„Kristín drottning tekur þetta að sér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2021 11:31 Kristín Guðmunsdóttir í leik með HK-liðinu. Vísir/Bára HK þarf væntanlega að treysta á aldursforseta deildarinnar eftir að lykilmaður Kópavogsliðsins datt út á dögunum. Svava Kristín Grétarsdóttir og sérfræðingar hennar í Seinni bylgjunni fóru yfir breytingarnar á Olís deild kvenna í handbolta síðan að síðast var spilað í deildinni fyrir meira en hundrað dögum síðan. Svava Kristín var með sérfræðingana Sunnevu Einarsdóttur og Þorgerði Önnu Atladóttur með sér í þættinum og þær tóku meðal annars fyrir lið HK sem mætir með breytt lið. Kvennalið HK varð nefnilega fyrir mikilli blóðtöku á meðan ekkert var spilað í þrjá mánuði í Olís deild kvenna í handbolta. „Það eru talsverðar breytingar á liði HK. Þar er ansi stór leikmaður sem er dottin út því Vala Þorsteins er ólétt og hún verður ekki meira með,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir skoraði fjórtán mörk í fyrstu þremur leikjum HK á leiktíðinni. „Þetta er stór biti og það er enginn að fara fylla upp í hennar skarð,“ sagði Sunneva Einarsdóttir en Þorgerður Anna Atladóttir var þá fljót að minna hana á eitt. „Kristín drottning stígur fram og tekur þetta að sér,“ sagði Þorgerður Anna og Sunneva tók undir það. Þar erum við að tala um reynsluboltann Kristínu Guðmundsdóttir sem verður 43 ára gömul í sumar. Klippa: Seinni bylgjan: Breytingar hjá kvennaliði HK „Hún tekur þetta að sér og gerir það vel. Hún mun stjórna þessu,“ sagði Sunneva. „Eins og við vorum búnar að tala um þá var Vala lykilleikmaður í þessu liði og hún stjórnaði sóknarleiknum og sá um þetta,“ sagði Þorgerður Anna. „Stjórnaði hljómsveit og kór,“ skaut Sunneva inn í. „Hvað munar tuttugu árum á Völu og Kristínu,“ spurði þá Svava Kristín og bætti við. „Við vitum öll hvernig Kristín er. Hún er geggjuð og rífur alla áfram. Það er fáránlegt hvað hún er ennþá góð en hún er samt orðin þetta gömul. Hún er á fimmtugsaldri,“ sagði Svava Kristín. „Hún er komin á þennan aldur og hefur aðeins dregið sig í hlé síðustu tvö tímabil. Hún hefur verið meira í vörninni. Svo á hún aftur að koma inn núna og á þá að setja allt á herðarnar á henni? Ég er ekki viss um að það myndi gangi eitthvað svakalega vel,“ sagði Þorgerður Anna. Það má sjá umfjöllun þeirra um missi HK hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan HK Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir og sérfræðingar hennar í Seinni bylgjunni fóru yfir breytingarnar á Olís deild kvenna í handbolta síðan að síðast var spilað í deildinni fyrir meira en hundrað dögum síðan. Svava Kristín var með sérfræðingana Sunnevu Einarsdóttur og Þorgerði Önnu Atladóttur með sér í þættinum og þær tóku meðal annars fyrir lið HK sem mætir með breytt lið. Kvennalið HK varð nefnilega fyrir mikilli blóðtöku á meðan ekkert var spilað í þrjá mánuði í Olís deild kvenna í handbolta. „Það eru talsverðar breytingar á liði HK. Þar er ansi stór leikmaður sem er dottin út því Vala Þorsteins er ólétt og hún verður ekki meira með,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir skoraði fjórtán mörk í fyrstu þremur leikjum HK á leiktíðinni. „Þetta er stór biti og það er enginn að fara fylla upp í hennar skarð,“ sagði Sunneva Einarsdóttir en Þorgerður Anna Atladóttir var þá fljót að minna hana á eitt. „Kristín drottning stígur fram og tekur þetta að sér,“ sagði Þorgerður Anna og Sunneva tók undir það. Þar erum við að tala um reynsluboltann Kristínu Guðmundsdóttir sem verður 43 ára gömul í sumar. Klippa: Seinni bylgjan: Breytingar hjá kvennaliði HK „Hún tekur þetta að sér og gerir það vel. Hún mun stjórna þessu,“ sagði Sunneva. „Eins og við vorum búnar að tala um þá var Vala lykilleikmaður í þessu liði og hún stjórnaði sóknarleiknum og sá um þetta,“ sagði Þorgerður Anna. „Stjórnaði hljómsveit og kór,“ skaut Sunneva inn í. „Hvað munar tuttugu árum á Völu og Kristínu,“ spurði þá Svava Kristín og bætti við. „Við vitum öll hvernig Kristín er. Hún er geggjuð og rífur alla áfram. Það er fáránlegt hvað hún er ennþá góð en hún er samt orðin þetta gömul. Hún er á fimmtugsaldri,“ sagði Svava Kristín. „Hún er komin á þennan aldur og hefur aðeins dregið sig í hlé síðustu tvö tímabil. Hún hefur verið meira í vörninni. Svo á hún aftur að koma inn núna og á þá að setja allt á herðarnar á henni? Ég er ekki viss um að það myndi gangi eitthvað svakalega vel,“ sagði Þorgerður Anna. Það má sjá umfjöllun þeirra um missi HK hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan HK Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira