Útskriftarnemar í MH og MR telja ferðaskrifstofur hafa brotið á sér Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 2. maí 2020 19:00 Útskriftarnemar í MH og MR telja að ferðaskrifstofur hafi brotið á sér með því að ferðaskrifstofur endurgreiði ekki pakkaferðir innan tveggja vikna eftir að farið er fram á það. Alls nema kröfurnar ríflega tuttugu milljónum króna. Formaður Neytendasamtakanna telur að neytendur eigi skýlausan rétt á slíkum endurgreiðslum samkvæmt stjórnarskrá. 170 Útskriftarnemar í Menntaskólanum í Hamrahlíð ætluðu í útskriftarferð til Krítar með Heimsferðum nú í júní. Sumir voru búnir að greiða alla ferðina aðrir að hluta, alls um tíu milljónir króna. Vegna aðstæðna hefur verið hætt við ferðina og helmingur nemenda fer fram á endurgreiðslu, aðrir ætla síðar í ferðina. „Það er talað um að sé í vinnslu hjá gjaldkera og það eigi að bíða eftir nýjum lögum frá alþingi sem er skrítið því þegar maður biður um endurgreiðslu á maður að fá hana innan tveggja vikna,“ segir Ásgrímur Gunnarsson, oddviti útskriftarnefndar í MH. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að tvö mál verði tekin fyrir dóm í næstu viku þar sem ferðaskrifstofur hafa neitað að endurgreiða ferðir.vísir/Egill Hann segir þetta álag á nemendur. „Það fylgir þessu náttúrulega mikið stress sérstaklega fyrir námsmenn núna sem vita ekki einu sinni hvort þeir fái endurgreitt sem kemur þeim mjög illa.“ Útskriftarnemar í Menntaskólanum í Reykjavík eru í sömu stöðu en um 200 manns ætluðu til Mexíkó í júní og höfðu greitt staðfestingargjald til ferðaskrifstofunnar Trans-Atlantic alls um tólf milljónir. Að sögn Ingu Þóru Pálsdóttur í sjöttabekkjarráði hættu þau við og fara fram á endurgreiðslu. Í tölvupósti frá ferðaskrifstofunni vegna kröfunnar er vísað í lög og að ferðaskrifstofan telji sig ekki skuldbundna til að endurgreiða staðfestingargjaldið í heild. Egill Örn Arnarson annar eigandi Trans-Atlantic sagði við fréttastofu í dag að endurgreiðslu hafi ekki verið hafnað að sinni. Beðið sé lagabreytinga og aðgerða ríkisstjórnar. Þá taki tíma að fá endurgreiðslu fyrir útlögðum kostnaði. Reynt sé að koma á móts við kröfur nemenda. Formaður Neytendasamtakanna segir neytendur hafa skýlausan rétt til endurgreiðslu í svona málum. „Við vitum af tveimur slíkum málum þar sem ferðaskrifstofurnar neita að greiða sem verða dómtekin í næstu viku. Við vitum svo sem hvernig úrskurðurinn það eru bara ferðaskrifstofurnar sem neita að greiða,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Neytendur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15 Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00 Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Útskriftarnemar í MH og MR telja að ferðaskrifstofur hafi brotið á sér með því að ferðaskrifstofur endurgreiði ekki pakkaferðir innan tveggja vikna eftir að farið er fram á það. Alls nema kröfurnar ríflega tuttugu milljónum króna. Formaður Neytendasamtakanna telur að neytendur eigi skýlausan rétt á slíkum endurgreiðslum samkvæmt stjórnarskrá. 170 Útskriftarnemar í Menntaskólanum í Hamrahlíð ætluðu í útskriftarferð til Krítar með Heimsferðum nú í júní. Sumir voru búnir að greiða alla ferðina aðrir að hluta, alls um tíu milljónir króna. Vegna aðstæðna hefur verið hætt við ferðina og helmingur nemenda fer fram á endurgreiðslu, aðrir ætla síðar í ferðina. „Það er talað um að sé í vinnslu hjá gjaldkera og það eigi að bíða eftir nýjum lögum frá alþingi sem er skrítið því þegar maður biður um endurgreiðslu á maður að fá hana innan tveggja vikna,“ segir Ásgrímur Gunnarsson, oddviti útskriftarnefndar í MH. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að tvö mál verði tekin fyrir dóm í næstu viku þar sem ferðaskrifstofur hafa neitað að endurgreiða ferðir.vísir/Egill Hann segir þetta álag á nemendur. „Það fylgir þessu náttúrulega mikið stress sérstaklega fyrir námsmenn núna sem vita ekki einu sinni hvort þeir fái endurgreitt sem kemur þeim mjög illa.“ Útskriftarnemar í Menntaskólanum í Reykjavík eru í sömu stöðu en um 200 manns ætluðu til Mexíkó í júní og höfðu greitt staðfestingargjald til ferðaskrifstofunnar Trans-Atlantic alls um tólf milljónir. Að sögn Ingu Þóru Pálsdóttur í sjöttabekkjarráði hættu þau við og fara fram á endurgreiðslu. Í tölvupósti frá ferðaskrifstofunni vegna kröfunnar er vísað í lög og að ferðaskrifstofan telji sig ekki skuldbundna til að endurgreiða staðfestingargjaldið í heild. Egill Örn Arnarson annar eigandi Trans-Atlantic sagði við fréttastofu í dag að endurgreiðslu hafi ekki verið hafnað að sinni. Beðið sé lagabreytinga og aðgerða ríkisstjórnar. Þá taki tíma að fá endurgreiðslu fyrir útlögðum kostnaði. Reynt sé að koma á móts við kröfur nemenda. Formaður Neytendasamtakanna segir neytendur hafa skýlausan rétt til endurgreiðslu í svona málum. „Við vitum af tveimur slíkum málum þar sem ferðaskrifstofurnar neita að greiða sem verða dómtekin í næstu viku. Við vitum svo sem hvernig úrskurðurinn það eru bara ferðaskrifstofurnar sem neita að greiða,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Neytendur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15 Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00 Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15
Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00
Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00