Ekki hægt að segja til um orsakasamband milli bólusetninga og dauðsfalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2021 18:53 Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekki víst hvort orsakatengsl séu á milli bólusetninga og dauðsfalla. Stöð 2 Þrjár tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun þess efnis að einstaklingar hafi látist eftir að hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni í síðustu viku. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekkert benda til þess að um orsakasamband sé að ræða en tilfellin verði þó skoðuð. „Það er raunverulega ekkert hægt að segja til um orsakasamband en það verður farið í að skoða það. Einu tengslin þarna eru annars vegar tímasetningin á bólusetningunni og hins vegar á dauðsfallinu,“ sagði Rúna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þessar tilkynningar, rétt eins og allar aðrar tilkynningar um aukaverkanir, verði þó skoðaðar. Hafa skuli þó í huga að um aldraða og langveika einstaklinga sé að ræða og því alls óvíst að um orsakatengsl sé að ræða. „Þetta voru aldraðir, langveikir einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og það er alls óvíst að nokkuð orsakasamhengi sé á milli bólusetningarinnar og dauðsfallsins, annað en bara tímasetningin,“ segir Rúna. Alls hafa sextán tilkynningar um aukaverkanir af völdum Comirnaty, bóluefni Pfizer, borist Lyfjastofnun. Fram kemur í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu að fjórar tilkynningar hafi verið alvarlegar en hinar tólf ekki. Flestar innsendar tilkynningar hafi varðað einkenni á stungustað, höfuðverk, svima og þreytu. Önnur einkenni hafi verið ógleði, þyngsli fyrir brjósti, andþyngsli, hægtaktur og slappleiki. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundar á miðvikudag Rúna segir of snemmt að segja til um hvort þetta verði til þess að bólusetningum á öldruðum einstaklingum verði með nokkru móti breytt. „Það er kannski heldur ekki okkar. Sóttvarnalæknir og landlæknir munu eflaust skoða það en við skulum bara hafa það hugfast að í þessari fyrstu umferð hjá okkur í bólusetningu var stærstur hluti elsti hópurinn okkar og langveikir sem að eru inni á stofnunum. Það voru einungis um það bil þúsund heilbrigðisstarfsmenn sem voru bólusettir svo að þetta er okkar langveikasta fólk,“ segir Rúna. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundaði í dag til að ræða umsókn lyfjaframleiðandans Moderna fyrir markaðsleyfi fyrir bóluefni hans. Rúna segir að niðurstaða hafi ekki náðst í málinu á fundinum. „Við vorum virkilega að vona að þetta myndi nást núna á kvöldfundinum. Þeir voru búnir að gefa upp tvær dagsetningar, annars vegar 4. janúar og hins vegar 6. janúar. Þá verður 6. janúar dagsetningin sem við vinnum með og vonum að þetta verði afgreitt þá. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
„Það er raunverulega ekkert hægt að segja til um orsakasamband en það verður farið í að skoða það. Einu tengslin þarna eru annars vegar tímasetningin á bólusetningunni og hins vegar á dauðsfallinu,“ sagði Rúna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þessar tilkynningar, rétt eins og allar aðrar tilkynningar um aukaverkanir, verði þó skoðaðar. Hafa skuli þó í huga að um aldraða og langveika einstaklinga sé að ræða og því alls óvíst að um orsakatengsl sé að ræða. „Þetta voru aldraðir, langveikir einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og það er alls óvíst að nokkuð orsakasamhengi sé á milli bólusetningarinnar og dauðsfallsins, annað en bara tímasetningin,“ segir Rúna. Alls hafa sextán tilkynningar um aukaverkanir af völdum Comirnaty, bóluefni Pfizer, borist Lyfjastofnun. Fram kemur í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu að fjórar tilkynningar hafi verið alvarlegar en hinar tólf ekki. Flestar innsendar tilkynningar hafi varðað einkenni á stungustað, höfuðverk, svima og þreytu. Önnur einkenni hafi verið ógleði, þyngsli fyrir brjósti, andþyngsli, hægtaktur og slappleiki. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundar á miðvikudag Rúna segir of snemmt að segja til um hvort þetta verði til þess að bólusetningum á öldruðum einstaklingum verði með nokkru móti breytt. „Það er kannski heldur ekki okkar. Sóttvarnalæknir og landlæknir munu eflaust skoða það en við skulum bara hafa það hugfast að í þessari fyrstu umferð hjá okkur í bólusetningu var stærstur hluti elsti hópurinn okkar og langveikir sem að eru inni á stofnunum. Það voru einungis um það bil þúsund heilbrigðisstarfsmenn sem voru bólusettir svo að þetta er okkar langveikasta fólk,“ segir Rúna. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundaði í dag til að ræða umsókn lyfjaframleiðandans Moderna fyrir markaðsleyfi fyrir bóluefni hans. Rúna segir að niðurstaða hafi ekki náðst í málinu á fundinum. „Við vorum virkilega að vona að þetta myndi nást núna á kvöldfundinum. Þeir voru búnir að gefa upp tvær dagsetningar, annars vegar 4. janúar og hins vegar 6. janúar. Þá verður 6. janúar dagsetningin sem við vinnum með og vonum að þetta verði afgreitt þá.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira