Megrunarátakið í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. janúar 2021 07:01 Það er gott að gera ráðstafanir fyrir millimál yfir vinnudaginn til að forðast það að freistast í óhollustu þegar svengdin gerir vart við sig. Vísir/Getty Það þykir reyndar ekki vinsælt í dag að tala um ,,megrun“ og eflaust réttara að tala um lífstílsbreytingu. En í upphafi árs eru það þó margir sem hafa sett sér markmið um að léttast á nýju ári og þá er um að gera að huga að vinnudögunum og hvernig best er að huga að átakinu þar. Vefsíðan Totaljobs leitaði ráða hjá tveimur næringaráðgjöfum sem gefa fólki eftirfarandi ráð fyrir vinnuvikuna. 1. Morgunmatur áður en þú ferð til vinnu Það er allur gangur á því hvort fólk fær sér morgunmat eða ekki. Margir þekkja það að vera á hraðferð, gefa sér ekki tíma eða finna ekki til svengdar og hafa ekki lyst. Í umræddu viðtali segir Dr. Sarah Brewer að þegar fólk borðar ekki áður en það byrjar að vinna, séu meiri líkur á að líkaminn brjóti niður vöðva til að bæta orkubirgðir sínar því við þurfum jú öll orku þegar að við vinnum. Hún segir einnig að ef við borðum ekki á morgnana, séu meiri líkur á að fólk borði meira seinna um daginn eða detti í einhverja óhollustu sem millimál. Þannig að hollur og góður morgunmatur er fyrsta atriðið að huga að. 2. Taktu hádegismatinn með þér Kosturinn við að gera hádegismatinn klárann og taka hann með sem nesti í vinnuna er að þannig stýrir þú því best sjálf/ur hvað nákvæmlega þú ert að borða. Næringafræðingurinn Charlotte Stirling-Reed segir heimatilbúinn hádegismat ekki þurfa að vera flókinn eða tímafrekur. Hún mælir með því að fólk taki sér tíu mínútur á kvöldin og útbúi nesti fyrir næsta dag. Þetta getur verið einfalt og gott salat, afgangur frá kvöldmatnum eða aðrar hollar máltíðir sem þér dettur í hug. Ef þú getur ekki útbúið þinn eiginn hádegismat er mælt með því að þú veljir vel hvar þú borðar í hádeginu, til viðbótar við hvað þú borðar. Veldu þér stað sem býður upp á hollustu. 3. Hádegið þitt Eitt atriði til viðbótar skiptir líka máli þegar kemur að hádeginu og það er að þú nýtir þann tíma vel og njótir. Margir þekkja það að vera á hlaupum í vinnunni og því er hádegismaturinn tekinn í hálfgerðum flýti. Eða jafnvel borðaður á vinnustöðinni. Reynslan sýnir hins vegar að með því að gefa okkur tíma til að njóta hans, erum við líklegri til að velja máltíðir betur og borðum hægar. Þá eru nokkur trix til í bókinni til að borða minna og hægar. Einfalt ráð er til dæmis að skipta um þá hendi sem þú heldur á gafflinum. Sumir yrðu eflaust klaufskir til að byrja með, en þetta einfalda ráð getur gert það að verkum að við borðum bæði minna og hægar. 4. Ekki sleppa millimálum Á átta tíma vinnudegi má gera ráð fyrir að svengdin segi til sín oftar en aðeins í hádeginu. Eða sé orðin allnokkur þegar við erum búin að vinna, en þá freistast margir til að grípa í einhverja óhollustu, t.d. þegar stokkið er inn í búð eða komið er heim. Góð venja er að vera með millimál við hendina í vinnunni. Þurrkaðir ávextir, ósaltaðar hnetur, gulrætur og fleira eru hugmyndir sem má nefna. 5. Vatnið í vinnunni Flestir sem eru að fara í átak eru meðvitaðir um að þurfa að drekka meira vatn yfir daginn. Þetta er algjört lykilatriði og því er mikilvægt að venja sig annað hvort á að vera með vatnsbrúsa við höndina í vinnunni eða telja ofan í sig að minnsta kosti sex til átta glös af vatni á dag. Oft hjálpar vatn líka til við að draga úr svengd og ef við verðum þyrst, er það vísbending um að við erum ekki að drekka nægilega mikinn vökva. Þeir sem vandræðast með vatnið geta gert það meira spennandi með því að drekka sítrónuvatn eða bæta við gúrkusneiðum eða myntulaufi í vatnsglösin/könnuna. Þá er á það bent að kosturinn við að vera með vatnsbrúsa við höndina er að ef vatnið er í augsýn allan daginn, eykur það líkurnar á því að þú drekkir meira vatn yfir daginn. Góðu ráðin Tengdar fréttir Ofát í fjarvinnu Margir óttast það að aukakílóunum sé að fjölga hratt í fjarvinnu og aukinni heimaviðveru. 16. apríl 2020 11:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Vefsíðan Totaljobs leitaði ráða hjá tveimur næringaráðgjöfum sem gefa fólki eftirfarandi ráð fyrir vinnuvikuna. 1. Morgunmatur áður en þú ferð til vinnu Það er allur gangur á því hvort fólk fær sér morgunmat eða ekki. Margir þekkja það að vera á hraðferð, gefa sér ekki tíma eða finna ekki til svengdar og hafa ekki lyst. Í umræddu viðtali segir Dr. Sarah Brewer að þegar fólk borðar ekki áður en það byrjar að vinna, séu meiri líkur á að líkaminn brjóti niður vöðva til að bæta orkubirgðir sínar því við þurfum jú öll orku þegar að við vinnum. Hún segir einnig að ef við borðum ekki á morgnana, séu meiri líkur á að fólk borði meira seinna um daginn eða detti í einhverja óhollustu sem millimál. Þannig að hollur og góður morgunmatur er fyrsta atriðið að huga að. 2. Taktu hádegismatinn með þér Kosturinn við að gera hádegismatinn klárann og taka hann með sem nesti í vinnuna er að þannig stýrir þú því best sjálf/ur hvað nákvæmlega þú ert að borða. Næringafræðingurinn Charlotte Stirling-Reed segir heimatilbúinn hádegismat ekki þurfa að vera flókinn eða tímafrekur. Hún mælir með því að fólk taki sér tíu mínútur á kvöldin og útbúi nesti fyrir næsta dag. Þetta getur verið einfalt og gott salat, afgangur frá kvöldmatnum eða aðrar hollar máltíðir sem þér dettur í hug. Ef þú getur ekki útbúið þinn eiginn hádegismat er mælt með því að þú veljir vel hvar þú borðar í hádeginu, til viðbótar við hvað þú borðar. Veldu þér stað sem býður upp á hollustu. 3. Hádegið þitt Eitt atriði til viðbótar skiptir líka máli þegar kemur að hádeginu og það er að þú nýtir þann tíma vel og njótir. Margir þekkja það að vera á hlaupum í vinnunni og því er hádegismaturinn tekinn í hálfgerðum flýti. Eða jafnvel borðaður á vinnustöðinni. Reynslan sýnir hins vegar að með því að gefa okkur tíma til að njóta hans, erum við líklegri til að velja máltíðir betur og borðum hægar. Þá eru nokkur trix til í bókinni til að borða minna og hægar. Einfalt ráð er til dæmis að skipta um þá hendi sem þú heldur á gafflinum. Sumir yrðu eflaust klaufskir til að byrja með, en þetta einfalda ráð getur gert það að verkum að við borðum bæði minna og hægar. 4. Ekki sleppa millimálum Á átta tíma vinnudegi má gera ráð fyrir að svengdin segi til sín oftar en aðeins í hádeginu. Eða sé orðin allnokkur þegar við erum búin að vinna, en þá freistast margir til að grípa í einhverja óhollustu, t.d. þegar stokkið er inn í búð eða komið er heim. Góð venja er að vera með millimál við hendina í vinnunni. Þurrkaðir ávextir, ósaltaðar hnetur, gulrætur og fleira eru hugmyndir sem má nefna. 5. Vatnið í vinnunni Flestir sem eru að fara í átak eru meðvitaðir um að þurfa að drekka meira vatn yfir daginn. Þetta er algjört lykilatriði og því er mikilvægt að venja sig annað hvort á að vera með vatnsbrúsa við höndina í vinnunni eða telja ofan í sig að minnsta kosti sex til átta glös af vatni á dag. Oft hjálpar vatn líka til við að draga úr svengd og ef við verðum þyrst, er það vísbending um að við erum ekki að drekka nægilega mikinn vökva. Þeir sem vandræðast með vatnið geta gert það meira spennandi með því að drekka sítrónuvatn eða bæta við gúrkusneiðum eða myntulaufi í vatnsglösin/könnuna. Þá er á það bent að kosturinn við að vera með vatnsbrúsa við höndina er að ef vatnið er í augsýn allan daginn, eykur það líkurnar á því að þú drekkir meira vatn yfir daginn.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Ofát í fjarvinnu Margir óttast það að aukakílóunum sé að fjölga hratt í fjarvinnu og aukinni heimaviðveru. 16. apríl 2020 11:00 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Ofát í fjarvinnu Margir óttast það að aukakílóunum sé að fjölga hratt í fjarvinnu og aukinni heimaviðveru. 16. apríl 2020 11:00