Slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem stærri hópar mega koma saman Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2020 18:28 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir segir ljóst að slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem gefinn verði meiri afsláttur á fjöldatakmörkunum. Sundlaugar verði opnaðar á undan líkamsræktarstöðvum því þar sé smithætta mun minni. Tónlistarfólk saup hveljur þegar það heyrði sóttvarnalækni segja að tveggja metra reglan yrði haldin í heiðri út árið. Töldu tónlistarmenn sóttvarnalækni hafa skrifað upp á dánarvottorð tónlistarbransans með þeim tilmælum því ekki sé hægt að halda arðbæra tónleika með slíkum takmörkunum. „Það held ég að séu of hörð viðbrögð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það sem ég hef alltaf sagt er að menn þurfi að hafa í heiðri þessa tveggja metra reglu út árið en menn þurfi að slaka á henni eftir því sem á líður. Þetta þarf að vera grunnregla hjá fólki hvað varðar einstaklingsbundnar sýkingarvarnir að reyna sem mest að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En það er algjörlega augljóst að þegar eru komnir mjög margir saman og þegar líða tekur á árið og gefinn er meiri afsláttur á takmörkunum þá þurfa menn að slaka á tveggja metra reglunni líka,“ segir Þórólfur. Sem þýðir að eftir því sem stærri hópar mega koma saman, þarf að slaka á tveggja metra reglunni. Þannig að ef 2.000 manna samkomur verða leyfðar, þá verður tveggja metra reglan varla í hávegum höfð á þeim viðburðum? „Það segir sig nokkuð sjálft að það verður mjög erfitt,“ segir Þórólfur. Stefnt er að opnun sundlauga 18. maí en ekki líkamsræktarstöðvum. Hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd en Þórólfur segir ástæðuna einfalda, minni smithætta sé í sundlaugum en líkamsræktarstöðvum. „Að mínu mati eru snertifletir í líkamsræktarstöðvum miklu fleiri og smithættan miklu meiri heldur en í sundi. Þar fyrir utan er klórmagnið í laugunum mjög slæmt fyrir þessa veiru. Þannig að ég held að smithættan sé mun minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Hann segir engin smit hafa komið upp í líkamsræktarstöðvum svo best sé vitað. „En við erum ekki bara að einblína á þá staði þar sem smit hefur komið upp, heldur erum við að benda á þá staði og aðstæður sem geta orðið til þess að smit verði. Það er það sem við höfum verið að vinna með allan tímann og reyna að koma í veg fyrir.“ Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að hann hefði sínar kenningar varðandi það að sundlaugar muni opna á undan líkamsræktarstöðvum. Sagðist Björn hallast að því að um pólitík væri að ræða. Einhver beitti þrýstingi svo til að komast í sund. „Ég kannast ekki við að vera beittur neinum þrýstingi. Ég tel einfaldlega að smithættan sé meiri í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum, vegna þess að smitfletir eru fleiri í líkamsræktarstöðvum og meiri nánd þar en í sundi.“ Stefnt er að opnun líkamsræktarstöðvum þegar takmörkunum verður aflétt í næsta skrefi, mögulega um næstu mánaðamót. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Menning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir ljóst að slakað verði á tveggja metra reglunni eftir því sem gefinn verði meiri afsláttur á fjöldatakmörkunum. Sundlaugar verði opnaðar á undan líkamsræktarstöðvum því þar sé smithætta mun minni. Tónlistarfólk saup hveljur þegar það heyrði sóttvarnalækni segja að tveggja metra reglan yrði haldin í heiðri út árið. Töldu tónlistarmenn sóttvarnalækni hafa skrifað upp á dánarvottorð tónlistarbransans með þeim tilmælum því ekki sé hægt að halda arðbæra tónleika með slíkum takmörkunum. „Það held ég að séu of hörð viðbrögð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það sem ég hef alltaf sagt er að menn þurfi að hafa í heiðri þessa tveggja metra reglu út árið en menn þurfi að slaka á henni eftir því sem á líður. Þetta þarf að vera grunnregla hjá fólki hvað varðar einstaklingsbundnar sýkingarvarnir að reyna sem mest að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En það er algjörlega augljóst að þegar eru komnir mjög margir saman og þegar líða tekur á árið og gefinn er meiri afsláttur á takmörkunum þá þurfa menn að slaka á tveggja metra reglunni líka,“ segir Þórólfur. Sem þýðir að eftir því sem stærri hópar mega koma saman, þarf að slaka á tveggja metra reglunni. Þannig að ef 2.000 manna samkomur verða leyfðar, þá verður tveggja metra reglan varla í hávegum höfð á þeim viðburðum? „Það segir sig nokkuð sjálft að það verður mjög erfitt,“ segir Þórólfur. Stefnt er að opnun sundlauga 18. maí en ekki líkamsræktarstöðvum. Hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd en Þórólfur segir ástæðuna einfalda, minni smithætta sé í sundlaugum en líkamsræktarstöðvum. „Að mínu mati eru snertifletir í líkamsræktarstöðvum miklu fleiri og smithættan miklu meiri heldur en í sundi. Þar fyrir utan er klórmagnið í laugunum mjög slæmt fyrir þessa veiru. Þannig að ég held að smithættan sé mun minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Hann segir engin smit hafa komið upp í líkamsræktarstöðvum svo best sé vitað. „En við erum ekki bara að einblína á þá staði þar sem smit hefur komið upp, heldur erum við að benda á þá staði og aðstæður sem geta orðið til þess að smit verði. Það er það sem við höfum verið að vinna með allan tímann og reyna að koma í veg fyrir.“ Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að hann hefði sínar kenningar varðandi það að sundlaugar muni opna á undan líkamsræktarstöðvum. Sagðist Björn hallast að því að um pólitík væri að ræða. Einhver beitti þrýstingi svo til að komast í sund. „Ég kannast ekki við að vera beittur neinum þrýstingi. Ég tel einfaldlega að smithættan sé meiri í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum, vegna þess að smitfletir eru fleiri í líkamsræktarstöðvum og meiri nánd þar en í sundi.“ Stefnt er að opnun líkamsræktarstöðvum þegar takmörkunum verður aflétt í næsta skrefi, mögulega um næstu mánaðamót.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Menning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira