Brexit að skapa vandræði fyrir Stóra Sam í björgunaraðgerðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 10:01 Sam Allardyce gæti líklega ekki verið í meira krefjandi verkefni en að reyna að bjarga West Bromwich Albion frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Getty/Adam Fradgley Bretland er ekki lengur í Evrópusambandinu og frjálst flæði leikmanna frá Evrópu tilheyrir nú fortíðinni. Þetta munu liðin í ensku úrvalsdeildinni finna fyrir strax í janúar 2021. Hinn 66 ára gamli Sam Allardyce tók að sér risastórt verkefni á dögunum en hann ætlar að reyna að bjarga West Bromwich Albion frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Til að það takist þá þarf Sam Allardyce auðvitað að sækja sér liðstyrk í janúarglugganum en það gæti reynst enn erfiðara nú þegar nýtt ár er gengið í garð og nýjar reglur eru farnar að flækjast fyrir. Sam Allardyce kvartaði yfir því í gær að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu sé að gera honum mun erfiðara fyrir að fá nýja leikmenn. Bretar gengu endanlega úr Evrópusambandinu um þessi áramót og fyrir vikið er mun meira mál að fá atvinnuleyfi fyrir leikmenn frá þjóðum innan Evrópusambandsins. West Brom have had to pull out of three potential deals over work permit issues. Posted by Sky Sports on Sunnudagur, 3. janúar 2021 Það er líka alveg ljóst að West Bromwich Albion þarf á hjálp að halda en liðið tapaði 4-0 á móti Arsenal á laugardaginn og 5-0 á móti Leeds í leiknum á undan. Sam Allardyce staðfesti það í viðtali við Sky Sports að hann hafi þegar misst af þremur leikmönnum vegna þess að það var ekki hægt að útvega atvinnuleyfi fyrir þá. „Ég var búinn að finna þrjá leikmenn sem gætu komið hingað en mega það ekki. Það er synd,“ sagði Sam Allardyce. Allardyce ætlar að reyna að fá leikmenn á láni eða gera við þá stutta samninga. „Vegna nýrra reglna þá gátu þessir leikmenn ekki komið til landsins en þeir hefðu aftur á móti mátt það áður. Nú þarf ég að velta því fyrir mér hvort leikmenn geta fengið þetta leyfi. Þetta hefur gert stjóralífið mitt aðeins erfiðara. Þetta tengist ekki beint heimsfaraldrinum heldur er þetta tengt reglubreytingum vegna Brexit,“ sagði Sam. „Við munum gera það sem við getum til að finna leikmenn í miðjum heimsfaraldri en þetta verður erfiðasti félagsskiptagluggi sem ég hef unnið með á mínum ferli,“ sagði Sam Allardyce. Stór Sam talaði líka um það að þeir leikmenn sem koma verði að vera betri en þeir leikmenn sem eru fyrir. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Hinn 66 ára gamli Sam Allardyce tók að sér risastórt verkefni á dögunum en hann ætlar að reyna að bjarga West Bromwich Albion frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Til að það takist þá þarf Sam Allardyce auðvitað að sækja sér liðstyrk í janúarglugganum en það gæti reynst enn erfiðara nú þegar nýtt ár er gengið í garð og nýjar reglur eru farnar að flækjast fyrir. Sam Allardyce kvartaði yfir því í gær að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu sé að gera honum mun erfiðara fyrir að fá nýja leikmenn. Bretar gengu endanlega úr Evrópusambandinu um þessi áramót og fyrir vikið er mun meira mál að fá atvinnuleyfi fyrir leikmenn frá þjóðum innan Evrópusambandsins. West Brom have had to pull out of three potential deals over work permit issues. Posted by Sky Sports on Sunnudagur, 3. janúar 2021 Það er líka alveg ljóst að West Bromwich Albion þarf á hjálp að halda en liðið tapaði 4-0 á móti Arsenal á laugardaginn og 5-0 á móti Leeds í leiknum á undan. Sam Allardyce staðfesti það í viðtali við Sky Sports að hann hafi þegar misst af þremur leikmönnum vegna þess að það var ekki hægt að útvega atvinnuleyfi fyrir þá. „Ég var búinn að finna þrjá leikmenn sem gætu komið hingað en mega það ekki. Það er synd,“ sagði Sam Allardyce. Allardyce ætlar að reyna að fá leikmenn á láni eða gera við þá stutta samninga. „Vegna nýrra reglna þá gátu þessir leikmenn ekki komið til landsins en þeir hefðu aftur á móti mátt það áður. Nú þarf ég að velta því fyrir mér hvort leikmenn geta fengið þetta leyfi. Þetta hefur gert stjóralífið mitt aðeins erfiðara. Þetta tengist ekki beint heimsfaraldrinum heldur er þetta tengt reglubreytingum vegna Brexit,“ sagði Sam. „Við munum gera það sem við getum til að finna leikmenn í miðjum heimsfaraldri en þetta verður erfiðasti félagsskiptagluggi sem ég hef unnið með á mínum ferli,“ sagði Sam Allardyce. Stór Sam talaði líka um það að þeir leikmenn sem koma verði að vera betri en þeir leikmenn sem eru fyrir.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira