Dómur í tólf ára nauðgunarmáli ekki birtur að ósk brotaþola Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2021 09:01 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 30. nóvember. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur mun ekki birta niðurstöðu í nauðugnarmáli á vef sínum. Dómari í málinu vísar til reglna um birtingu dóma á vef dómstólasýslunnar og beiðni brotaþola í málinu. Dómurinn vakti nokkra athygli en brotið átti sér stað árið 2008. Um var að ræða Jón Pál Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóra á Akureyri, sem dæmdur var fyrir nauðgun á hótelherbergi utan landsteinanna. Kynferðisbrot þar sem þyngsta refsing varðar meira en tíu ára fangelsi fyrnast á fimmtán árum og því var brot hans ekki fyrnt. Málið vakti nokkra athygli og var til umræðu í Facebook-hópi sviðslistafólks síðla árs 2017 þegar #metoo hreyfingin gekk yfir landið. Frásögn brotaþola var birt í hópnum en var ekki á meðal þeirra sem send var fjölmiðlum. Jóni Páli var sagt upp störfum hjá leikfélaginu í janúar vegna ásökunarinnar um nauðgun. Hann fékk tveggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 2,5 milljónir króna í miskabætur ásamt vöxtum. Jón Páll hefur áfrýjað dómsniðurstöðunni til Landsréttar. Boðað að reifun yrði birt Dómar í kynferðisbrotamálum eru allajafna birtir á vefsíðu þess dómstóls þar sem dómur fellur. Nöfn og upplýsingar sem gefa til kynna persónugreinanleg atriði eru yfirleitt afmáð til að vernda brotaþola í slíkum málum. Í þeim tilfellum sem engin tenging er á milli hins dæmda og hins brotlega eru nöfn dæmda venjulega birt. Samkvæmt heimildum fréttastofu þekktust gerandi og þolandi í þessu tilfelli vel. Það að persónugreinanlega einkenni eru afmáð kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að kynna sér hvernig dómari kemst að niðurstöðu sinni sem yfirleitt er rakin í lok dómsins. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari í málinu sagði á dögunum í svari við fyrirspurn fréttastofu um birtingu dómsins að reifun yrði birt og vísaði til 3. málsgreinar í 4. grein reglna dómstólasýslunnar um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðu dómstólanna. Þar segir: „Nú verður ekki tryggt að trúnaður ríki um atriði sem leynt eiga að fara með því að fella út nöfn og afmá önnur atriði úr dómsúrlausn og er þá heimilt í stað þess að birta dómsúrlausnina sjálfa að birta útdrátt þar sem meðal annars kemur fram á hverju niðurstaðan er reist. Jafnframt má ákveða að fresta birtingu slíks útdráttar ef það er til þess fallið að tryggja betur persónuvernd.“ Reifun dómsins, sem birt var í vikunni á vef dómstólsins, má sjá hér að neðan: Ákærði var sakfelldur fyrir nauðgun, sbr. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa í ágúst 2008 í hótelherbergi erlendis, án samþykkis haft samræði við brotaþola, með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, en meðal annars kastaði ákærði sér á brotaþola þar sem hún lá í rúmi og hélt henni fastri, og eftir að hún féll í gólfið í átökum þeirra aftraði ákærði henni að standa á fætur með því að grípa í fótlegg hennar svo hún skall harkalega með hné í gólfið og datt á bakið en ákærði setti hné í bringu hennar og eftir að brotaþoli náði að skríða upp í rúm kom ákærði á eftir henni, lagðist ofan á hana og hafði við hana samræði, en af þessu hlaut hún marbletti og sár á ýmsum stöðum. Við ákvörðun refsingar var litið til 1., 2., 6. og 7. töluliða 1. mgr. 70. gr. og b- og c-liða 195. gr. almennra hegningarlaga. Þá var jafnframt litið til þess hversu langt var um liðið frá brotinu og þess hve langan tíma rannsókn málsins tók. Var refsing ákærða ákveðin fangelsi í tvö og hálft ár en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var ákærða gert að greiða brotaþola 2.500.000 krónur í miskabætur. Ekki kemur fram í reifuninni hvernig dómari komst að niðurstöðu sinni, sakfellingu í þessu tilfelli. Þar er að finna ákæruatriðin og svo hvað dómari hafði í huga við ákvörðun refsingar með því að skoða 70. og 195 grein almennra hegningarlaga. 70. grein: Þegar hegning er tiltekin, á einkum að taka til greina eftirtalin atriði: 1. Hversu mikilvægt það er, sem brotið hefur beinst að. 2. Hversu yfirgripsmiklu tjóni það hefur valdið. 6. Hversu styrkur og einbeittur vilji hans hefur verið. 7. Hvað honum hefur gengið til verksins. 195. grein b. ef ofbeldi geranda er stórfellt, c. ef brotið er framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt. Af þessu má ætla að héraðsdómari hafi litið á kynferðisbrotið sem stórfellt og framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt. Þau atriði hafi orðið til þyngingar dómsins. Á móti hafi dómari litið til þess hve langur tími var liðinn frá brotinu og hve langan tíma rannsóknin tók. Beiðni barst frá brotaþola Fréttastofa sendi Barböru dómara fyrirspurn í kjölfar birtingar reifunar dómsins í dag og spurði hvers vegna ekki kæmi fram upplýsingar um hvernig komist var að niðurstöðu um sakfellingu? Til dæmis upplýsingar um trúverðugleika vitna eða ósamræmi í framburði hjá lögreglu og í dómsal, atriði sem reglulega hafa áhrif á niðurstöðu í kynferðisbrotamálum þar sem stendur orð gegn orði. Barbara svaraði því til að ástæðan væri beiðni brotaþola í málinu. Vísaði hún til þess að dómstjóri við héraðsdóm gæti samkvæmt 6. grein reglna um birtingu dóma ákveðið að birta ekki úrlausn dóma „þegar sérstaklega stendur á“. Símon Sigvaldason er dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur en Barbara varadómstjóri. Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Páll áfrýjar nauðgunardómnum Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, ætlar að áfrýja skilorðsbundnum fangelsisdómi fyrir nauðgun sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Þetta segir Björgvin Jónsson, lögmaður Jóns Páls, í samtali við Ríkisútvarpið. 1. desember 2020 23:55 Jón Páll dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008 Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum eða árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og staðfestir niðurstöðuna skriflega við fréttastofu. 30. nóvember 2020 17:17 Dóms að vænta í grófu nauðgunarmáli Aðalmeðferð lauk í síðustu viku í grófu kynferðisbrotamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meint brot átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi utan landsteinanna. 13. október 2020 07:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Dómurinn vakti nokkra athygli en brotið átti sér stað árið 2008. Um var að ræða Jón Pál Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóra á Akureyri, sem dæmdur var fyrir nauðgun á hótelherbergi utan landsteinanna. Kynferðisbrot þar sem þyngsta refsing varðar meira en tíu ára fangelsi fyrnast á fimmtán árum og því var brot hans ekki fyrnt. Málið vakti nokkra athygli og var til umræðu í Facebook-hópi sviðslistafólks síðla árs 2017 þegar #metoo hreyfingin gekk yfir landið. Frásögn brotaþola var birt í hópnum en var ekki á meðal þeirra sem send var fjölmiðlum. Jóni Páli var sagt upp störfum hjá leikfélaginu í janúar vegna ásökunarinnar um nauðgun. Hann fékk tveggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 2,5 milljónir króna í miskabætur ásamt vöxtum. Jón Páll hefur áfrýjað dómsniðurstöðunni til Landsréttar. Boðað að reifun yrði birt Dómar í kynferðisbrotamálum eru allajafna birtir á vefsíðu þess dómstóls þar sem dómur fellur. Nöfn og upplýsingar sem gefa til kynna persónugreinanleg atriði eru yfirleitt afmáð til að vernda brotaþola í slíkum málum. Í þeim tilfellum sem engin tenging er á milli hins dæmda og hins brotlega eru nöfn dæmda venjulega birt. Samkvæmt heimildum fréttastofu þekktust gerandi og þolandi í þessu tilfelli vel. Það að persónugreinanlega einkenni eru afmáð kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að kynna sér hvernig dómari kemst að niðurstöðu sinni sem yfirleitt er rakin í lok dómsins. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari í málinu sagði á dögunum í svari við fyrirspurn fréttastofu um birtingu dómsins að reifun yrði birt og vísaði til 3. málsgreinar í 4. grein reglna dómstólasýslunnar um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðu dómstólanna. Þar segir: „Nú verður ekki tryggt að trúnaður ríki um atriði sem leynt eiga að fara með því að fella út nöfn og afmá önnur atriði úr dómsúrlausn og er þá heimilt í stað þess að birta dómsúrlausnina sjálfa að birta útdrátt þar sem meðal annars kemur fram á hverju niðurstaðan er reist. Jafnframt má ákveða að fresta birtingu slíks útdráttar ef það er til þess fallið að tryggja betur persónuvernd.“ Reifun dómsins, sem birt var í vikunni á vef dómstólsins, má sjá hér að neðan: Ákærði var sakfelldur fyrir nauðgun, sbr. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa í ágúst 2008 í hótelherbergi erlendis, án samþykkis haft samræði við brotaþola, með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, en meðal annars kastaði ákærði sér á brotaþola þar sem hún lá í rúmi og hélt henni fastri, og eftir að hún féll í gólfið í átökum þeirra aftraði ákærði henni að standa á fætur með því að grípa í fótlegg hennar svo hún skall harkalega með hné í gólfið og datt á bakið en ákærði setti hné í bringu hennar og eftir að brotaþoli náði að skríða upp í rúm kom ákærði á eftir henni, lagðist ofan á hana og hafði við hana samræði, en af þessu hlaut hún marbletti og sár á ýmsum stöðum. Við ákvörðun refsingar var litið til 1., 2., 6. og 7. töluliða 1. mgr. 70. gr. og b- og c-liða 195. gr. almennra hegningarlaga. Þá var jafnframt litið til þess hversu langt var um liðið frá brotinu og þess hve langan tíma rannsókn málsins tók. Var refsing ákærða ákveðin fangelsi í tvö og hálft ár en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var ákærða gert að greiða brotaþola 2.500.000 krónur í miskabætur. Ekki kemur fram í reifuninni hvernig dómari komst að niðurstöðu sinni, sakfellingu í þessu tilfelli. Þar er að finna ákæruatriðin og svo hvað dómari hafði í huga við ákvörðun refsingar með því að skoða 70. og 195 grein almennra hegningarlaga. 70. grein: Þegar hegning er tiltekin, á einkum að taka til greina eftirtalin atriði: 1. Hversu mikilvægt það er, sem brotið hefur beinst að. 2. Hversu yfirgripsmiklu tjóni það hefur valdið. 6. Hversu styrkur og einbeittur vilji hans hefur verið. 7. Hvað honum hefur gengið til verksins. 195. grein b. ef ofbeldi geranda er stórfellt, c. ef brotið er framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt. Af þessu má ætla að héraðsdómari hafi litið á kynferðisbrotið sem stórfellt og framið á sérstaklega sársaukafullan eða meiðandi hátt. Þau atriði hafi orðið til þyngingar dómsins. Á móti hafi dómari litið til þess hve langur tími var liðinn frá brotinu og hve langan tíma rannsóknin tók. Beiðni barst frá brotaþola Fréttastofa sendi Barböru dómara fyrirspurn í kjölfar birtingar reifunar dómsins í dag og spurði hvers vegna ekki kæmi fram upplýsingar um hvernig komist var að niðurstöðu um sakfellingu? Til dæmis upplýsingar um trúverðugleika vitna eða ósamræmi í framburði hjá lögreglu og í dómsal, atriði sem reglulega hafa áhrif á niðurstöðu í kynferðisbrotamálum þar sem stendur orð gegn orði. Barbara svaraði því til að ástæðan væri beiðni brotaþola í málinu. Vísaði hún til þess að dómstjóri við héraðsdóm gæti samkvæmt 6. grein reglna um birtingu dóma ákveðið að birta ekki úrlausn dóma „þegar sérstaklega stendur á“. Símon Sigvaldason er dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur en Barbara varadómstjóri.
Ákærði var sakfelldur fyrir nauðgun, sbr. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa í ágúst 2008 í hótelherbergi erlendis, án samþykkis haft samræði við brotaþola, með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, en meðal annars kastaði ákærði sér á brotaþola þar sem hún lá í rúmi og hélt henni fastri, og eftir að hún féll í gólfið í átökum þeirra aftraði ákærði henni að standa á fætur með því að grípa í fótlegg hennar svo hún skall harkalega með hné í gólfið og datt á bakið en ákærði setti hné í bringu hennar og eftir að brotaþoli náði að skríða upp í rúm kom ákærði á eftir henni, lagðist ofan á hana og hafði við hana samræði, en af þessu hlaut hún marbletti og sár á ýmsum stöðum. Við ákvörðun refsingar var litið til 1., 2., 6. og 7. töluliða 1. mgr. 70. gr. og b- og c-liða 195. gr. almennra hegningarlaga. Þá var jafnframt litið til þess hversu langt var um liðið frá brotinu og þess hve langan tíma rannsókn málsins tók. Var refsing ákærða ákveðin fangelsi í tvö og hálft ár en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var ákærða gert að greiða brotaþola 2.500.000 krónur í miskabætur.
Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Páll áfrýjar nauðgunardómnum Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, ætlar að áfrýja skilorðsbundnum fangelsisdómi fyrir nauðgun sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Þetta segir Björgvin Jónsson, lögmaður Jóns Páls, í samtali við Ríkisútvarpið. 1. desember 2020 23:55 Jón Páll dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008 Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum eða árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og staðfestir niðurstöðuna skriflega við fréttastofu. 30. nóvember 2020 17:17 Dóms að vænta í grófu nauðgunarmáli Aðalmeðferð lauk í síðustu viku í grófu kynferðisbrotamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meint brot átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi utan landsteinanna. 13. október 2020 07:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Jón Páll áfrýjar nauðgunardómnum Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, ætlar að áfrýja skilorðsbundnum fangelsisdómi fyrir nauðgun sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Þetta segir Björgvin Jónsson, lögmaður Jóns Páls, í samtali við Ríkisútvarpið. 1. desember 2020 23:55
Jón Páll dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008 Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum eða árið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og staðfestir niðurstöðuna skriflega við fréttastofu. 30. nóvember 2020 17:17
Dóms að vænta í grófu nauðgunarmáli Aðalmeðferð lauk í síðustu viku í grófu kynferðisbrotamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meint brot átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi utan landsteinanna. 13. október 2020 07:00