Norsk handboltahetja um smit á HM: Slökkvið ljósin og sendið fólkið heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2021 10:01 Ole Erevik stóð í marki Norðmanna á mörgum stórmótum. Getty/Jens Wolf Egyptar eru í miklum vandræðum með að halda HM-búbblunni sinni hreinni og mörgum þjóðum á mótinu finnst lítið vit vera í því sem er í gangi í smitvörnum og öðrum þeim tengdu. Heimsmeistaramótið í handbolta er vissulega hafið og íslenska landsliðið spilaði sinn fyrsta leik í gærkvöldi. Á sama tíma berast fréttir af smituðum fjölmiðlamönnum, smituðum leikmönnum og smituðum starfsmönnum inn á hótelinu í Kaíró sem á að sjálfsögðu að vera innan búbblunnar. Ole Erevik var einn allra besti markvörður Norðmanna í langan tíma en hann starfar nú sem handboltasérfræðingur hjá TV3. Erevik er staddur á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en honum leist ekkert á blikina eftir að upp komst um fjölda kórónuveirusmita innan búbblunnar. Erevik setti eftirfarandi færslu inn á Twitter síðu sína í gærkvöldi. Det er vel fort spikeren i kista for VM dette! Smitte blant media, spillere og ansatte på hotellet i Kairo. Slukk lyset og send folk hjem. https://t.co/7XMb4MI9bY— Ole Erevik (@OleErevik) January 14, 2021 „Þetta er líklega naglinn í líkkistuna fyrir heimsmeistaramótið. Smit meðal fjölmiðlamanna, leikmanna og starfsmanna á hótelinu í Karíó. Slökkvið ljósin og sendið fólkið heim,“ skrifaði Ole Erevik. Tékkar og Bandaríkjamenn hættu við þátttöku á heimsmeistaramótinu vegna smita leikmanna sinna og ellefu leikmenn Grænhöfðaeyja reyndust líka smitaðir sem þýðir að það er enn mikil óvissa er um þátttöku liðsins. Síðan hafa verið níu smit inn í HM-búbblunni í Kaíró. Danski blaðamaðurinn Lars Bruun-Mortensen sagði frá smitum meðal starfsmanna hótelsins sem eru allt annað en góðar fréttir. Alþjóðahandboltasambandið heldur því samt fram að smit starfsmannanna hafi uppgötvast áður en liðin komu inn á hótelið en kórónuveiran er lúmsk og erfið viðureignar. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Heimsmeistaramótið í handbolta er vissulega hafið og íslenska landsliðið spilaði sinn fyrsta leik í gærkvöldi. Á sama tíma berast fréttir af smituðum fjölmiðlamönnum, smituðum leikmönnum og smituðum starfsmönnum inn á hótelinu í Kaíró sem á að sjálfsögðu að vera innan búbblunnar. Ole Erevik var einn allra besti markvörður Norðmanna í langan tíma en hann starfar nú sem handboltasérfræðingur hjá TV3. Erevik er staddur á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en honum leist ekkert á blikina eftir að upp komst um fjölda kórónuveirusmita innan búbblunnar. Erevik setti eftirfarandi færslu inn á Twitter síðu sína í gærkvöldi. Det er vel fort spikeren i kista for VM dette! Smitte blant media, spillere og ansatte på hotellet i Kairo. Slukk lyset og send folk hjem. https://t.co/7XMb4MI9bY— Ole Erevik (@OleErevik) January 14, 2021 „Þetta er líklega naglinn í líkkistuna fyrir heimsmeistaramótið. Smit meðal fjölmiðlamanna, leikmanna og starfsmanna á hótelinu í Karíó. Slökkvið ljósin og sendið fólkið heim,“ skrifaði Ole Erevik. Tékkar og Bandaríkjamenn hættu við þátttöku á heimsmeistaramótinu vegna smita leikmanna sinna og ellefu leikmenn Grænhöfðaeyja reyndust líka smitaðir sem þýðir að það er enn mikil óvissa er um þátttöku liðsins. Síðan hafa verið níu smit inn í HM-búbblunni í Kaíró. Danski blaðamaðurinn Lars Bruun-Mortensen sagði frá smitum meðal starfsmanna hótelsins sem eru allt annað en góðar fréttir. Alþjóðahandboltasambandið heldur því samt fram að smit starfsmannanna hafi uppgötvast áður en liðin komu inn á hótelið en kórónuveiran er lúmsk og erfið viðureignar.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira