.) Frábært að Oddur fékk tækifærið. Leikmaður sem hefur beðið lengi eftir tækifæri sínu með íslenska landsliðinu. Skilaði því sem að honum var rétt og gerði það vel. Magnús Óli Magnússon, leikstjórnandi - 3 (0 mörk - 3:37 mín.) Magnús Óli spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti. Leikmaður sem hefur slegið í gegn í Olís deildinni og vonandi fær hann fleiri tækifæri til að sýna sig og sanna með íslenska landsliðinu. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3 (0 mörk - 12:09 mín.) Ómar kom inn í síðari hluta síðari hálfleik. Gerði engar rósir. Við bíðum eftir því að hann springi út eins og hann hefur gert með Magdeburg í Þýskalandi. Það styttist í það með landsliðinu. Ágúst Elí Björgvinsson, mark - spilaði of lítið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Varnarleikur íslenska liðsins var stórkostlegur og vel upp settur hjá landsliðsþjálfaranum. Fær plús í kladdann fyrir það að láta Björgvin Pál byrja. Ekki einfalt mál fyrir þjálfara að ná upp stemmningu og styrk eftir vonbrigðin gegn Portúgal. Sóknarleikurinn var hreint afbragð lengst af. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. 14. janúar 2021 22:11 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Nær fullkominn fyrri hálfleikur í stórsigri Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fimmtán marka stórsigur á Alsír, 39-24, í öðrum leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu 2021 í Egyptalandi. Svona lítur tölfræðin út. 16. janúar 2021 21:34 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann glæsilegan fimmtán marka stórsigur á Alsír, 39-24, í öðrum leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi Íslensku strákarnir sýndu það frá fyrstu mínútu að þar fóru leikmenn sem ætluðu að gera miklu betri en í Portúgalsleiknum. Fyrri hálfleikurinn var líka næstum því fullkominn og eftir hann var íslenska liðið með tólf marka forystu. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og tólf marka maðurinn Bjarki Már Elísson voru bestu leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Bjarki nýtti bæði færin og vítin sín vel en það var Gísli sem öðrum fremur kom öllu á hreyfingu í vel heppnuðum sóknarleik íslenska liðsins. Gísli Þorgeir leit ekki vel út í fyrstu leikjum ársins en hefur spilað betur og betur með hverjum leik. Bjarki er að sýna okkur af hverju hann er mesti markaskorarinn í þýsku deildinni. Björgvin Páll Gústavsson kom líka flottur inn eftir að hafa verið utan hóps á móti Portúgal. Björgvin varði vel frá byrjun og hélt það út allan leikinn. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Alsír: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5 (16 varin skot. 1 mark- 55:08 mín.) Björgvin átti frábæran leik. Akkúrat það sem liðið þurfti á að halda. Markvarslan í fyrri hálfleik, sérstaklega, gaf liðinu trúna sem þurfti. Átti líka þátt í þremur mörkum með einu marki og tveimur stoðsendingum. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 6 (12 mörk - 42:52 mín.) Stórkostlegur leikur. Var einbeittur og áræðinn allan leikinn. Skemmtikraftur af guðs náð. Nýtti færin frábærlega og var um tíma með jafnmörg mörk og allt liðið hjá Alsír. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (0 mörk - 19:58 mín.) Það reyndi ekki mikið á Elvar í sóknarleiknum. Fékk þá hvíld sem hann þurfti eftir mikið álag í leikjunum á undan. Varnarleikurinn var enn og aftur frábær hjá Elvari. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 6 (3 mörk - 28:32 mín.) Var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður íslenska liðsins í þessum leik. Leikskilningur og sendingageta var upp á tíu. Smjattaði á framliggjandi vörn Alsírbúa. Leikmaður sem getur komist í fremstu röð í heiminum í sinni stöðu. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 12:46 mín.) Viggó átti skínandi góðan leik. Svaraði fyrir sig eftir slaka frammistöðu gegn Portúgal. Það er alls ekki einfalt að koma til baka en það gerði Viggó svo sannarlega. Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 4 (2 mörk - 29:55 mín.) Lék í fyrri hálfleik og skilaði sínu hnökralítið. Var þó með það á samviskunni að klikka á eina skoti liðsins í hálfleiknum. Virðist njóta þess að bera fyrirliðabandið. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 5 (1 mark - 42:55 mín.) Frábær leikur hjá Arnari. Var gríðarlega öflugur í varnarleiknum og ljóst að eftir að hann hóf leik í Þýskalandi er hann að verða alvöru þristur eins og þeir gerast bestir. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 5 (7 stopp - 40:10 mín.) Ýmir stóð sína vakt hnökralítið sem fyrr. Fékk tvisvar sinnum tvær mínútu snemma eins og á móti Portúgal en hagaði sér skynsamlega eftir það. Hefur tekið ótrúlegum framförum. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 5 (6 mörk - 36:03 mín.) Ólafur átti frábæran leik á báðum endum vallarins. Fékk traustið frá þjálfaranum og skilaði sinni vinnu upp á tíu. Skoraði góð mörk og spilaði félaga sína uppi. Meira af þessu Ólafur. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (2 mörk - 30:00 mín.) Kom inn í síðari hálfleik og skilar alltaf góðu verki. Maður bíður eftir stórleiknum frá honum. Hann er vonandi í augsýn. Leikmaður með frábæra tækni og getur náð enn lengra en hann hefur gert hingað til. Alexander Petersson, hægri skytta - 5 (4 mörk - 33:55 mín.) Alexander átti afbragðsleik í sókn og vörn. Geislar af leikgleði, var skynsamur og fór ekki fram úr sjálfum sér. Eigum vonandi eftir að sjá hann enn sterkari í framhaldinu. Elliði Snær Viðarsson, lína - 4 (2 mörk - 15:24 mín.) Elliði átti fína innkomu í sínum öðrum leik á stóra sviðinu. Skoraði tvö góð mörk en fékk óþarfa rautt spjald. Keppnismaður sem smitar út frá sér. Oddur Grétarsson, vinstra horn - 4 (3 mörk - 16:17 mín.) Frábært að Oddur fékk tækifærið. Leikmaður sem hefur beðið lengi eftir tækifæri sínu með íslenska landsliðinu. Skilaði því sem að honum var rétt og gerði það vel. Magnús Óli Magnússon, leikstjórnandi - 3 (0 mörk - 3:37 mín.) Magnús Óli spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti. Leikmaður sem hefur slegið í gegn í Olís deildinni og vonandi fær hann fleiri tækifæri til að sýna sig og sanna með íslenska landsliðinu. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3 (0 mörk - 12:09 mín.) Ómar kom inn í síðari hluta síðari hálfleik. Gerði engar rósir. Við bíðum eftir því að hann springi út eins og hann hefur gert með Magdeburg í Þýskalandi. Það styttist í það með landsliðinu. Ágúst Elí Björgvinsson, mark - spilaði of lítið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Varnarleikur íslenska liðsins var stórkostlegur og vel upp settur hjá landsliðsþjálfaranum. Fær plús í kladdann fyrir það að láta Björgvin Pál byrja. Ekki einfalt mál fyrir þjálfara að ná upp stemmningu og styrk eftir vonbrigðin gegn Portúgal. Sóknarleikurinn var hreint afbragð lengst af. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. 14. janúar 2021 22:11 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Nær fullkominn fyrri hálfleikur í stórsigri Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fimmtán marka stórsigur á Alsír, 39-24, í öðrum leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu 2021 í Egyptalandi. Svona lítur tölfræðin út. 16. janúar 2021 21:34 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. 14. janúar 2021 22:11
Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Nær fullkominn fyrri hálfleikur í stórsigri Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fimmtán marka stórsigur á Alsír, 39-24, í öðrum leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu 2021 í Egyptalandi. Svona lítur tölfræðin út. 16. janúar 2021 21:34