Guðni staðfestir að hafa rætt við Håreide og að nafn Solbakken hafi komið til umræðu Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2021 07:01 Guðni átti í viðræðum við Åge og fyrrum FCK-þjálfarinn Ståle Solbakken var einnig á blaði. getty/mike egerton/vísir/vilhelm/getty/lars ronbog Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að hann hafi rætt við Norðmanninn Åge Hareide og að nafn Ståle Solbakken hafi komið upp, í þjálfaraleitinni hjá íslenska karlalandsliðinu. Formaðurinn þurfti að ráða nýjan þjálfara fyrir A-landslið karla er Erik Hamrén hætti með íslenska landsliðið í vetur eftir að hafa mistekist að koma liðinu á EM næsta sumar. Mörg nöfn voru í umræðunni en að endingu var Arnar Þór Viðarsson ráðinn með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Guðni ræddi ráðninguna og ferlið við Hjörvar í gær. „Það er mikilvægt að greina þetta og átta sig hvert þú ert að fara með þetta. Svo kemur listi af kandídötum. Það var rætt við fjóra innlenda og fjóra erlenda þjálfara,“ sagði Guðni. „Þú ert kannski með einhverja hugmynd [af þjálfara] sem gæti passað inn en það er mikilvægt að vera með opin hug til þess að fá hugmyndir og pælingar og annarra manna sýn, sem er mikilvægt í þessu ferli.“ „Það er ýmislegt sem kemur úr svona viðtölunum sem styrkir þig sem formann og leiðandi fyrir sambandið sem þú getur nýtt þér við ráðninguna á endanlegum þjálfara liðsins.“ Hjörvar sagði vita að Ian Burchnall hefði farið í viðræður við KSÍ og Guðni játaði því. Hann sagði Ian ungan, hafi náð eftirtektarverðum árangri en hann sé kannski frekar maður framtíðarinnar. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn.“ „Ég athugaði með Solbakken en þá var hann kominn langt í viðræður við norska sambandið. Maður leitar fangana. Það er líka umboðsskrifstofa sem aðstoðar okkur og þeir sem maður þekkir á erlenda vettvangi,“ en Ståle tók svo við norska landsliðinu. Guðni gat ekki staðfest að hafa rætt við Sven Göran Eriksson er Hjörvar spurði hann út í það. Guðni nefndi einnig nafn Steves McClaren en hann hafi fljótlega ráðið sig í starf hjá Derby sem yfirmaður knattspyrnumála. Umræðan hefst eftir rúmar 56 mínútur. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Formaðurinn þurfti að ráða nýjan þjálfara fyrir A-landslið karla er Erik Hamrén hætti með íslenska landsliðið í vetur eftir að hafa mistekist að koma liðinu á EM næsta sumar. Mörg nöfn voru í umræðunni en að endingu var Arnar Þór Viðarsson ráðinn með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Guðni ræddi ráðninguna og ferlið við Hjörvar í gær. „Það er mikilvægt að greina þetta og átta sig hvert þú ert að fara með þetta. Svo kemur listi af kandídötum. Það var rætt við fjóra innlenda og fjóra erlenda þjálfara,“ sagði Guðni. „Þú ert kannski með einhverja hugmynd [af þjálfara] sem gæti passað inn en það er mikilvægt að vera með opin hug til þess að fá hugmyndir og pælingar og annarra manna sýn, sem er mikilvægt í þessu ferli.“ „Það er ýmislegt sem kemur úr svona viðtölunum sem styrkir þig sem formann og leiðandi fyrir sambandið sem þú getur nýtt þér við ráðninguna á endanlegum þjálfara liðsins.“ Hjörvar sagði vita að Ian Burchnall hefði farið í viðræður við KSÍ og Guðni játaði því. Hann sagði Ian ungan, hafi náð eftirtektarverðum árangri en hann sé kannski frekar maður framtíðarinnar. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn.“ „Ég athugaði með Solbakken en þá var hann kominn langt í viðræður við norska sambandið. Maður leitar fangana. Það er líka umboðsskrifstofa sem aðstoðar okkur og þeir sem maður þekkir á erlenda vettvangi,“ en Ståle tók svo við norska landsliðinu. Guðni gat ekki staðfest að hafa rætt við Sven Göran Eriksson er Hjörvar spurði hann út í það. Guðni nefndi einnig nafn Steves McClaren en hann hafi fljótlega ráðið sig í starf hjá Derby sem yfirmaður knattspyrnumála. Umræðan hefst eftir rúmar 56 mínútur. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira