Eliza og Vigdís skrifuðu leyniskilaboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2020 16:30 Tveggja metra reglan var virt í garðinum við Aragötu þar sem afmælisbarnið Eliza Reid, Vigdís Finnbogadóttir og Þórunn Árnadóttir (til hægri) hleyptu átakinu af stað. Vísir/Friðrik Þór Garður frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta var vettvangurinn þegar Mæðrablóminu, árlegu söfnunarátaki Mæðrastyrksnefndar fyrir tekjulágar konur sem vilja mennta sig, var hleypt af stokkunum. Menntunarsjóður nefndarinnar hefur styrkt 250 konur til náms frá árinu 2012 þegar sjóðurinn var stofnaður. Mæðrablómið er Leyniskilaboðakerti sem selt er þriðja árið í röð en allur ágóði af sölu þess rennur óskertur til Menntunarsjóðsins. Markmið sjóðsins er að efla styrkþega til mennta og auka þannig möguleika þeirra á að finna góð störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 52 konum styrk til náms. Söfnunarátakið hófst í hádeginu í dag í garði frú Vigdísar með móttöku þar sem Vigdís, frú Eliza Reid forsetafrú og Sigríður Thorlacius söngkona tóku á móti kertum frá stjórn Menntunarsjóðsins, Þórunni Árnadóttur, vöruhönnuði, og öðrum velunnurum sjóðsins. Stutt er síðan 90 ára afmæli Vigdísar var fagnað í garðinum við Aragötu þar sem sungið var og sögur sagðar. Eliza og Vigdís eru sérstakir stuðningsaðilar átaksins og hafa verið undanfarin ár. Sigríður bættist í hópinn í ár. Allar hafa þær valið sinn leyniskilaboðatexta í kertin tileinkaðan mæðrum. Til styrktar átakinu í ár hefur Sigríður jafnframt tekið upp lagið Litli tónlistarmaðurinn eftir Freymóð Jóhannsson, betur þekktur sem Tólfti september, sem dreift verður ásamt nýju leiknu myndbandi á samfélagsmiðlum. Eliza Reid fagnar 44 ára afmæli sínu í dag og skrifaði Guðni Th. Jóhannesson forseti kveðju til konu sinnar í morgun. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins og gefur hún vinnu sína nú þriðja árið í röð. Alls geta kaupendur valið um fimm mismunandi texta. Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun. Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Eldum Rétt, Nettó og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 5.-19. maí. Hægt er að styrkja sjóðinn með frjálsum framlögum í banka: 515-14-407333, kennitala: 660612-1140. Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Félagsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Garður frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta var vettvangurinn þegar Mæðrablóminu, árlegu söfnunarátaki Mæðrastyrksnefndar fyrir tekjulágar konur sem vilja mennta sig, var hleypt af stokkunum. Menntunarsjóður nefndarinnar hefur styrkt 250 konur til náms frá árinu 2012 þegar sjóðurinn var stofnaður. Mæðrablómið er Leyniskilaboðakerti sem selt er þriðja árið í röð en allur ágóði af sölu þess rennur óskertur til Menntunarsjóðsins. Markmið sjóðsins er að efla styrkþega til mennta og auka þannig möguleika þeirra á að finna góð störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 52 konum styrk til náms. Söfnunarátakið hófst í hádeginu í dag í garði frú Vigdísar með móttöku þar sem Vigdís, frú Eliza Reid forsetafrú og Sigríður Thorlacius söngkona tóku á móti kertum frá stjórn Menntunarsjóðsins, Þórunni Árnadóttur, vöruhönnuði, og öðrum velunnurum sjóðsins. Stutt er síðan 90 ára afmæli Vigdísar var fagnað í garðinum við Aragötu þar sem sungið var og sögur sagðar. Eliza og Vigdís eru sérstakir stuðningsaðilar átaksins og hafa verið undanfarin ár. Sigríður bættist í hópinn í ár. Allar hafa þær valið sinn leyniskilaboðatexta í kertin tileinkaðan mæðrum. Til styrktar átakinu í ár hefur Sigríður jafnframt tekið upp lagið Litli tónlistarmaðurinn eftir Freymóð Jóhannsson, betur þekktur sem Tólfti september, sem dreift verður ásamt nýju leiknu myndbandi á samfélagsmiðlum. Eliza Reid fagnar 44 ára afmæli sínu í dag og skrifaði Guðni Th. Jóhannesson forseti kveðju til konu sinnar í morgun. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins og gefur hún vinnu sína nú þriðja árið í röð. Alls geta kaupendur valið um fimm mismunandi texta. Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun. Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Eldum Rétt, Nettó og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 5.-19. maí. Hægt er að styrkja sjóðinn með frjálsum framlögum í banka: 515-14-407333, kennitala: 660612-1140.
Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Félagsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira