Krefjast þess að líkamsræktarstöðvar verði opnaðar um leið og sundlaugar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2020 18:11 Frá World Class í Laugum. Vísir/vilhelm Yfir þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt við undirskriftalista þar sem þrýst er á stjórnvöld að opna líkamsræktarstöðvar um leið og sundlaugar þann 18. maí. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar hafa verið lokaðar frá því að hert samkomubann tók gildi 24. mars. Ekki var viðbúið að þær yrðu opnaðar aftur fyrr en um mánaðamótin maí/júní hið fyrsta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti svo óvænt í gær að nú væri stefnt að því að opna sundlaugar 18. maí, með takmörkunum. En eftir sátu líkamsræktarstöðvarnar. Björn Leifsson, eigandi World Class, kvaðst afar ósáttur við þessa ákvörðun heilbrigðisyfirvalda, þ.e. að boða snemmbúna opnun sundlauga en halda líkamsræktinni áfram lokaðri. „„Það leggst mjög illa í mig eins og væntanlega flesta landsmenn. Ef eitthvað er þá eru fleiri sem stunda líkamsræktarstöðvar á landinu og eru ekki síður mikilvægar,“ sagði Björn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Áður en það var lokað þá var nóg pláss fyrir alla. Ég veit ekki til þess að nein smit hafi verið rakin inn á líkamsræktarstöðvarnar. Ég sé ekki mun á sundi og líkamsrækt í þeim efnum. Þar fyrir utan voru þau búin að tilkynna það áður að sund og líkamsræktarstöðvar yrðu ekki slitin í sundur.“ Og fleiri virðast ósáttir við fyrirhugaða þróun mála. Viktor Berg Margrétarson er aðstandandi téðrar undirskriftarsöfnunar sem birt var í gegnum vef Þjóðskrár Íslands í dag. Þar er þess krafist að líkamsræktarstöðvar fylgi sundlaugunum og verði einnig opnaðar 18. maí. Þegar þetta er ritað hafa 1020 skráð sig á listann. Viktor segir á Facebook-síðu sinni í dag að honum finnist frábært að verið sé að létta á veirutakmörkunum og kveðst vona að allir haldi áfram að fara varlega. „Þetta er hinsvegar ákveðið prinsipp mál að opna líkamsræktarstöðvarnar þegar það er hægt að opna sundlaugar ofl staði,“ skrifar Viktor. Undirskriftalistann má nálgast hér. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. 4. maí 2020 14:18 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Yfir þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt við undirskriftalista þar sem þrýst er á stjórnvöld að opna líkamsræktarstöðvar um leið og sundlaugar þann 18. maí. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar hafa verið lokaðar frá því að hert samkomubann tók gildi 24. mars. Ekki var viðbúið að þær yrðu opnaðar aftur fyrr en um mánaðamótin maí/júní hið fyrsta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti svo óvænt í gær að nú væri stefnt að því að opna sundlaugar 18. maí, með takmörkunum. En eftir sátu líkamsræktarstöðvarnar. Björn Leifsson, eigandi World Class, kvaðst afar ósáttur við þessa ákvörðun heilbrigðisyfirvalda, þ.e. að boða snemmbúna opnun sundlauga en halda líkamsræktinni áfram lokaðri. „„Það leggst mjög illa í mig eins og væntanlega flesta landsmenn. Ef eitthvað er þá eru fleiri sem stunda líkamsræktarstöðvar á landinu og eru ekki síður mikilvægar,“ sagði Björn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Áður en það var lokað þá var nóg pláss fyrir alla. Ég veit ekki til þess að nein smit hafi verið rakin inn á líkamsræktarstöðvarnar. Ég sé ekki mun á sundi og líkamsrækt í þeim efnum. Þar fyrir utan voru þau búin að tilkynna það áður að sund og líkamsræktarstöðvar yrðu ekki slitin í sundur.“ Og fleiri virðast ósáttir við fyrirhugaða þróun mála. Viktor Berg Margrétarson er aðstandandi téðrar undirskriftarsöfnunar sem birt var í gegnum vef Þjóðskrár Íslands í dag. Þar er þess krafist að líkamsræktarstöðvar fylgi sundlaugunum og verði einnig opnaðar 18. maí. Þegar þetta er ritað hafa 1020 skráð sig á listann. Viktor segir á Facebook-síðu sinni í dag að honum finnist frábært að verið sé að létta á veirutakmörkunum og kveðst vona að allir haldi áfram að fara varlega. „Þetta er hinsvegar ákveðið prinsipp mál að opna líkamsræktarstöðvarnar þegar það er hægt að opna sundlaugar ofl staði,“ skrifar Viktor. Undirskriftalistann má nálgast hér.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. 4. maí 2020 14:18 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00
Stefnt að því að opna sundlaugarnar þann 18. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafa orðið ásátt um að stefna að því að opna sundlaugar landsins þann 18. maí næstkomandi en með takmörkunum þó. 4. maí 2020 14:18