Erlent

Varð á undan John Snorra á toppinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
K2 er næsthæsta fjall í heimi og hafði enginn náð tindi þess að vetrarlagi, fyrr en nú.
K2 er næsthæsta fjall í heimi og hafði enginn náð tindi þess að vetrarlagi, fyrr en nú. Getty

Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til.

„Loksins gerðum við það. Við höfum markað spor í sögu fjallamensku,“ skrifar Gyalje á Facebook-síðu sína.

Samkvæmt fjallgönguvefsíðunni Smell of the Mountain kom hópur fjallagarpsins saman um tíu metrum fyrir neðan tindinn og söng nepalska þjóðsönginn á leið upp síðasta spölinn.


Tengdar fréttir

Keppinautur Johns Snorra nálgast tindinn óðfluga

Nepalski fjallagarpurinn Mingma Gyalje segist hársbreidd frá því að ná tindi K2. Enginn hefur áður klifið tindinn að vetri til. Hinn íslenski John Snorri Guðjónsson freistar þess einnig að ná tindinum um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×