Lífið

Keyptu draugalega einbýlishúsið í Undralandi og hafa nánast rifið allt út

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði og Stefanía ætla endurgera húsið.
Daði og Stefanía ætla endurgera húsið. Myndir/FASTEIGNALJÓSMYNDUN.IS/Daði Bergsson

Knattspyrnumaðurinn Daði Bergsson og Stefanía Eir Einarsdóttir fjárfestu í eign í fossvoginum sem fjallað var um á Vísi í nóvember.

Í greininni var fjallað um eignina sem Draugalega einbýlishúsið í Undralandi.

Daði  grunnaði og málaði húsið á tveimur dögum í byrjun ársins. 

Um er að ræða tveggja hæða 230 fermetra einbýlishús á einum vinsælasta stað í höfuðborginni.

Húsið var byggt árið 1973 og eru í því fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Í fasteignaauglýsingunni á sínum tíma kom meðal annars fram að eignin væri að miklu leyti í upprunalegu ástandi og hafði húsið veðrast nokkuð að utan á þessum tæplega fimmtíu árum.

Óskað var eftir tilboði í eignina en fasteignamatið var 100 milljónir.,

„Ég varð var við greinarnar og kom þannig auga á húsið,“ segir Daði Bergsson pípari og fyrirliði Þróttar í Lengjudeildinni í samtali við Fréttablaðið. 

Daði segir að búið sé að rífa nánast allt út úr húsinu.

„Svona nánast. Ég er pípari og ég og Stefanía erum með stórfjölskylduna með okkur. Það er engin aðkeypt vinna enn þá,“ segir Daði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.