Viðskipti erlent

Framtíð Norwegian ræðst í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Framtíð Norwegian hangir á bláþræði.
Framtíð Norwegian hangir á bláþræði. Getty/Nurphotos

Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ræðst í dag en nú stendur yfir fundur hluthafa þar sem þeir taka ákvörðun um hvort reyna skuli björgunaraðgerðir til handa fyrirtækinu sem rambar á barmi gjaldþrots. 

Samþykki frá tveimur þriðju hluthafanna þarf til að ráðist verði í aðgerðirnar en þær ganga meðal annars út á að skuldum verði breytt í hlutafé auk þess sem hlutafé verði aukið, en norska ríkið krefst þess að slíkt verði gert áður en það stekkur inn í með neyðarlán að upphæð 2,7 milljarða norskra króna. 

Ef hluthafarnir samþykkja ekki aðgerðapakkann fer Norwegian, sem á skömmum tíma varð að einu öflugasta flugfélagi heims, á hausinn.


Tengdar fréttir

Höfnuðu tillögu til bjargar Norwegian

Kröfuhafar flugfélagsins Norwegian höfnuðu í dag að breyta lánum sínum í hlutafé. Óvissa er því um framtíð félagsins sem rambar á barmi gjaldþrots og glímir við bráðan lausafjárvanda.

Líf Norwegian hangir á blá­þræði

Örlög Norwegian voru ákveðin í gær en hluthafar greiddu atkvæði í gærkvöldi um það hvort björgunarpakki sem flugfélagið lagði til yrði samþykktur. Hluthafar áttu fund klukkan 16:00 að staðartíma í gær til að kjósa um pakkann en það liggur fyrir að hlutafé félagsins verði uppurið um miðjan maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×