Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. janúar 2021 07:01 Mögulega er það algengara en fólki grunar að fólk þoli ekki yfirmann sinn. En það er ýmislegt hægt að gera til að bæta úr því. Vísir/Getty Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. Það neikvæða fyrir vinnustaðinn er að þegar fólk þolir ekki yfirmanninn, er helgun (e. engagement) þeirra í starfi minni. Það nær þá líka til þess metnaðar að fólk vinni markvisst að markmiðum vinnustaðarins eða teymis. Þessi staða er áhyggjuefni segir í umfjöllun Harvard Business Review (HBR). Sérstaklega í ljósi þess að það hvort fólk er helgað starfinu, skiptir sköpum um þann árangur sem vinnustaðir ná. Samhengi helgunar í starfi og viðhorfi til yfirmannsins eru skýr. Þar hafa jákvæð samskipti mest að segja. T.d. sýna kannanir að 77% fólks sem helgar sig starfinu og er ánægt, segist í jákvæðum samskiptum við yfirmann sinn. Jákvæð samskipti endurspegla m.a. þá upplifun starfsfólks að það telur yfirmann sinn horfa sérstaklega til styrkleika sinna. En hvað einkennir þá yfirmenn sem starfsfólk þolir ekki? Þau atriði sem sérstaklega eru nefnd eru ofstjórnun (e. micromanaging), einelti, yfirmenn sem taka helst ekki á vandamálum heldur forðast árekstra. Yfirmenn sem humma það af sér að taka ákvarðanir, eigna sér árangur eða verkefni starfsmanna, kenna öðrum um og deila ekki upplýsingum eða þekkingu. Þá eru nefndir yfirmenn sem eru ekki góðir hlustendur, teljast ekki góðar fyrirmyndir né að þeir sýni góða frammistöðu eða hvetji teymin sín til dáða. En þrátt fyrir allt þetta, er þó aðeins eitt atriði sem vegur þyngst: SAMSKIPTIN. Ef þau eru neikvæð, er voðinn vís. Stundum verður fólk upptekið í því að láta yfirmanninn fara í taugarnar á sér án þess að líta í eigin barm og velta fyrir sér hvað hjá þeim sjálfum er að skemma fyrir góðum samskiptum. Vísir/Getty En hvað er til ráða fyrir fólk sem vill halda áfram í starfinu sínu, en glímir við þau leiðindi að þola ekki yfirmanninn? Hér eru nokkur góð ráð. 1. Að setja sig í spor stjórnandans Það atriði sem margar rannsóknir hafa sýnt að hjálpar fólki hvað mest felst í því að setja sig í spor yfirmannsins. Fólki sem tekst að gera það, nær mjög oft að snúa samskiptunum til betri vegar því þegar það fer að skilja yfirmann sinn betur, verða samskiptin jákvæðari á báða bóga. Er t.d. eitthvað í starfi yfirmannsins sem skýrir út að hluta hvers vegna hegðun yfirmannsins er eins og hún er? Þá er gott að hafa í huga að stjórnendur hafa því sína veikleika eins og aðrir. Að horfa á veikleikana sem hluta af því sem gerir okkur mannleg, hjálpar til við að byggja upp jákvæðara viðhorf. 2. Þinn hlutur í (vanda-)málinu Þá segir í umfjöllun að þegar starfsfólk þolir ekki yfirmann sinn, þurfi það einnig að líta í eigin barm. Því án undantekninga sýnir það sig að þegar viðhorf og samskipti eru neikvæð, er það ekki einungis yfirmanninum að kenna. Hér er mælt með sjálfskoðun og eins að prófa að breyta aðeins um taktík. Ef til dæmis yfirmaðurinn segir eitthvað við þig, prófaðu þá að láta það ekki fara í taugarnar á þér heldur velta því fyrir þér hvort það sé eitthvað í því sem yfirmaðurinn sagði sem þú getur betrumbætt eða tekið til þín? Þá er gott að kryfja það aðeins hvað það er nákvæmlega sem gerir það að verkum að yfirmaðurinn fer svona í taugarnar á þér. Í umfjöllun HBR er t.d. tekið dæmi um yfirmann sem minnti starfsmann á gamlan kennara sem hafði lagt viðkomandi í hálfgert einelti í æsku. Þessi tilfinning gerði það strax að verkum að starfsmaðurinn átti erfitt með að þola yfirmanninn. Eins er gott að horfa til samskipta samstarfsfólks sem á í góðu sambandi við yfirmanninn. Hvað í samskiptunum og þeirra hegðun gerir það að verkum að þeim gengur vel að ná saman en ekki þér? Þjálfun og æfingar geta líka skilað mörgu. Eitt atriði er nefnt sérstaklega og það er færnin til að gera sjálfan sig betur skiljanlegan. Að skýra út mál sitt í ekki of löngu máli og á auðskiljanlegan hátt gæti verið markmið sem skilar sér síðan í betri samskiptum. 3. Að ræða málin Ef þér finnst eins og þú sért að leggja þig fram við að bæta samskiptin við yfirmanninn án þess að það sé að skila árangri, gæti verið leið að setjast niður og ræða málin. Að ræða málin þýðir þó ekki að þú ætlir að setjast niður og segja yfirmanninum hvað hann/hún er ómöguleg. Þvert á móti þarf samtalið að fara fram þannig að þú ert skýr varðandi það að vilja bæta úr samskiptunum og gera þau jákvæðari. Gott er að setjast niður á hlutlausum stað. T.d. að hittast í hádeginu utan vinnustaðarins. Þá er gott að láta yfirmanninn vita það fyrirfram að þú viljir ræða viðkvæmt málefni, en markmiðið sé að gera það á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. 4. Að kvarta í aðra Ef allt annað þrýtur, gæti sú staða komið upp að þú teldir réttast að kvarta undan yfirmanninum. Þó er varað við því að fara þessa leið, nema að mjög vel athuguðu og undirbúnu máli. Kvörtunin getur til dæmis ekki verið persónuleg af þinni hálfu heldur þarf hún að vera rökstutt með dæmum. Þessi dæmi þurfa að sýna með sannarlegum hætti að hegðun eða samskipti yfirmannsins eru að hafa neikvæð áhrif á frammistöðu eða árangurs vinnustaðarins. Aðeins er mælt með því að kvarta undan yfirmanninum sem síðasta úrræðið. Þá er á það bent að fólk þurfi að gera ráð fyrir að stuðningurinn við yfirmanninn verði allnokkur af hálfu annarra yfirmanna eða mannauðsdeildar. Þess vegna er ekki mælt með þessari leið nema sem síðasta úrræðið. 5. Að hætta Síðast en ekki síst, er það ákvörðunin um það hvort þú viljir starfa áfram fyrir viðkomandi yfirmann? Í árferði eins og nú er, getur þetta verið sérstaklega erfið ákvörðun að taka. En sé staðan sú að þú hreinlega þolir ekki yfirmanninn, sem aftur bitnar á ánægju þinni og helgun á starfinu, er ekki undan því komist að velta þessari spurningu alvarlega fyrir sér. Góðu ráðin Stjórnun Tengdar fréttir Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00 Að segja yfirmanninum að þú sért honum ósammála Það getur verið mismunandi hversu aðgengilegir stjórnendur eru þegar kemur að því að hlusta á starfsmenn sem eru þeim ósammála. 25. ágúst 2020 11:11 Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00 Starfsframinn og samtalið um yfirmanninn Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það rætt og fjallað hvernig stjórnendur eigi helst að beita sér og hegða gagnvart starfsfólki sínu en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum. 18. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Það neikvæða fyrir vinnustaðinn er að þegar fólk þolir ekki yfirmanninn, er helgun (e. engagement) þeirra í starfi minni. Það nær þá líka til þess metnaðar að fólk vinni markvisst að markmiðum vinnustaðarins eða teymis. Þessi staða er áhyggjuefni segir í umfjöllun Harvard Business Review (HBR). Sérstaklega í ljósi þess að það hvort fólk er helgað starfinu, skiptir sköpum um þann árangur sem vinnustaðir ná. Samhengi helgunar í starfi og viðhorfi til yfirmannsins eru skýr. Þar hafa jákvæð samskipti mest að segja. T.d. sýna kannanir að 77% fólks sem helgar sig starfinu og er ánægt, segist í jákvæðum samskiptum við yfirmann sinn. Jákvæð samskipti endurspegla m.a. þá upplifun starfsfólks að það telur yfirmann sinn horfa sérstaklega til styrkleika sinna. En hvað einkennir þá yfirmenn sem starfsfólk þolir ekki? Þau atriði sem sérstaklega eru nefnd eru ofstjórnun (e. micromanaging), einelti, yfirmenn sem taka helst ekki á vandamálum heldur forðast árekstra. Yfirmenn sem humma það af sér að taka ákvarðanir, eigna sér árangur eða verkefni starfsmanna, kenna öðrum um og deila ekki upplýsingum eða þekkingu. Þá eru nefndir yfirmenn sem eru ekki góðir hlustendur, teljast ekki góðar fyrirmyndir né að þeir sýni góða frammistöðu eða hvetji teymin sín til dáða. En þrátt fyrir allt þetta, er þó aðeins eitt atriði sem vegur þyngst: SAMSKIPTIN. Ef þau eru neikvæð, er voðinn vís. Stundum verður fólk upptekið í því að láta yfirmanninn fara í taugarnar á sér án þess að líta í eigin barm og velta fyrir sér hvað hjá þeim sjálfum er að skemma fyrir góðum samskiptum. Vísir/Getty En hvað er til ráða fyrir fólk sem vill halda áfram í starfinu sínu, en glímir við þau leiðindi að þola ekki yfirmanninn? Hér eru nokkur góð ráð. 1. Að setja sig í spor stjórnandans Það atriði sem margar rannsóknir hafa sýnt að hjálpar fólki hvað mest felst í því að setja sig í spor yfirmannsins. Fólki sem tekst að gera það, nær mjög oft að snúa samskiptunum til betri vegar því þegar það fer að skilja yfirmann sinn betur, verða samskiptin jákvæðari á báða bóga. Er t.d. eitthvað í starfi yfirmannsins sem skýrir út að hluta hvers vegna hegðun yfirmannsins er eins og hún er? Þá er gott að hafa í huga að stjórnendur hafa því sína veikleika eins og aðrir. Að horfa á veikleikana sem hluta af því sem gerir okkur mannleg, hjálpar til við að byggja upp jákvæðara viðhorf. 2. Þinn hlutur í (vanda-)málinu Þá segir í umfjöllun að þegar starfsfólk þolir ekki yfirmann sinn, þurfi það einnig að líta í eigin barm. Því án undantekninga sýnir það sig að þegar viðhorf og samskipti eru neikvæð, er það ekki einungis yfirmanninum að kenna. Hér er mælt með sjálfskoðun og eins að prófa að breyta aðeins um taktík. Ef til dæmis yfirmaðurinn segir eitthvað við þig, prófaðu þá að láta það ekki fara í taugarnar á þér heldur velta því fyrir þér hvort það sé eitthvað í því sem yfirmaðurinn sagði sem þú getur betrumbætt eða tekið til þín? Þá er gott að kryfja það aðeins hvað það er nákvæmlega sem gerir það að verkum að yfirmaðurinn fer svona í taugarnar á þér. Í umfjöllun HBR er t.d. tekið dæmi um yfirmann sem minnti starfsmann á gamlan kennara sem hafði lagt viðkomandi í hálfgert einelti í æsku. Þessi tilfinning gerði það strax að verkum að starfsmaðurinn átti erfitt með að þola yfirmanninn. Eins er gott að horfa til samskipta samstarfsfólks sem á í góðu sambandi við yfirmanninn. Hvað í samskiptunum og þeirra hegðun gerir það að verkum að þeim gengur vel að ná saman en ekki þér? Þjálfun og æfingar geta líka skilað mörgu. Eitt atriði er nefnt sérstaklega og það er færnin til að gera sjálfan sig betur skiljanlegan. Að skýra út mál sitt í ekki of löngu máli og á auðskiljanlegan hátt gæti verið markmið sem skilar sér síðan í betri samskiptum. 3. Að ræða málin Ef þér finnst eins og þú sért að leggja þig fram við að bæta samskiptin við yfirmanninn án þess að það sé að skila árangri, gæti verið leið að setjast niður og ræða málin. Að ræða málin þýðir þó ekki að þú ætlir að setjast niður og segja yfirmanninum hvað hann/hún er ómöguleg. Þvert á móti þarf samtalið að fara fram þannig að þú ert skýr varðandi það að vilja bæta úr samskiptunum og gera þau jákvæðari. Gott er að setjast niður á hlutlausum stað. T.d. að hittast í hádeginu utan vinnustaðarins. Þá er gott að láta yfirmanninn vita það fyrirfram að þú viljir ræða viðkvæmt málefni, en markmiðið sé að gera það á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. 4. Að kvarta í aðra Ef allt annað þrýtur, gæti sú staða komið upp að þú teldir réttast að kvarta undan yfirmanninum. Þó er varað við því að fara þessa leið, nema að mjög vel athuguðu og undirbúnu máli. Kvörtunin getur til dæmis ekki verið persónuleg af þinni hálfu heldur þarf hún að vera rökstutt með dæmum. Þessi dæmi þurfa að sýna með sannarlegum hætti að hegðun eða samskipti yfirmannsins eru að hafa neikvæð áhrif á frammistöðu eða árangurs vinnustaðarins. Aðeins er mælt með því að kvarta undan yfirmanninum sem síðasta úrræðið. Þá er á það bent að fólk þurfi að gera ráð fyrir að stuðningurinn við yfirmanninn verði allnokkur af hálfu annarra yfirmanna eða mannauðsdeildar. Þess vegna er ekki mælt með þessari leið nema sem síðasta úrræðið. 5. Að hætta Síðast en ekki síst, er það ákvörðunin um það hvort þú viljir starfa áfram fyrir viðkomandi yfirmann? Í árferði eins og nú er, getur þetta verið sérstaklega erfið ákvörðun að taka. En sé staðan sú að þú hreinlega þolir ekki yfirmanninn, sem aftur bitnar á ánægju þinni og helgun á starfinu, er ekki undan því komist að velta þessari spurningu alvarlega fyrir sér.
Góðu ráðin Stjórnun Tengdar fréttir Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00 Að segja yfirmanninum að þú sért honum ósammála Það getur verið mismunandi hversu aðgengilegir stjórnendur eru þegar kemur að því að hlusta á starfsmenn sem eru þeim ósammála. 25. ágúst 2020 11:11 Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00 Starfsframinn og samtalið um yfirmanninn Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það rætt og fjallað hvernig stjórnendur eigi helst að beita sér og hegða gagnvart starfsfólki sínu en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum. 18. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00
Útkoman oft sú að stjórnendur hlusta bara á Já-fólkið Of margir íslenskir stjórnendur hlusta ekki nógu vel. Að því leytinu til eru þeir ekki ólíkir öðrum stjórnendum. Seinni hluti viðtals við Torben Nielsen og Jensínu K. Böðvarsdóttir hjá Valcon. 7. september 2020 09:00
Að segja yfirmanninum að þú sért honum ósammála Það getur verið mismunandi hversu aðgengilegir stjórnendur eru þegar kemur að því að hlusta á starfsmenn sem eru þeim ósammála. 25. ágúst 2020 11:11
Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00
Starfsframinn og samtalið um yfirmanninn Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það rætt og fjallað hvernig stjórnendur eigi helst að beita sér og hegða gagnvart starfsfólki sínu en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum. 18. ágúst 2020 09:00