Markmiðið að „banna óþarfa drasl“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2020 20:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að banna neinar plastvörur sem aðrar og umhverfisvænni vörur geta ekki leyst af hólmi. Þetta segir umhverfisráðherra sem mælti fyrir frumvarpi í gær sem hefur það að markmiði að banna óþarfa drasl sem veldur plastmengun í hafi. Nái frumvarp sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær fram að ganga verður bannað að setja á markað ýmsar einnota vörur úr plasti. Bannið á til dæmis við um eyrnapinna og einnota hnífapör úr plasti, sogrör, hræripinna í drykkjarvörur, plastprik sem ætlað er að festa við blöðrur og hvers kyns matar- og drykkjarílát úr frauðplasti. Vörur sem hægt er að nota í lækningaskyni eru undanskildar. „Þetta snýst um það að banna ákveðnar gerðir af einnota plasti, við getum kannski sagt bara að banna óþarfa drasl,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að þetta skipti rosalega miklu máli til að draga úr því álagi sem er að verða af þessum vörum á hafið af því að margt af þessu endar því miður þar.“ Þetta séu þær vörur úr einnota plasti sem mest finnist af á ströndum í Evrópu. Eyrnapinnar og einnota hnífapör og diskar úr plasti, sogrör, hræripinnar í drykki, plastprik á blöðrur og hvers konar matara- og drykkjarílát úr frauðplasti verða bönnuð, nái frumvarp umhverfisráðherra fram að ganga.Vísir/Hafsteinn „Það eru til aðrar vörur í staðinn fyrir allar þessar plastvörur, einnota sem þarna er verið að leggja til bann við. Þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því, það mun ekki flæða út úr eyrunum á okkur eyrnamergurinn ef við getum orðað það þannig,“ segir ráðherra, spurður hvað ræður því hvaða vörur bannið nær til og hverra ekki. Þótt sogrör séu eflaust í flestum tilfellum óþarfi geta þau reynst sumum nauðsynleg, til dæmis vegna fötlunar eða af læknisfræðilegum ástæðum. „Ef að einhver atriði, eins og þessi sem þú nefnir, eru vafaatriði þá er það eitthvað sem mér finnst að þingnefndin þurfi að skoða sérstaklega og þá að skoða það hvort að það séu aðrar lausnir í boði raunverulega eða hvort að þetta sé eitthvað sem að þurfi að vera áfram við lýði,“ segir ráðherra. En er æskilegt að beita boðum og bönnum, nú þegar mikil vitundarvakning er að eiga sér stað í samfélaginu? „Vitundarvakningin er alveg gríðarlega mikil, við erum að sjá miklu fleiri bæði að fara út og plokka og vera miklu ábyrgari í sinni umhverfishegðun. En ef við lítum til dæmis til plastpokabannsins sem var samþykkt á þingi í fyrra þá er niðurstaðan af því að það er miklu minna af pokum sem eru í umferð í náttúrunni núna samkvæmt því sem plokkararnir segja okkur,“ svarar Guðmundur Ingi. Umhverfisráðherra plokkaði rusl á stóra plokkdeginum í fyrra.Vísir/Friðrik Þór „Þannig að ég held að í bland, þá er nauðsynlegt að setja aðgerðir sem þessar, þó svo að við séum ekki að draga úr fræðslunni, einfaldlega vegna þess að við verðum að koma í veg fyrir að þessir óþarfa hlutir séu í rauninni að fara út í náttúruna og þá í mörgum tilfellum að enda úti í sjó.“ Samstarf við Noreg og Evrópusambandið Þá mælti ráðherra einnig fyrir frumvarpi í gær sem varðar það hvernig Ísland hyggst uppfylla skilyrði Parísarsáttmálans frá 2015. „Þetta er lykilskref í því að við staðfestum skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu hvað varðar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Þetta nær þá til stóriðjunar og flugsins, þetta nær til sjávarútvegs, landbúnaðar, úrgangsmála og svo framvegis og líka til landnotkunar,“ segir Guðmundur Ingi. Frumvarpið móti lagaramman um þær skuldbindingar sem Ísland hefur gert gagnvart samkomulaginu. Nú var Parísarsáttmálinn samþykktur 2015, af hverju er þetta að gerast fyrst núna? „Við erum aðfara í samstarf með Noregi og Evrópusambandinu um sameiginlegt markmið um 40% samdrátt árið2030 þannig að viðerum í rauninni að raungera þetta núna. Íslensk stjórnvöld hafa náttúrlega gripiðtil aðgerða fyrr, viðsettum fjármagnaða aðgerðaáætlun 2018 í gang, þessi ríkisstjórn sem núna er við völd og erum að fara að setja uppfærða útgáfu af henni fram fyrir sumarið þannig aðsjálfsögðu erum við að vinna aðþessum málum,“ svarar ráðherra. Umhverfismál Alþingi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Ekki stendur til að banna neinar plastvörur sem aðrar og umhverfisvænni vörur geta ekki leyst af hólmi. Þetta segir umhverfisráðherra sem mælti fyrir frumvarpi í gær sem hefur það að markmiði að banna óþarfa drasl sem veldur plastmengun í hafi. Nái frumvarp sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær fram að ganga verður bannað að setja á markað ýmsar einnota vörur úr plasti. Bannið á til dæmis við um eyrnapinna og einnota hnífapör úr plasti, sogrör, hræripinna í drykkjarvörur, plastprik sem ætlað er að festa við blöðrur og hvers kyns matar- og drykkjarílát úr frauðplasti. Vörur sem hægt er að nota í lækningaskyni eru undanskildar. „Þetta snýst um það að banna ákveðnar gerðir af einnota plasti, við getum kannski sagt bara að banna óþarfa drasl,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að þetta skipti rosalega miklu máli til að draga úr því álagi sem er að verða af þessum vörum á hafið af því að margt af þessu endar því miður þar.“ Þetta séu þær vörur úr einnota plasti sem mest finnist af á ströndum í Evrópu. Eyrnapinnar og einnota hnífapör og diskar úr plasti, sogrör, hræripinnar í drykki, plastprik á blöðrur og hvers konar matara- og drykkjarílát úr frauðplasti verða bönnuð, nái frumvarp umhverfisráðherra fram að ganga.Vísir/Hafsteinn „Það eru til aðrar vörur í staðinn fyrir allar þessar plastvörur, einnota sem þarna er verið að leggja til bann við. Þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því, það mun ekki flæða út úr eyrunum á okkur eyrnamergurinn ef við getum orðað það þannig,“ segir ráðherra, spurður hvað ræður því hvaða vörur bannið nær til og hverra ekki. Þótt sogrör séu eflaust í flestum tilfellum óþarfi geta þau reynst sumum nauðsynleg, til dæmis vegna fötlunar eða af læknisfræðilegum ástæðum. „Ef að einhver atriði, eins og þessi sem þú nefnir, eru vafaatriði þá er það eitthvað sem mér finnst að þingnefndin þurfi að skoða sérstaklega og þá að skoða það hvort að það séu aðrar lausnir í boði raunverulega eða hvort að þetta sé eitthvað sem að þurfi að vera áfram við lýði,“ segir ráðherra. En er æskilegt að beita boðum og bönnum, nú þegar mikil vitundarvakning er að eiga sér stað í samfélaginu? „Vitundarvakningin er alveg gríðarlega mikil, við erum að sjá miklu fleiri bæði að fara út og plokka og vera miklu ábyrgari í sinni umhverfishegðun. En ef við lítum til dæmis til plastpokabannsins sem var samþykkt á þingi í fyrra þá er niðurstaðan af því að það er miklu minna af pokum sem eru í umferð í náttúrunni núna samkvæmt því sem plokkararnir segja okkur,“ svarar Guðmundur Ingi. Umhverfisráðherra plokkaði rusl á stóra plokkdeginum í fyrra.Vísir/Friðrik Þór „Þannig að ég held að í bland, þá er nauðsynlegt að setja aðgerðir sem þessar, þó svo að við séum ekki að draga úr fræðslunni, einfaldlega vegna þess að við verðum að koma í veg fyrir að þessir óþarfa hlutir séu í rauninni að fara út í náttúruna og þá í mörgum tilfellum að enda úti í sjó.“ Samstarf við Noreg og Evrópusambandið Þá mælti ráðherra einnig fyrir frumvarpi í gær sem varðar það hvernig Ísland hyggst uppfylla skilyrði Parísarsáttmálans frá 2015. „Þetta er lykilskref í því að við staðfestum skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu hvað varðar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Þetta nær þá til stóriðjunar og flugsins, þetta nær til sjávarútvegs, landbúnaðar, úrgangsmála og svo framvegis og líka til landnotkunar,“ segir Guðmundur Ingi. Frumvarpið móti lagaramman um þær skuldbindingar sem Ísland hefur gert gagnvart samkomulaginu. Nú var Parísarsáttmálinn samþykktur 2015, af hverju er þetta að gerast fyrst núna? „Við erum aðfara í samstarf með Noregi og Evrópusambandinu um sameiginlegt markmið um 40% samdrátt árið2030 þannig að viðerum í rauninni að raungera þetta núna. Íslensk stjórnvöld hafa náttúrlega gripiðtil aðgerða fyrr, viðsettum fjármagnaða aðgerðaáætlun 2018 í gang, þessi ríkisstjórn sem núna er við völd og erum að fara að setja uppfærða útgáfu af henni fram fyrir sumarið þannig aðsjálfsögðu erum við að vinna aðþessum málum,“ svarar ráðherra.
Umhverfismál Alþingi Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira