Brexit að skapa vandræði fyrir Stóra Sam í björgunaraðgerðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 10:01 Sam Allardyce gæti líklega ekki verið í meira krefjandi verkefni en að reyna að bjarga West Bromwich Albion frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Getty/Adam Fradgley Bretland er ekki lengur í Evrópusambandinu og frjálst flæði leikmanna frá Evrópu tilheyrir nú fortíðinni. Þetta munu liðin í ensku úrvalsdeildinni finna fyrir strax í janúar 2021. Hinn 66 ára gamli Sam Allardyce tók að sér risastórt verkefni á dögunum en hann ætlar að reyna að bjarga West Bromwich Albion frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Til að það takist þá þarf Sam Allardyce auðvitað að sækja sér liðstyrk í janúarglugganum en það gæti reynst enn erfiðara nú þegar nýtt ár er gengið í garð og nýjar reglur eru farnar að flækjast fyrir. Sam Allardyce kvartaði yfir því í gær að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu sé að gera honum mun erfiðara fyrir að fá nýja leikmenn. Bretar gengu endanlega úr Evrópusambandinu um þessi áramót og fyrir vikið er mun meira mál að fá atvinnuleyfi fyrir leikmenn frá þjóðum innan Evrópusambandsins. West Brom have had to pull out of three potential deals over work permit issues. Posted by Sky Sports on Sunnudagur, 3. janúar 2021 Það er líka alveg ljóst að West Bromwich Albion þarf á hjálp að halda en liðið tapaði 4-0 á móti Arsenal á laugardaginn og 5-0 á móti Leeds í leiknum á undan. Sam Allardyce staðfesti það í viðtali við Sky Sports að hann hafi þegar misst af þremur leikmönnum vegna þess að það var ekki hægt að útvega atvinnuleyfi fyrir þá. „Ég var búinn að finna þrjá leikmenn sem gætu komið hingað en mega það ekki. Það er synd,“ sagði Sam Allardyce. Allardyce ætlar að reyna að fá leikmenn á láni eða gera við þá stutta samninga. „Vegna nýrra reglna þá gátu þessir leikmenn ekki komið til landsins en þeir hefðu aftur á móti mátt það áður. Nú þarf ég að velta því fyrir mér hvort leikmenn geta fengið þetta leyfi. Þetta hefur gert stjóralífið mitt aðeins erfiðara. Þetta tengist ekki beint heimsfaraldrinum heldur er þetta tengt reglubreytingum vegna Brexit,“ sagði Sam. „Við munum gera það sem við getum til að finna leikmenn í miðjum heimsfaraldri en þetta verður erfiðasti félagsskiptagluggi sem ég hef unnið með á mínum ferli,“ sagði Sam Allardyce. Stór Sam talaði líka um það að þeir leikmenn sem koma verði að vera betri en þeir leikmenn sem eru fyrir. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Hinn 66 ára gamli Sam Allardyce tók að sér risastórt verkefni á dögunum en hann ætlar að reyna að bjarga West Bromwich Albion frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Til að það takist þá þarf Sam Allardyce auðvitað að sækja sér liðstyrk í janúarglugganum en það gæti reynst enn erfiðara nú þegar nýtt ár er gengið í garð og nýjar reglur eru farnar að flækjast fyrir. Sam Allardyce kvartaði yfir því í gær að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu sé að gera honum mun erfiðara fyrir að fá nýja leikmenn. Bretar gengu endanlega úr Evrópusambandinu um þessi áramót og fyrir vikið er mun meira mál að fá atvinnuleyfi fyrir leikmenn frá þjóðum innan Evrópusambandsins. West Brom have had to pull out of three potential deals over work permit issues. Posted by Sky Sports on Sunnudagur, 3. janúar 2021 Það er líka alveg ljóst að West Bromwich Albion þarf á hjálp að halda en liðið tapaði 4-0 á móti Arsenal á laugardaginn og 5-0 á móti Leeds í leiknum á undan. Sam Allardyce staðfesti það í viðtali við Sky Sports að hann hafi þegar misst af þremur leikmönnum vegna þess að það var ekki hægt að útvega atvinnuleyfi fyrir þá. „Ég var búinn að finna þrjá leikmenn sem gætu komið hingað en mega það ekki. Það er synd,“ sagði Sam Allardyce. Allardyce ætlar að reyna að fá leikmenn á láni eða gera við þá stutta samninga. „Vegna nýrra reglna þá gátu þessir leikmenn ekki komið til landsins en þeir hefðu aftur á móti mátt það áður. Nú þarf ég að velta því fyrir mér hvort leikmenn geta fengið þetta leyfi. Þetta hefur gert stjóralífið mitt aðeins erfiðara. Þetta tengist ekki beint heimsfaraldrinum heldur er þetta tengt reglubreytingum vegna Brexit,“ sagði Sam. „Við munum gera það sem við getum til að finna leikmenn í miðjum heimsfaraldri en þetta verður erfiðasti félagsskiptagluggi sem ég hef unnið með á mínum ferli,“ sagði Sam Allardyce. Stór Sam talaði líka um það að þeir leikmenn sem koma verði að vera betri en þeir leikmenn sem eru fyrir.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira