Alþjóðasamstarf ekki þungamiðja viðbragða við faraldrinum: „Virðist vera þannig að hver þjóð þarf að sjá um sig sjálfa“ Andri Eysteinsson skrifar 1. maí 2020 16:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Mynd/Lögreglan „Þegar á reynir virðist þetta vera þannig að hver þjóð þarf eiginlega að sjá um sig sjálfa að mestu leyti,“ sagði sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason á 61. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Þórólfur ræddi alþjóðlegt samstarf og hvernig Ísland hafði undirbúið sig fyrir komandi faraldra í langan tíma. Sjá einnig: Svona var 61. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað þarf alþjóðasamfélagið að skoða þessu mál í sameiningu en menn hafa verið að gera það á undanförnum árum og áratugum. Það er mjög mikil samvinna innan Evrópu og innan Norðurlandanna þar sem menn eru að ræða þessa hluti fram og til baka.“ „Það er bara mjög erfitt að koma með einhvern alþjóðlegt samkomulag um viðbrögð og hvernig menn ætla að snúa sér og hvað menn ætla að gera. Jafnvel þó að menn tali mikið saman á fundum og búi til skýrslur og slíkt,“ sagði Þórólfur. Veiran hefur haft mismiklar afleiðingar í ríkjum heimsins og hafa viðbrögð stjórnvalda verið jafn mismunandi og þau eru mörg. Stjórnvöld sumra ríkja hafa gagnrýnt störf alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og aðrir hafa kallað eftir frekari viðbrögðum Evrópusambandsins í faraldrinum. Þórólfur segir að reynsla okkar af faraldri kórónuveirunnar sýni okkur að mikilvægt sé að sinna enn eigin undirbúningi fyrir komandi faraldra og farsóttir. „Ég held að þetta sýni að við þurfum áfram að gæta okkar eigin viðbrögðum og okkar eigin áætlunum í svona málum. Auðvitað þurfum við að halda áfram að leggja áherslu á þetta alþjóðlega samstarfs,“ sagði Þórólfur og bætti við að honum fyndist sem svo að alþjóðlegt samstarf hafi ekki verið þungamiðjan í viðbrögðum þjóða við kórónuveirunni. „Það er margvíslegur lærdómur sem við höfum dregið af þessu og hvað okkur varðar þá hafa Íslendingar verið að undirbúa okkur fyrir faraldur lengi,“ sagði Þórólfur. Allskyns áætlanir hafi verið búnar til, lagaumhverfi og „infrastrúktúr“ hefði verið klár og miklum tíma hafi verið varið í að slípa saman samstarf innan heilbrigðiskerfisins og á milli heilbrigðiskerfisins og almannavarna. „Ég myndi segja að við vorum mjög vel undirbúin, eins vel undirbúin og við gátum verið. Síðan er það alltaf útfærslan. Hvernig ætlar maður að framkvæmda viðbrögðin þegar til kastanna kemur. Það má alltaf læra margt og kannski hefði sumt átt að vera öðruvísi en í grófum dráttum helt ég að við höfum fylgt þeirri áætlun sem var lagt upp með og hún hafi skilað árangri,“ sagði sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
„Þegar á reynir virðist þetta vera þannig að hver þjóð þarf eiginlega að sjá um sig sjálfa að mestu leyti,“ sagði sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason á 61. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Þórólfur ræddi alþjóðlegt samstarf og hvernig Ísland hafði undirbúið sig fyrir komandi faraldra í langan tíma. Sjá einnig: Svona var 61. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað þarf alþjóðasamfélagið að skoða þessu mál í sameiningu en menn hafa verið að gera það á undanförnum árum og áratugum. Það er mjög mikil samvinna innan Evrópu og innan Norðurlandanna þar sem menn eru að ræða þessa hluti fram og til baka.“ „Það er bara mjög erfitt að koma með einhvern alþjóðlegt samkomulag um viðbrögð og hvernig menn ætla að snúa sér og hvað menn ætla að gera. Jafnvel þó að menn tali mikið saman á fundum og búi til skýrslur og slíkt,“ sagði Þórólfur. Veiran hefur haft mismiklar afleiðingar í ríkjum heimsins og hafa viðbrögð stjórnvalda verið jafn mismunandi og þau eru mörg. Stjórnvöld sumra ríkja hafa gagnrýnt störf alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og aðrir hafa kallað eftir frekari viðbrögðum Evrópusambandsins í faraldrinum. Þórólfur segir að reynsla okkar af faraldri kórónuveirunnar sýni okkur að mikilvægt sé að sinna enn eigin undirbúningi fyrir komandi faraldra og farsóttir. „Ég held að þetta sýni að við þurfum áfram að gæta okkar eigin viðbrögðum og okkar eigin áætlunum í svona málum. Auðvitað þurfum við að halda áfram að leggja áherslu á þetta alþjóðlega samstarfs,“ sagði Þórólfur og bætti við að honum fyndist sem svo að alþjóðlegt samstarf hafi ekki verið þungamiðjan í viðbrögðum þjóða við kórónuveirunni. „Það er margvíslegur lærdómur sem við höfum dregið af þessu og hvað okkur varðar þá hafa Íslendingar verið að undirbúa okkur fyrir faraldur lengi,“ sagði Þórólfur. Allskyns áætlanir hafi verið búnar til, lagaumhverfi og „infrastrúktúr“ hefði verið klár og miklum tíma hafi verið varið í að slípa saman samstarf innan heilbrigðiskerfisins og á milli heilbrigðiskerfisins og almannavarna. „Ég myndi segja að við vorum mjög vel undirbúin, eins vel undirbúin og við gátum verið. Síðan er það alltaf útfærslan. Hvernig ætlar maður að framkvæmda viðbrögðin þegar til kastanna kemur. Það má alltaf læra margt og kannski hefði sumt átt að vera öðruvísi en í grófum dráttum helt ég að við höfum fylgt þeirri áætlun sem var lagt upp með og hún hafi skilað árangri,“ sagði sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira