Þekkingin skiptir öllu máli Guðmundur Andri Thorsson skrifar 4. maí 2020 10:30 Við í þingflokki Samfylkingarinnar höfum lagst á árarnar með stjórnvöldum við að greiða málum ríkisstjórnarinnar í tengslum við Kófið leið í gegnum þingið. Við höfum unnið þessi mál í nefndum í góðri samvinnu við þingmenn stjórnarmeirihlutans, sem að vísu hafa ekki samþykkt sumar breytingatillögur okkar. Í allri þessari vinnu reynum við að koma auga á það sem þarf að gera betur og koma með tillögur til úrbóta: má þar nefna mál okkar um að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar svo að þær nálgist framfærsluviðmið. Við reyndum líka að taka höndum saman við Pírata og Flokk fólksins við að finna leiðir til að láta lögbundnar kauphækkanir þingmanna og annarra hópa ekki koma til framkvæmda. Á leiðinni er mál frá okkur um að taka á fjárhagsvanda sveitarfélaganna sem hafa ærnar skyldur í nærþjónustunni. Og í liðinni viku lögðum við fram mál sem snertir námsmenn sérstaklega. Í tillögu okkar eru ýmsar aðgerðir: við viljum að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar og LÍN bjóði upp á framfærslustyrki sem stúdentar í hlutastarfi geti hagnýtt sér. Við stingum upp á endurgreiðslu á ferðakostnaði vegna yfirstandandi annar erlendis og niðurfellingu á lánsupphæð náist ekki að ljúka önninni. VIð viljum tryggja starfsnám iðnnema með auknu fjármagni í vinnustaðanámssjóð svo að fleiri meistarar geti tekið nema; öll erum við sammála um nauðsyn þess að beina ungu fólki í iðnnám, ekki síst þeim sem þar njóta sín betur en oní bókum. Við viljum líkaniðurgreiða sálfræðiþjónustuog efla geðheilbrigðishjálp fyrir námsmenn enda kvíði og margvíslegir kvillar honum tengdir stórfellt vandamál hjá ungu fólki, og getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Og loks viljum við efla styrktarsjóði Rannís. Námsmenn eru hópur sem ekki má gleymast í Kófinu. Raunar er erfitt að tala um námsmenn sem einn sérstakan hóp: þetta er fólk af öllum stærðum og gerðum sem á það sammerkt að vera á þessum stað í lífinu, að afla sér þekkingar á einhverjum sviðum, sem á síðar eftir að nýtast viðkomandi einstaklingum og væntanlega samfélaginu öllu á margvíslegan hátt. Námsmenn eru fjölskyldufólk og einhleypir – foreldrar (raunar um 34%) og barnlaust fólk; afreksfólk og meðaljónar-og-gunnur, og allt þar á milli. En mikilvægt er að hafa í huga að hjá þessu fólki, námsmönnum, eru vaxtarsprotarnir sem við setjum ekki síst traust okkar þegar við vinnum okkur út úr Kófinu, með þekkinguna að vopni, sköpunargleðina við að búa til alls konar verðmæti og endurnýjunarkraftinn sem fylgir ungu og hugmyndaríku fólki sem er fundvíst á lausnir við margháttum krefjandi úrlausnarefnum okkar tíma. Þekkingin skiptir þar öllu máli. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Við í þingflokki Samfylkingarinnar höfum lagst á árarnar með stjórnvöldum við að greiða málum ríkisstjórnarinnar í tengslum við Kófið leið í gegnum þingið. Við höfum unnið þessi mál í nefndum í góðri samvinnu við þingmenn stjórnarmeirihlutans, sem að vísu hafa ekki samþykkt sumar breytingatillögur okkar. Í allri þessari vinnu reynum við að koma auga á það sem þarf að gera betur og koma með tillögur til úrbóta: má þar nefna mál okkar um að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar svo að þær nálgist framfærsluviðmið. Við reyndum líka að taka höndum saman við Pírata og Flokk fólksins við að finna leiðir til að láta lögbundnar kauphækkanir þingmanna og annarra hópa ekki koma til framkvæmda. Á leiðinni er mál frá okkur um að taka á fjárhagsvanda sveitarfélaganna sem hafa ærnar skyldur í nærþjónustunni. Og í liðinni viku lögðum við fram mál sem snertir námsmenn sérstaklega. Í tillögu okkar eru ýmsar aðgerðir: við viljum að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar og LÍN bjóði upp á framfærslustyrki sem stúdentar í hlutastarfi geti hagnýtt sér. Við stingum upp á endurgreiðslu á ferðakostnaði vegna yfirstandandi annar erlendis og niðurfellingu á lánsupphæð náist ekki að ljúka önninni. VIð viljum tryggja starfsnám iðnnema með auknu fjármagni í vinnustaðanámssjóð svo að fleiri meistarar geti tekið nema; öll erum við sammála um nauðsyn þess að beina ungu fólki í iðnnám, ekki síst þeim sem þar njóta sín betur en oní bókum. Við viljum líkaniðurgreiða sálfræðiþjónustuog efla geðheilbrigðishjálp fyrir námsmenn enda kvíði og margvíslegir kvillar honum tengdir stórfellt vandamál hjá ungu fólki, og getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Og loks viljum við efla styrktarsjóði Rannís. Námsmenn eru hópur sem ekki má gleymast í Kófinu. Raunar er erfitt að tala um námsmenn sem einn sérstakan hóp: þetta er fólk af öllum stærðum og gerðum sem á það sammerkt að vera á þessum stað í lífinu, að afla sér þekkingar á einhverjum sviðum, sem á síðar eftir að nýtast viðkomandi einstaklingum og væntanlega samfélaginu öllu á margvíslegan hátt. Námsmenn eru fjölskyldufólk og einhleypir – foreldrar (raunar um 34%) og barnlaust fólk; afreksfólk og meðaljónar-og-gunnur, og allt þar á milli. En mikilvægt er að hafa í huga að hjá þessu fólki, námsmönnum, eru vaxtarsprotarnir sem við setjum ekki síst traust okkar þegar við vinnum okkur út úr Kófinu, með þekkinguna að vopni, sköpunargleðina við að búa til alls konar verðmæti og endurnýjunarkraftinn sem fylgir ungu og hugmyndaríku fólki sem er fundvíst á lausnir við margháttum krefjandi úrlausnarefnum okkar tíma. Þekkingin skiptir þar öllu máli. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun