Körfubolti

Phoenix Suns sterkt í ár: „Ég veit að Ólafur Ingi Skúlason er sáttur“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Paul og Devin Booker mynda nú skemmtilegt bakvarðarteymi hjá liði Phoenix Suns.
Chris Paul og Devin Booker mynda nú skemmtilegt bakvarðarteymi hjá liði Phoenix Suns. Getty/Christian Petersen

Það er auðvitað von á nýjum spútnikliðum í NBA deildinni í ár eins og vanalega og þeir sem halda með liði Phoenix Suns gæti fengið ástæðu til að kætast í vetur.

Lið Phoenix Suns hefur komið nokkuð á óvart í NBA-deildinni í körfubolta á þessari leiktíð, en liðið er í toppbaráttu Vesturdeildarinnar. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Sportið í dag er NBA-deildin til umræðu og voru öll lið deildarinnar tekin fyrir.

Í þættinum fær Kjartan Atli Kjartansson til sín þá Eini og Birki Guðlaugssyni, sem fylgjast grannt með gangi máli í NBA.

Þremenningarnir eru mjög hrifnir af liði Phoenix Suns, enda liðið leikið vel á tímabilinu. „Ég veit að Ólafur Ingi Skúlason er sáttur með það. Hann er grjótharður Phoenix Suns-maður,“ útskýrir Kjartan. „Það er leitun að þeim,“ segir Birkir og heldur áfram: „Það er gaman að einhver sé Phoenix Suns-maður.“

Leikstjórnandinn Chris Paul kom til liðsins fyrir leiktímabilið og hefur breytt leikstílnum.

„Hann er samt bara með 13,3 stig. En hann gerir miklu meira en það,“ segir Kjartan. „Hann er sennilega mesti „kafteinninn“ í deildinni í dag,“ segir Einir og bætir við að Chris Paul sé mesti leiðtogi deildarinnar. „Hann stýrir liðinu alveg ótrúlega vel.“

Einir segir stuðningsmenn Suns geta verið ánægða með sitt lið. „Þetta er í fyrsta skiptið í mörg, mörg ár sem þeir eru að horfa upp á virkilega spennandi og flott lið.“

Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir neðan en NBA þríburarnir eins og þeir kalla sig fara þá yfir öll liðin í NBA-deildinni.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×