Lífið

Magnus Carlsen leggur dóm á The Queen's Gambit

Stefán Árni Pálsson skrifar
Norðmaðurinn Magnus Carlsen er heimsmeistari í skák.
Norðmaðurinn Magnus Carlsen er heimsmeistari í skák.

„Ég myndi gefa þessu fimm stjörnur af sex mögulegum,“ segir Magnus og heldur áfram.

„Ég var ekki alveg að kaupa það að aðalkarakterinn hafði ekki teflt kappskák í sex ár og yrði síðan allt í einu einn af þeim bestu í heiminum. Heilt yfir voru þetta stórkostlegir þættir.“

„Ég held að stórmeistarar í skák sjái ekki endilega skákborðið í loftinu í herberginu sínu.  En maður sér samt skákmenn horfa upp í loftið eða til hliðar og er það  þá oftast til að reyna muna einhvern leik.“

 

Carlsen tengir mikið við aðalsögupersónuna þegar kemur að því að lesa mikið um skák og í raun að hugsa um skák allan sólarhringinn.

Hér að neðan má heyra besta skákmann heims ræða um þættina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×