„Mikilvægast af öllu að eiga hamingjusamt líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. janúar 2021 13:32 Hildur Guðnadóttir með Óskarsstyttuna á síðasta ári. Vísri/getty „Báðir foreldrar mínir eru tónlistarfólk og því er þetta bæði í blóðinu og ég uppalin við mikla tónlist. Ég man ekki hvenær það byrjaði en það hefur einhvern veginn alltaf verið til staðar. Þegar mamma var ólétt sagðist hún vita að ég myndi heita Hildur og að ég yrði sellóleikari,“ segir Hildur Guðnadóttir. Síðustu ár hafa verið hreint lygileg í hennar lífi. Hildur Guðnadóttir er okkar fyrsti Óskarsverðlaunahafi auk þess sem hún hefur unnið BAFTA-verðlaunin, Golden Globe, Grammy og fjölmörg önnur verðlaun fyrir tónsmíði. Hildur sem býr í dag í Berlín fór yfir stöðu mála í viðtali við bæjarblaðið Hafnfirðing en í blaðinu kemur í ljós að hún var valinn Hafnfirðingur ársins 2020. „Þegar ég er búinn að búa í stórborg eins og Berlín þá finn ég hvað það er mikill munur á frelsinu sem börn hafa á Íslandi. Kári minn er 8 ára og ég sendi hann ekkert einan á róló. Krakkar í dag eru líka með svo mikið áreiti og prógramm að þau upplifa síður svona frelsi og ró. Það er þó dásamlegt að búa hér í Berlín en á allt annan hátt og margt fólk sem ég vinn með býr hér og það er stutt að fara á milli staða og ódýrt að búa hérna. Þegar ég var að byrja í tónlist og hafði ekki mikið á milli handanna og þá skipti máli að hafa efni á leigu og nauðsynjum. Borgin hefur þó aðeins breyst á nokkrum árum,“ segir Hildur. Þegar Hildur vann Óskarinn hvatti hún konur til að láta rödd sína heyrast og leyfa tónlistinni innra með þeim að blómstra og hafa trú á sér. Hamingjan í fyrsta sæti „Það er lang mikilvægast að standa þéttingsfast með því sem maður trúir á, hefur áhuga á og kveikir í manni. Og láta ekki staðalímyndir eða hugmyndir annarra hafa of mikil áhrif á það sem maður trúir á að geta gert af heilindum. Það er svo mikilvægt að fylgja áhugasviði sínu því það gerir það meira gefandi. Til þess að njóta þess þarf maður að hafa áhugann. Og því meira getur maður gert á sínu sviði,“ segir Hildur. Hildur segir að hamingjan skipti hana miklu máli. „Það er mikilvægast af öllu að eiga hamingjusamt líf og líka vel við sjálfan sig. Reyna að hafa það að leiðarljósi að hafa gaman af því sem maður fæst við hverju sinni. Líka heima hjá sér. Eyða ekki of miklum tíma í það sem er leiðinlegt. Það hljómar mjög einfalt en það er það oft ekki. Það eru kannski glansmyndir af einhverjum verðlaunum og athöfnum sem líta út fyrir að vera aðal málið en það er samt mikilvægast að geta notið hversdagsins. Að einmitt hann sé fallegur, góður og gefandi.“ Óskarinn Tónlist Hafnarfjörður Hildur Guðnadóttir Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Síðustu ár hafa verið hreint lygileg í hennar lífi. Hildur Guðnadóttir er okkar fyrsti Óskarsverðlaunahafi auk þess sem hún hefur unnið BAFTA-verðlaunin, Golden Globe, Grammy og fjölmörg önnur verðlaun fyrir tónsmíði. Hildur sem býr í dag í Berlín fór yfir stöðu mála í viðtali við bæjarblaðið Hafnfirðing en í blaðinu kemur í ljós að hún var valinn Hafnfirðingur ársins 2020. „Þegar ég er búinn að búa í stórborg eins og Berlín þá finn ég hvað það er mikill munur á frelsinu sem börn hafa á Íslandi. Kári minn er 8 ára og ég sendi hann ekkert einan á róló. Krakkar í dag eru líka með svo mikið áreiti og prógramm að þau upplifa síður svona frelsi og ró. Það er þó dásamlegt að búa hér í Berlín en á allt annan hátt og margt fólk sem ég vinn með býr hér og það er stutt að fara á milli staða og ódýrt að búa hérna. Þegar ég var að byrja í tónlist og hafði ekki mikið á milli handanna og þá skipti máli að hafa efni á leigu og nauðsynjum. Borgin hefur þó aðeins breyst á nokkrum árum,“ segir Hildur. Þegar Hildur vann Óskarinn hvatti hún konur til að láta rödd sína heyrast og leyfa tónlistinni innra með þeim að blómstra og hafa trú á sér. Hamingjan í fyrsta sæti „Það er lang mikilvægast að standa þéttingsfast með því sem maður trúir á, hefur áhuga á og kveikir í manni. Og láta ekki staðalímyndir eða hugmyndir annarra hafa of mikil áhrif á það sem maður trúir á að geta gert af heilindum. Það er svo mikilvægt að fylgja áhugasviði sínu því það gerir það meira gefandi. Til þess að njóta þess þarf maður að hafa áhugann. Og því meira getur maður gert á sínu sviði,“ segir Hildur. Hildur segir að hamingjan skipti hana miklu máli. „Það er mikilvægast af öllu að eiga hamingjusamt líf og líka vel við sjálfan sig. Reyna að hafa það að leiðarljósi að hafa gaman af því sem maður fæst við hverju sinni. Líka heima hjá sér. Eyða ekki of miklum tíma í það sem er leiðinlegt. Það hljómar mjög einfalt en það er það oft ekki. Það eru kannski glansmyndir af einhverjum verðlaunum og athöfnum sem líta út fyrir að vera aðal málið en það er samt mikilvægast að geta notið hversdagsins. Að einmitt hann sé fallegur, góður og gefandi.“
Óskarinn Tónlist Hafnarfjörður Hildur Guðnadóttir Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira