Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 20:25 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. Hún sagði sömuleiðis að næstu skref varðandi þá lokun muni liggja fyrir fyrir þann tíma. Á morgun verður létt á samkomubanni og félagsforðun. Í ávarpinu hvatti Katrín Íslendinga til að fara ekki fram úr sér á næstunni og ítrekaði að landsmenn þyrftu að fara varlega. Mikilvægt væri að koma í veg fyrir að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar komist aftur á skrið á Íslandi. Hún sagði ástæðuna fyrir því að hægt væri að slaka á takmörkunum núna væri að Íslendingar hefðu hingað til staðið sig vel. „Við skulum líka muna að faraldurinn geisar enn í heiminum og nú tekur við erfitt uppbyggingarstarf sem mun reyna á þolinmæðina. Ef við fögnum of snemma og missum einbeitinguna, þá getur farið illa. Verkefninu er ekki lokið.“ Þá sagði Katrín að enginn yrði skilinn eftir þegar samfélagið verður opnað á nýjan leik. Segir mögulegt að batinn gæti orðið hraður Þar að auki sagði hún að ef vel til tækist þá væru allar forsendur fyrir því að bati Íslands gæti orðið hraður. „Ísland er enn land tækifæranna. Land með öflugar grunnstoðir, stórbrotna náttúru og einstaka menningu en fyrst og fremst kærleiksríkt fólk sem getur allt sem það vill.“ Í upphafi ávarps síns ræddi Katrín þann erfiða vetur sem nú er liðinn. Hann hafi minnt á sig með snjóflóðum, óveðrum og jarðhræringum. Ýmsum hafi fundist nóg komið þegar fyrstu Íslendingarnir greindust smitaðir af Covid-19. Katrín sagði að baráttan gegn kórónuveirunni hefði gengið vel hér á landi. Þó hafi þessi tími reynst mörgum erfiður og þá sérstaklega þeim sem hafi veikst. Hún vottaði þar að auki aðstandendum þeirra sem tíu sem hafa dáið samúð sína. Varast óraunsæi og varði alþjóðasamstarf Katrín sagði að verið væri að vinna að bóluefni víða um heim. Vonast sé til þess að sú þróun muni ganga vel en hins vegar sé gott að varast óraunsæi. Við ættum að búa okkur undir að það muni taka tíma að þróa bóluefni. Sterk tengsl á milli Norðurlanda og annarra Evrópuþjóða hafa sýnt sig að undanförnu og sagði Katrín alþjóðlegt samstarf forsendu sigurs gegn Covid-19. „Nú er ekki rétti tíminn til að grafa undan samstarfi ríkja innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eða með nokkrum öðrum hætti ala á sundrung eða tortryggni ríkja á milli,“ sagði Katrín. Undir okkur sjálfum komið Í ávarpi sínu sagði Katrín að efnahagsleg áhrif faraldursins væru djúp á Íslandi. Þyngst hefði höggið verið hjá ferðaþjónustunni. Flugsamgöngur liggi víða niðri, landamæri séu lokuð og ferðavilji fólks lítill. „Landamæri okkar eru lokuð til 15. maí og fyrir þann tíma mun liggja fyrir áætlun um næstu skref okkar í þeim málum. Þar er þó enn töluverð óvissa vegna þess að faraldurinn hefur þróast með ólíkum hætti milli ólíkra landa. En góðum árangri okkar í sóttvarnamálum verður ekki stefnt í hættu.“ Hú sagði einnig í ávarpinu að ef farið yrði of geyst væru líkur á því að bakslag yrði og hefja þyrfti baráttuna á nýjan leik, með skelfilegum afleiðingum. „Það er undir okkur sjálfum komið að slíkt gerist ekki,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. Hún sagði sömuleiðis að næstu skref varðandi þá lokun muni liggja fyrir fyrir þann tíma. Á morgun verður létt á samkomubanni og félagsforðun. Í ávarpinu hvatti Katrín Íslendinga til að fara ekki fram úr sér á næstunni og ítrekaði að landsmenn þyrftu að fara varlega. Mikilvægt væri að koma í veg fyrir að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar komist aftur á skrið á Íslandi. Hún sagði ástæðuna fyrir því að hægt væri að slaka á takmörkunum núna væri að Íslendingar hefðu hingað til staðið sig vel. „Við skulum líka muna að faraldurinn geisar enn í heiminum og nú tekur við erfitt uppbyggingarstarf sem mun reyna á þolinmæðina. Ef við fögnum of snemma og missum einbeitinguna, þá getur farið illa. Verkefninu er ekki lokið.“ Þá sagði Katrín að enginn yrði skilinn eftir þegar samfélagið verður opnað á nýjan leik. Segir mögulegt að batinn gæti orðið hraður Þar að auki sagði hún að ef vel til tækist þá væru allar forsendur fyrir því að bati Íslands gæti orðið hraður. „Ísland er enn land tækifæranna. Land með öflugar grunnstoðir, stórbrotna náttúru og einstaka menningu en fyrst og fremst kærleiksríkt fólk sem getur allt sem það vill.“ Í upphafi ávarps síns ræddi Katrín þann erfiða vetur sem nú er liðinn. Hann hafi minnt á sig með snjóflóðum, óveðrum og jarðhræringum. Ýmsum hafi fundist nóg komið þegar fyrstu Íslendingarnir greindust smitaðir af Covid-19. Katrín sagði að baráttan gegn kórónuveirunni hefði gengið vel hér á landi. Þó hafi þessi tími reynst mörgum erfiður og þá sérstaklega þeim sem hafi veikst. Hún vottaði þar að auki aðstandendum þeirra sem tíu sem hafa dáið samúð sína. Varast óraunsæi og varði alþjóðasamstarf Katrín sagði að verið væri að vinna að bóluefni víða um heim. Vonast sé til þess að sú þróun muni ganga vel en hins vegar sé gott að varast óraunsæi. Við ættum að búa okkur undir að það muni taka tíma að þróa bóluefni. Sterk tengsl á milli Norðurlanda og annarra Evrópuþjóða hafa sýnt sig að undanförnu og sagði Katrín alþjóðlegt samstarf forsendu sigurs gegn Covid-19. „Nú er ekki rétti tíminn til að grafa undan samstarfi ríkja innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eða með nokkrum öðrum hætti ala á sundrung eða tortryggni ríkja á milli,“ sagði Katrín. Undir okkur sjálfum komið Í ávarpi sínu sagði Katrín að efnahagsleg áhrif faraldursins væru djúp á Íslandi. Þyngst hefði höggið verið hjá ferðaþjónustunni. Flugsamgöngur liggi víða niðri, landamæri séu lokuð og ferðavilji fólks lítill. „Landamæri okkar eru lokuð til 15. maí og fyrir þann tíma mun liggja fyrir áætlun um næstu skref okkar í þeim málum. Þar er þó enn töluverð óvissa vegna þess að faraldurinn hefur þróast með ólíkum hætti milli ólíkra landa. En góðum árangri okkar í sóttvarnamálum verður ekki stefnt í hættu.“ Hú sagði einnig í ávarpinu að ef farið yrði of geyst væru líkur á því að bakslag yrði og hefja þyrfti baráttuna á nýjan leik, með skelfilegum afleiðingum. „Það er undir okkur sjálfum komið að slíkt gerist ekki,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira