Handbolti

Danir segja lof­orð svikin á HM í Egypta­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danir eru allt annað en sáttir við mótshaldara og alþjóðhandboltasambandið.
Danir eru allt annað en sáttir við mótshaldara og alþjóðhandboltasambandið. Jan Christensen/Getty

Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni.

HM í Egyptalandi hófst í gær er heimamenn spiluðu við Síle. Liðunum var tilkynnt að afar vel yrði gætt að sóttvörnum og fleira en það virðist ekki vera. Sander Sagosen, fyrirliði norska landsliðsins, lét mótshaldara heyra það í gær.

„Við vorum að fá það tilkynnt að kórónuveirupróf okkar á degi tvö og nú verðum við fyrst prófaðir daginn eftir leikinn okkar gegn Barein á föstudaginn. Sumsé þremur og hálfum degi eftir að við vorum prófaðir í fyrsta sinn,“ sagði Morten Henriksen sem er framkvæmdastjóri danska sambandsins.

„Ef þetta er hvernig þeir ætla að gera þetta þá er það ekki það sem okkur var tilkynnt. Við höfum einnig látið IHF vita af því,“ bætti Henriksen við í samtali við DR. Hann segir að það sé mikilvægt að prófa alla á fyrstu dögunum, eins og hafi sýnt sig á EM kvenna í Danmörku.

Kórónuveiran hefur nú þegar haft mikil áhrif á mótið. Bæði Tékkland og Bandaríkin hafa þurft að draga sig úr keppni og fleiri lið eru í vandræðum. Norður-Makedónía og Sviss tóku sæti Tékklands og Bandaríkjanna en íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik í dag er þeir mæta Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×