Varð mjög fúll og hellti sér yfir Guðjón Val þegar hann hætti í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson er frábær íþróttamaður og það kemur líklega fáum á óvart að hann hafi einnig verið öflugur inn á fótboltavellinum. EPA/PACO PUENTES Guðjón Valur Sigurðsson er bæði einn besti íþróttamaður og besti handboltamaður sem íslenska þjóðin hefur eignast. Hann þurfti samt á sínum tíma að velja á milli handboltans og fótboltans. Guðjón Valur Sigurðsson fór meðal annars yfir fyrstu ár íþróttaferilsins í spjalli við Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Þar kom fram að hann æfði í nokkur ár hjá KR og var heillengi í fótbolta. „Ég byrja í Gróttu fyrst þegar ég var sjö ára. Þá var minn aldur ekki með flokk þannig að ég spilaði upp fyrir mig. Ég endaði síðan á að fara með góðum félaga okkar, Herði Gylfasyni, á æfingar hjá KR. Hann bjó á móti mér og ég fékk að fljóta með á æfingar hjá KR í bæði handbolta og fótbolta,“ sagði Guðjón Valur. Var sterkur varnarmaður „Ég skipti síðan yfir í Gróttu þegar ég er níu ára og í fótboltanum endanlega þegar ég er tólf ára. Þá var ég kominn bæði í handbolta og fótbolta í Gróttu. Ég er þar þangað til að Grótta er sameinuð í Gróttu/KR og ég fer síðan norður,“ sagði Guðjón Valur en var hann eitthvað góður í fótbolta og hefði kannski getað gert eitthvað þar? „Ég var allt í lagi. Ég var einu sinni í úrtakshóp hjá KSÍ. Ég gat skotið fast og fékk að taka aukaspyrnur og víti. Ég var oftast í vörninni og var ágætur þar,“ sagði Guðjón Valur en það voru einhverjir sem vildu sjá hann áfram í fótboltanum. „Sigurður Helgason, þjálfari KR, sem þjálfaði okkur báða líka, hann var mjög fúll út í mig og hellti sér yfir mig þegar ég hætti í fótboltanum. Hann sagði að ég ætti stóra framtíð í fótboltanum en ég held að ég hafi valið rétt,“ sagði Guðjón Valur. Kominn í framherjann undir lokin „Ég var í fótboltanum í Gróttu og færðist alltaf framar á völlinn eftir því sem iðkendum fækkaði. Eftir að ég hætti í fótbolta þá héldum við áfram að spila og það var haldið út í flokki. Ég var kominn fram undir lokin,“ sagði Guðjón Valur. „Svo var enginn meistaraflokkur sem tók við hjá Gróttu og þá var búið að taka mig inn í meistaraflokkinn hjá Gróttu í handboltanum,“ sagði Guðjón Valur en Gauti Grétarsson tók Guðjón fyrst þangað inn. Það má heyra Guðjón Val tala um fótboltaferlinn sinn hér fyrir neðan. Klippa: Guðjón Valur um fótboltárin sín Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni. Handbolti Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson er bæði einn besti íþróttamaður og besti handboltamaður sem íslenska þjóðin hefur eignast. Hann þurfti samt á sínum tíma að velja á milli handboltans og fótboltans. Guðjón Valur Sigurðsson fór meðal annars yfir fyrstu ár íþróttaferilsins í spjalli við Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Þar kom fram að hann æfði í nokkur ár hjá KR og var heillengi í fótbolta. „Ég byrja í Gróttu fyrst þegar ég var sjö ára. Þá var minn aldur ekki með flokk þannig að ég spilaði upp fyrir mig. Ég endaði síðan á að fara með góðum félaga okkar, Herði Gylfasyni, á æfingar hjá KR. Hann bjó á móti mér og ég fékk að fljóta með á æfingar hjá KR í bæði handbolta og fótbolta,“ sagði Guðjón Valur. Var sterkur varnarmaður „Ég skipti síðan yfir í Gróttu þegar ég er níu ára og í fótboltanum endanlega þegar ég er tólf ára. Þá var ég kominn bæði í handbolta og fótbolta í Gróttu. Ég er þar þangað til að Grótta er sameinuð í Gróttu/KR og ég fer síðan norður,“ sagði Guðjón Valur en var hann eitthvað góður í fótbolta og hefði kannski getað gert eitthvað þar? „Ég var allt í lagi. Ég var einu sinni í úrtakshóp hjá KSÍ. Ég gat skotið fast og fékk að taka aukaspyrnur og víti. Ég var oftast í vörninni og var ágætur þar,“ sagði Guðjón Valur en það voru einhverjir sem vildu sjá hann áfram í fótboltanum. „Sigurður Helgason, þjálfari KR, sem þjálfaði okkur báða líka, hann var mjög fúll út í mig og hellti sér yfir mig þegar ég hætti í fótboltanum. Hann sagði að ég ætti stóra framtíð í fótboltanum en ég held að ég hafi valið rétt,“ sagði Guðjón Valur. Kominn í framherjann undir lokin „Ég var í fótboltanum í Gróttu og færðist alltaf framar á völlinn eftir því sem iðkendum fækkaði. Eftir að ég hætti í fótbolta þá héldum við áfram að spila og það var haldið út í flokki. Ég var kominn fram undir lokin,“ sagði Guðjón Valur. „Svo var enginn meistaraflokkur sem tók við hjá Gróttu og þá var búið að taka mig inn í meistaraflokkinn hjá Gróttu í handboltanum,“ sagði Guðjón Valur en Gauti Grétarsson tók Guðjón fyrst þangað inn. Það má heyra Guðjón Val tala um fótboltaferlinn sinn hér fyrir neðan. Klippa: Guðjón Valur um fótboltárin sín Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni.
Handbolti Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira