Fram undan 2021: Nýr Bandaríkjaforseti, EM, Ólympíuleikar og lok kanslaratíðar Angelu Merkel Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2021 07:01 Strax í janúarmánuði mun Joe Biden taka við embætti Bandaríkjaforseta. Vísir Nýr maður tekur við embætti Bandaríkjaforseta og kanslaratíð Angelu Merkel líður undir lok. Fleiri fréttir verða að sjálfsögðu sagðar af heimsfaraldrinum og þróun og dreifingu bóluefna. Þingkosningar fara fram í Noregi og aðrar tilraunir verða gerðar til að halda Eurovision, Ólympíuleika og EM í fótbolta á tímum kórónuveirunnar. Reikna má með að þessi mál og fleiri verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2021 sem er nú gengið í garð. Vart þarf að taka fram að listinn er á engan hátt tæmandi. Sömuleiðis er rétt að minnast á að heimsfaraldur kórónuveirunnar umturnaði flestu því sem búið var að skipuleggja á nýliðnu ári og því rétt taka flestu með einhverjum fyrirvara. Tímasetningar gætu þannig breyst, viðburðir verið felldir niður eða farið fram með breyttu sniði. Hver veit? Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar.Getty Janúar Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um hvort að veita skuli bóluefni Moderna markaðsleyfi í Evrópu á fundi á morgun, 6. janúar. Tæknisýningin CES 2021 fer fram í netheimum dagana 11. til 14. janúar. Heimsmeistaramót karla í handbolta hefst í Egyptalandi þann 13. janúar og stendur til 31. janúar. Íslendingar eru meðal þátttökuþjóða og eru með Portúgölum, Alsíringum og Marokkómönnum í riðli. Joe Biden mun taka við embætti Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Biden sver embættiseið í Washington DC þann 20. janúar. Forsetakosningar fara fram í Portúgal þann 24. janúar. Febrúar Ofurskálin (Super Bowl) fer fram þann 7. febrúar í Tampa í Flórída. Tónlistarmaðurinn The Weeknd mun halda uppi fjörinu í hálfleik. Golden Globe verðlaunahátíðin fer fram þann 28. febrúar. Mark Rutte er forsætisráðherra Hollands, en þingkosningar fara fram í landinu í mars.Getty Mars Þingkosningar fara fram í Hollandi þann 17. mars. Þingkosningar fara fram í Ísrael þann 23. mars. Kosningarnar eru þær fjórðu í landinu á tveimur árum. Apríl Raul Castro mun láta af embætti formanns Kommúnistaflokksins á Kúbu í apríl. Samfelld valdatíð bræðranna Fídels og Rauls Castro í Kommúnistaflokknum tekur því enda. Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 25. apríl. Hátíðin er sú 93. í röðinni. Daði Freyr og Gagnamagnið í Eurovision. Taka tvö í maí. Maí Sveitarstjórnarkosningar fara fram víða í Bretlandi 6. maí. Meðal annars verður kosið um borgarstjóra í London og fulltrúa á velska og skoska þingsins. Eurovision fer fram í Rotterdam í Hollandi dagana 18. til 22. maí. Daði Freyr verður fulltrúi okkar Íslendinga. Tunglmyrkvi verður sjáanlegur víða í Asíu, Eyjaálfu, Norður og Suður-Ameríku 26. maí. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á Atatürk-vellinum í Istanbúl þann 29. maí. Júní Hring- og deildarmyrkvi á sólu 10. júní, sýnilegur í Norður-Ameríku og austast í Rússlandi. Evrópumótið í fótbolta, sem átti að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins, fer fram víða í álfunni, dagana 11. júní til 11. júlí. Opnunarleikurinn verður leikur Tyrklands og Ítalíu og mun að óbreyttu verða spilaður í Róm. Forsetakosningar fara fram í Ísrael þann 18. júní. Forsetakosningar fara fram í Íran þann 18. júní. Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir 23. dag júlímánaðar. Getty Júlí Þingkosningar fara fram í Mexíkó 6. júlí. Ólympíuleikarnir í Tókýó, sem áttu að fara fram síðasta sumar, verða settir 23. júlí og standa til 8. ágúst. Ágúst Paralympics, Ólympíuleikar fatlaðra, fara fram dagana 24. ágúst til 5. september í Tókýó. Angela Merkel tók við embætti kanslara í Þýskalandi árið 2005.Getty September Þingkosningar fara fram í Noregi 13. september. Þingkosningar fara fram í Rússlandi 19. september. Þingkosningar fara fram á Íslandi 25. september. Þingkosningar fara fram í Þýskalandi 26. september. Rúmlega fimmtán ára valdatíð Angelu Merkel Þýskalandskanslara mun þar með ljúka þegar búið er að mynda nýja ríkisstjón, en hún lýsti því yfir á þarsíðasta ári að þetta yrði hennar síðasta kjörtímabil sem kanslari. Október Heimssýniningin í Dúbaí, sem átti upphaflega að fara fram á síðasta ári, verður sett 1. október. Þingkosningar fara fram í Japan 22. október. Nóvember Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Glasgow í Skotlandi dagana 1. til 12. nóvember. Desember Heimsmeistaramót kvenna í handbolta fer fram á Spáni, dagana 2. til 19. desember. Aðfangadagur jóla, 24. desember verður á föstudegi að þessu sinni. Fréttir ársins 2020 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Reikna má með að þessi mál og fleiri verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2021 sem er nú gengið í garð. Vart þarf að taka fram að listinn er á engan hátt tæmandi. Sömuleiðis er rétt að minnast á að heimsfaraldur kórónuveirunnar umturnaði flestu því sem búið var að skipuleggja á nýliðnu ári og því rétt taka flestu með einhverjum fyrirvara. Tímasetningar gætu þannig breyst, viðburðir verið felldir niður eða farið fram með breyttu sniði. Hver veit? Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar.Getty Janúar Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um hvort að veita skuli bóluefni Moderna markaðsleyfi í Evrópu á fundi á morgun, 6. janúar. Tæknisýningin CES 2021 fer fram í netheimum dagana 11. til 14. janúar. Heimsmeistaramót karla í handbolta hefst í Egyptalandi þann 13. janúar og stendur til 31. janúar. Íslendingar eru meðal þátttökuþjóða og eru með Portúgölum, Alsíringum og Marokkómönnum í riðli. Joe Biden mun taka við embætti Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Biden sver embættiseið í Washington DC þann 20. janúar. Forsetakosningar fara fram í Portúgal þann 24. janúar. Febrúar Ofurskálin (Super Bowl) fer fram þann 7. febrúar í Tampa í Flórída. Tónlistarmaðurinn The Weeknd mun halda uppi fjörinu í hálfleik. Golden Globe verðlaunahátíðin fer fram þann 28. febrúar. Mark Rutte er forsætisráðherra Hollands, en þingkosningar fara fram í landinu í mars.Getty Mars Þingkosningar fara fram í Hollandi þann 17. mars. Þingkosningar fara fram í Ísrael þann 23. mars. Kosningarnar eru þær fjórðu í landinu á tveimur árum. Apríl Raul Castro mun láta af embætti formanns Kommúnistaflokksins á Kúbu í apríl. Samfelld valdatíð bræðranna Fídels og Rauls Castro í Kommúnistaflokknum tekur því enda. Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 25. apríl. Hátíðin er sú 93. í röðinni. Daði Freyr og Gagnamagnið í Eurovision. Taka tvö í maí. Maí Sveitarstjórnarkosningar fara fram víða í Bretlandi 6. maí. Meðal annars verður kosið um borgarstjóra í London og fulltrúa á velska og skoska þingsins. Eurovision fer fram í Rotterdam í Hollandi dagana 18. til 22. maí. Daði Freyr verður fulltrúi okkar Íslendinga. Tunglmyrkvi verður sjáanlegur víða í Asíu, Eyjaálfu, Norður og Suður-Ameríku 26. maí. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á Atatürk-vellinum í Istanbúl þann 29. maí. Júní Hring- og deildarmyrkvi á sólu 10. júní, sýnilegur í Norður-Ameríku og austast í Rússlandi. Evrópumótið í fótbolta, sem átti að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins, fer fram víða í álfunni, dagana 11. júní til 11. júlí. Opnunarleikurinn verður leikur Tyrklands og Ítalíu og mun að óbreyttu verða spilaður í Róm. Forsetakosningar fara fram í Ísrael þann 18. júní. Forsetakosningar fara fram í Íran þann 18. júní. Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir 23. dag júlímánaðar. Getty Júlí Þingkosningar fara fram í Mexíkó 6. júlí. Ólympíuleikarnir í Tókýó, sem áttu að fara fram síðasta sumar, verða settir 23. júlí og standa til 8. ágúst. Ágúst Paralympics, Ólympíuleikar fatlaðra, fara fram dagana 24. ágúst til 5. september í Tókýó. Angela Merkel tók við embætti kanslara í Þýskalandi árið 2005.Getty September Þingkosningar fara fram í Noregi 13. september. Þingkosningar fara fram í Rússlandi 19. september. Þingkosningar fara fram á Íslandi 25. september. Þingkosningar fara fram í Þýskalandi 26. september. Rúmlega fimmtán ára valdatíð Angelu Merkel Þýskalandskanslara mun þar með ljúka þegar búið er að mynda nýja ríkisstjón, en hún lýsti því yfir á þarsíðasta ári að þetta yrði hennar síðasta kjörtímabil sem kanslari. Október Heimssýniningin í Dúbaí, sem átti upphaflega að fara fram á síðasta ári, verður sett 1. október. Þingkosningar fara fram í Japan 22. október. Nóvember Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Glasgow í Skotlandi dagana 1. til 12. nóvember. Desember Heimsmeistaramót kvenna í handbolta fer fram á Spáni, dagana 2. til 19. desember. Aðfangadagur jóla, 24. desember verður á föstudegi að þessu sinni.
Fréttir ársins 2020 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira