Handbolti

Marokkó kastaði frá sér sigrinum gegn Alsír - Slóvenía skoraði 51 mark

Arnar Geir Halldórsson skrifar
HM í handbolta fer fram í Egyptalandi.
HM í handbolta fer fram í Egyptalandi. vísir/Getty

Alsír hafði betur gegn Marokkó í F-riðli okkar Íslendinga á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi þessa dagana.

Marokkó hafði frumkvæðið nær allan leikinn og leiddi leikinn með sjö mörkum í leikhléi, 15-8.

Alsíringar neituðu að gefast upp og náðu að jafna leikinn í 23-23 þegar rúm ein mínúta lifði leiks. Marokkó menn köstuðu boltanum frá sér og Alsíringar skoruðu í kjölfarið sigurmarkið í autt mark Marokkó. Lokatölur 23-24 fyrir Alsír.

Á sama tíma gerði Sviss sér lítið fyrir og skellti nágrönnum sínum frá Austurríki, 25-28 eftir að staðan í leikhléi var jöfn 13-13.

Svisslendingar komu inn í mótið á síðustu stundu þegar Bandaríkjamenn urðu frá að hverfa og hefja mótið af krafti en Andy Schmid var atkvæðamestur í liði Sviss með sjö mörk.

Robert Weber var markahæstur Austurríkismanna, einnig með sjö mörk.

Í H-riðli vann Slóvenía afar auðveldan sigur á Suður-Kóreu, 51-29.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×