Samfylkingin leggur til bráðabirgðaákvæði um tvöfalda skimun og sóttvarnahús Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 20:15 Ólafur Þór Gunnarsson og Helga Vala Helgadóttir. Vísir Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur fram frumvarp á Alþingi á morgun með bráðabirgðaákvæðum við sóttvarnarlög sem myndu heimila að skylda fólk í tvöfalda skimun við landamærin eða tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi. Þá hefur formaður flokksins óskað eftir því að Alþingi verði kallað saman til fundar um málið strax á morgun. Fyrir Alþingi liggur viðamikið frumvarp frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun á sóttvarnalögum. Frumvarpið var lagt fram rétt fyrir jólahlé þingmanna og þingmenn luku fyrstu umræðu og málið var sent til velferðarnefndar Alþingis. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir málið skammt á veg komið í nefndinni. Þess vegna vilji Samfylkinginn að þing komi þegar saman til að setja ákvæði til bráðabirgða í gildandi lög til að veita heilbrigðisráðherra nauðsynlega lagastoð til að setja reglugerð sem svari óskum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann hefur ítrekað lagt til við heilbrigðisráðherra að fólki sem kemur til landsins verði gert að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli og að hægt væri að skikka fólk í sóttkví í sóttvarnahúsi. „Ég lagði það til við heilbrigðisráðherra í nóvember að útbúið yrði bráðabirgðaákvæði í núgildandi sóttvarnarlög til að setja stoðir undir nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum. Nú í byrjun árs þegar sóttvarnarlæknir hafur svo margítrekað mikilvægi þess að skylda ferðamenn til að fara í tvöfalda skimun lagði ég það til við Ólaf Þór Gunnarsson varaformann velferðarnefndar að á fundi nefndarinnar í gær yrði slík tillaga lögð fyrir nefndina sem þá gæti saman staðið að framlagningu þess háttar frumvarps,“ segir Helga Vala. Því miður hafi meirihluti nefndarinnar ekki fallist á þá tillögu. Henni sýnist sem hluti stjórnarliða telji enn að hægt að afgreiða flókið og umfangsmikið frumvarp sem liggi fyrir nefndinni á örskotsstundu til að bjarga málum. Ekki sé einhugur milli stjórnarliða í nefndinni um málið og því telji hún einboðið að vinna þess frumvarps taki mun lengri tíma. „Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur því ákveðið að verða við margítrekuðum óskum sóttvarnarlæknis sem fékk stuðning Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum í dag, um að lögfesta heimild til skyldubundnar tvöfaldrar sýnatöku á landamærum. Frumvarp þess efnis verður lagt fram á morgun,“ segir Helga Vala. Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. 14. janúar 2021 19:20 Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur viðamikið frumvarp frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun á sóttvarnalögum. Frumvarpið var lagt fram rétt fyrir jólahlé þingmanna og þingmenn luku fyrstu umræðu og málið var sent til velferðarnefndar Alþingis. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir málið skammt á veg komið í nefndinni. Þess vegna vilji Samfylkinginn að þing komi þegar saman til að setja ákvæði til bráðabirgða í gildandi lög til að veita heilbrigðisráðherra nauðsynlega lagastoð til að setja reglugerð sem svari óskum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann hefur ítrekað lagt til við heilbrigðisráðherra að fólki sem kemur til landsins verði gert að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli og að hægt væri að skikka fólk í sóttkví í sóttvarnahúsi. „Ég lagði það til við heilbrigðisráðherra í nóvember að útbúið yrði bráðabirgðaákvæði í núgildandi sóttvarnarlög til að setja stoðir undir nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum. Nú í byrjun árs þegar sóttvarnarlæknir hafur svo margítrekað mikilvægi þess að skylda ferðamenn til að fara í tvöfalda skimun lagði ég það til við Ólaf Þór Gunnarsson varaformann velferðarnefndar að á fundi nefndarinnar í gær yrði slík tillaga lögð fyrir nefndina sem þá gæti saman staðið að framlagningu þess háttar frumvarps,“ segir Helga Vala. Því miður hafi meirihluti nefndarinnar ekki fallist á þá tillögu. Henni sýnist sem hluti stjórnarliða telji enn að hægt að afgreiða flókið og umfangsmikið frumvarp sem liggi fyrir nefndinni á örskotsstundu til að bjarga málum. Ekki sé einhugur milli stjórnarliða í nefndinni um málið og því telji hún einboðið að vinna þess frumvarps taki mun lengri tíma. „Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur því ákveðið að verða við margítrekuðum óskum sóttvarnarlæknis sem fékk stuðning Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum í dag, um að lögfesta heimild til skyldubundnar tvöfaldrar sýnatöku á landamærum. Frumvarp þess efnis verður lagt fram á morgun,“ segir Helga Vala.
Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. 14. janúar 2021 19:20 Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. 14. janúar 2021 19:20
Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46