Sakaður um gróft heimilisofbeldi og má fylgjast með vitnaleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2021 20:57 Sálfræðingur segir konuna hafa lifað í ótta við manninn og að henni hafi staðið mikil ógn af honum. Því væri henni þungbært að gefa skýrslu með hann í salnum. Vísir/Getty Dómarar við Landsrétt segja að ekki sé hægt að vísa manni úr réttarsal á meðan kona sem hann hefur verið ákærður fyrir að beita grófu heimilisofbeldi gefur skýrslu í aðalmeðferð málsins. Með því felldu þeir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar að lútandi niður. Meðal ástæðna sem dómararnir gefa er að konan hefur átt í samskiptum við manninn og búið með honum, eftir að meint heimilisofbeldi átti sér stað. Úrskurði héraðsdóms var áfrýjað til Landsréttar í síðasta mánuði og úrskurðurinn gefinn þann 29. desember. Í lögum segir að dómari geti farið eftir kröfu ákæranda eða vitnis og vísað þeim sem er ákærður úr sal á meðan vitni gefur skýrslu, ef dómari telji að vera viðkomandi í salnum sé íþyngjandi fyrir vitnið og hafi áhrif á framburð þess. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar hefur Hæstiréttur slegið því föstu að túlka eigi þröngt undantekningar frá meginreglunni um rétt þeirra sem hafa verið ákærðir til að vera viðstaddir aðalmeðferð. Í þessu tiltekna máli er manninum gert að hafa beitt konuna miklu ofbeldi frá október 2015 til júní 2017. Manninum er meðal annars gert að hafa brotið bein í konunni, slegið og sparkað í hana og ógnað lífi hennar, heilsu og velferð. Í eitt sinn sló hann til hennar með hamri. Í annað skipti er hann sagður hafa lyft henni í höfuðhæð og skellt henni í gólfið, bitið hana og kýlt. Yfir eitt þriggja daga tímabil er hann sagður hafa svipt konuna frelsi sínu og ítrekað beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Sálfræðingur segir hana hafa lifað í ótta við manninn og að henni hafi staðið mikil ógn af honum. Því væri henni þungbært að gefa skýrslu með hann í salnum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að taka verði tillit til þess að konan og maðurinn hafi búið saman í nokkra mánuði á árunum 2018 og 2019 og hún hafi þar að auki haft frumkvæði að því að hafa samband við hann um mitt síðasta ár. Því sé ekki tilefni til að víkja manninum úr sal á meðan hún gefur skýrslu. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Meðal ástæðna sem dómararnir gefa er að konan hefur átt í samskiptum við manninn og búið með honum, eftir að meint heimilisofbeldi átti sér stað. Úrskurði héraðsdóms var áfrýjað til Landsréttar í síðasta mánuði og úrskurðurinn gefinn þann 29. desember. Í lögum segir að dómari geti farið eftir kröfu ákæranda eða vitnis og vísað þeim sem er ákærður úr sal á meðan vitni gefur skýrslu, ef dómari telji að vera viðkomandi í salnum sé íþyngjandi fyrir vitnið og hafi áhrif á framburð þess. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar hefur Hæstiréttur slegið því föstu að túlka eigi þröngt undantekningar frá meginreglunni um rétt þeirra sem hafa verið ákærðir til að vera viðstaddir aðalmeðferð. Í þessu tiltekna máli er manninum gert að hafa beitt konuna miklu ofbeldi frá október 2015 til júní 2017. Manninum er meðal annars gert að hafa brotið bein í konunni, slegið og sparkað í hana og ógnað lífi hennar, heilsu og velferð. Í eitt sinn sló hann til hennar með hamri. Í annað skipti er hann sagður hafa lyft henni í höfuðhæð og skellt henni í gólfið, bitið hana og kýlt. Yfir eitt þriggja daga tímabil er hann sagður hafa svipt konuna frelsi sínu og ítrekað beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Sálfræðingur segir hana hafa lifað í ótta við manninn og að henni hafi staðið mikil ógn af honum. Því væri henni þungbært að gefa skýrslu með hann í salnum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að taka verði tillit til þess að konan og maðurinn hafi búið saman í nokkra mánuði á árunum 2018 og 2019 og hún hafi þar að auki haft frumkvæði að því að hafa samband við hann um mitt síðasta ár. Því sé ekki tilefni til að víkja manninum úr sal á meðan hún gefur skýrslu.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira