„Kristín drottning tekur þetta að sér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2021 11:31 Kristín Guðmunsdóttir í leik með HK-liðinu. Vísir/Bára HK þarf væntanlega að treysta á aldursforseta deildarinnar eftir að lykilmaður Kópavogsliðsins datt út á dögunum. Svava Kristín Grétarsdóttir og sérfræðingar hennar í Seinni bylgjunni fóru yfir breytingarnar á Olís deild kvenna í handbolta síðan að síðast var spilað í deildinni fyrir meira en hundrað dögum síðan. Svava Kristín var með sérfræðingana Sunnevu Einarsdóttur og Þorgerði Önnu Atladóttur með sér í þættinum og þær tóku meðal annars fyrir lið HK sem mætir með breytt lið. Kvennalið HK varð nefnilega fyrir mikilli blóðtöku á meðan ekkert var spilað í þrjá mánuði í Olís deild kvenna í handbolta. „Það eru talsverðar breytingar á liði HK. Þar er ansi stór leikmaður sem er dottin út því Vala Þorsteins er ólétt og hún verður ekki meira með,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir skoraði fjórtán mörk í fyrstu þremur leikjum HK á leiktíðinni. „Þetta er stór biti og það er enginn að fara fylla upp í hennar skarð,“ sagði Sunneva Einarsdóttir en Þorgerður Anna Atladóttir var þá fljót að minna hana á eitt. „Kristín drottning stígur fram og tekur þetta að sér,“ sagði Þorgerður Anna og Sunneva tók undir það. Þar erum við að tala um reynsluboltann Kristínu Guðmundsdóttir sem verður 43 ára gömul í sumar. Klippa: Seinni bylgjan: Breytingar hjá kvennaliði HK „Hún tekur þetta að sér og gerir það vel. Hún mun stjórna þessu,“ sagði Sunneva. „Eins og við vorum búnar að tala um þá var Vala lykilleikmaður í þessu liði og hún stjórnaði sóknarleiknum og sá um þetta,“ sagði Þorgerður Anna. „Stjórnaði hljómsveit og kór,“ skaut Sunneva inn í. „Hvað munar tuttugu árum á Völu og Kristínu,“ spurði þá Svava Kristín og bætti við. „Við vitum öll hvernig Kristín er. Hún er geggjuð og rífur alla áfram. Það er fáránlegt hvað hún er ennþá góð en hún er samt orðin þetta gömul. Hún er á fimmtugsaldri,“ sagði Svava Kristín. „Hún er komin á þennan aldur og hefur aðeins dregið sig í hlé síðustu tvö tímabil. Hún hefur verið meira í vörninni. Svo á hún aftur að koma inn núna og á þá að setja allt á herðarnar á henni? Ég er ekki viss um að það myndi gangi eitthvað svakalega vel,“ sagði Þorgerður Anna. Það má sjá umfjöllun þeirra um missi HK hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan HK Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir og sérfræðingar hennar í Seinni bylgjunni fóru yfir breytingarnar á Olís deild kvenna í handbolta síðan að síðast var spilað í deildinni fyrir meira en hundrað dögum síðan. Svava Kristín var með sérfræðingana Sunnevu Einarsdóttur og Þorgerði Önnu Atladóttur með sér í þættinum og þær tóku meðal annars fyrir lið HK sem mætir með breytt lið. Kvennalið HK varð nefnilega fyrir mikilli blóðtöku á meðan ekkert var spilað í þrjá mánuði í Olís deild kvenna í handbolta. „Það eru talsverðar breytingar á liði HK. Þar er ansi stór leikmaður sem er dottin út því Vala Þorsteins er ólétt og hún verður ekki meira með,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir skoraði fjórtán mörk í fyrstu þremur leikjum HK á leiktíðinni. „Þetta er stór biti og það er enginn að fara fylla upp í hennar skarð,“ sagði Sunneva Einarsdóttir en Þorgerður Anna Atladóttir var þá fljót að minna hana á eitt. „Kristín drottning stígur fram og tekur þetta að sér,“ sagði Þorgerður Anna og Sunneva tók undir það. Þar erum við að tala um reynsluboltann Kristínu Guðmundsdóttir sem verður 43 ára gömul í sumar. Klippa: Seinni bylgjan: Breytingar hjá kvennaliði HK „Hún tekur þetta að sér og gerir það vel. Hún mun stjórna þessu,“ sagði Sunneva. „Eins og við vorum búnar að tala um þá var Vala lykilleikmaður í þessu liði og hún stjórnaði sóknarleiknum og sá um þetta,“ sagði Þorgerður Anna. „Stjórnaði hljómsveit og kór,“ skaut Sunneva inn í. „Hvað munar tuttugu árum á Völu og Kristínu,“ spurði þá Svava Kristín og bætti við. „Við vitum öll hvernig Kristín er. Hún er geggjuð og rífur alla áfram. Það er fáránlegt hvað hún er ennþá góð en hún er samt orðin þetta gömul. Hún er á fimmtugsaldri,“ sagði Svava Kristín. „Hún er komin á þennan aldur og hefur aðeins dregið sig í hlé síðustu tvö tímabil. Hún hefur verið meira í vörninni. Svo á hún aftur að koma inn núna og á þá að setja allt á herðarnar á henni? Ég er ekki viss um að það myndi gangi eitthvað svakalega vel,“ sagði Þorgerður Anna. Það má sjá umfjöllun þeirra um missi HK hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan HK Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira