Samfélagslegar áskoranir: Notum tímann uppbyggilega Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 2. apríl 2020 14:00 Það er ekki auðvelt að átta sig á hverjar endanlegar afleiðingar kórónafaraldursins verða. Sem betur fer eigum við Íslendingar gott fagfólk sem við treystum þegar kemur að viðbrögðum í heilbrigðismálum og hvað varðar almannavarnir. Viðureignin við veiruna gengur vel og framvarðasveitin á mikið hrós skilið. Þegar kemur hins vegar að gríðarlegum áhrifum faraldursins á efnahagslífið eru ekki beinlínis til neinar viðbragðsáætlanir. Ástandið er mjög óljóst. Við fetum slóða sem við höfum aldrei farið inn á áður. Stærsta atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjónustan, er stopp og urmull launþega og fyrirtækja leita nú á náðir hins opinbera. Aðgerðir ríkisins eru góðar, þótt tíminn verði að leiða í ljós hvort þær nægi. Hlutaatvinnuleysibætur eru gríðarlega mikilvægar fyrir þau fyrirtæki sem glíma nú við tekjustreymisvanda og að sama skapi getur það skipt fyrirtæki í vanda miklu máli að geta frestað afborgunum af skuldbindingum þegar þörf er á. Að geta dregið úr afborgunum á langtímaskuldum getur líka skipt sköpum. Innlegg atvinnurekenda Það er mikilvægt að fyrirtækin gangi ekki of langt í að nýta úrræði stjórnvalda. Þau fyrirtæki sem þurfa ekki aðstoð eiga ekki að ganga á lagið og freista þess að nýta sér aðgerðirnar til þess að vænka hag sinn enn frekar. Það væri siðlaust. Við þurfum öll að sýna ábyrgð. Samtalið á vinnumarkaði skiptir líka mjög miklu máli á þessum tímum. Þar eru blikur á lofti. Talsmenn samtaka atvinnurekenda eru í þessum töluðu orðum að höggva í launafólk á sama tíma og þörf er á samstöðu. Ekki er opnað á opið samtal um leiðir til að vinna með, nema það sé eingöngu á forsendum samtaka fyrirtækjanna. Afarkostir eru settir fram. Fullyrt er að vond staða verði verri ef við gerum ekki eins og þeir segja. Þið munið hver viðbrögð atvinnurekenda voru upphaflega þegar veiran fór að hafa áhrif. Fólk þurfti að fara í sóttkví. Atvinnurekendur brugðust við með því að halda því fram að sóttkví væri vandamál viðkomandi einstaklinga og engar launagreiðslur ætti að greiða. Þessu tókst að breyta með þó nokkrum átökum. Aftur sjáum við núna, því miður, sömu þvermóðskuna. Farið er fram á að ákvæðum kjarasamninga sé frestað. Einstakir formenn stéttarfélaga, jafnvel forseti ASÍ, hafa ekki umboð til þess að afsala samningsbundnum réttindum einhliða. Félagsmenn þurfa alltaf að samþykkja slíkar breytingar. Það er virkilega sorglegt að horfa til þess að talsmenn atvinnurekenda ali á sundrungu á þessum tímum í stað þess að leita raunhæfra leiða fram á við. Vörn í sókn Nú þarf samhug. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru nauðsynlegar varnaraðgerðir. En eru einhver sóknartækifæri í stöðunni? Í svona nöturlegru ástandi er auðvelt að missa sjónar á þeim. Þó er mikilvægt að reyna að greina þau. Þetta er tímabundið ástand, sem betur. Það mun birta til. Sóknin liggur í því að við reynum eftir fremsta megni, í samstöðu, að nýta þennan tíma til góðra hluta. Þessi tími er að færa okkur heilmikinn lærdóm. Ný vinnubrögð og nýir þjónustuhættir skjóta rótum. Þegar faraldri lýkur getum við haldið áfram að þróa og bæta það sem nú er að reynast okkur vel. Fjarvinna, fjarnám og fjarfundir eru dæmi um þetta. Þessir nýju starfshættir hafa jákvæð áhrif á tíma fólks og ekki síður á umhverfið. Við sjáum að afköst eru víða að haldast mikil þrátt fyrir að aðstæður hafi breyst, en þó ekki alls staðar. Ekki er ólíklegt að mun meiri samstaða muni nást um markmið eins og styttingu vinnuvikunnar. Við erum að sjá hvað sveigjanlegt og tæknivætt atvinnulíf er öflugt. Við getum byggt atvinnulífið upp enn frekar á þessum nótum. Við beinlínis þurfum að upphugsa nýjar leiðir nú þegar við erum að komast í gegnum þetta risastóra verkefni sem samfélagið og heimurinn glímir við. Sjaldan hefur verið jafn mikil þörf á nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Við þurfum líka að hugsa út fyrir kassann þegar við hugsum um nýsköpun. Nýsköpun og frumkvöðlastarf er ekki eingöngu það að vera í vinnu á rannsóknarstofu heldur eru þetta hin ýmsu verkefni sem finna má í samfélaginu. Hvarvetna í kringum okkur sjáum við núna nýsköpun að verki. Við getum notað tímann og eflt hana enn frekar svo hún gagnist okkur til allrar framtíðar. Von í ástandinu Rými hefur skapast í lífi mjög margra núna, í heimilishaldi og í fyrirtækjarekstri, til þess að gera eitthvað allt annað en til stóð fyrir nokkrum vikum. Allar áætlanir eru upp í loft. Í því ástandi geta leynst tækifæri innan um gríðarlegar áskoranir. Það var ákaflega mikilvægt að Alþingi skuli hafa ákveðið að endurvekja verkefnið Allir vinna. Við í Rafiðnaðarsambandinu höfum lagt mikla áherslu á að endurvekja verkefnið af fullum krafti en með þessu móti verður virðisaukaskattur endurgreiddur af vinnu iðnaðarmanna til dæmis við viðhaldshaldsverkefni íbúðarhúsnæðis. Með því að blása til framkvæmda og viðhaldsverkefna nýtum við tímann ákaflega vel. Við aukum einkaneyslu á tímum þegar þess þarf sárlega og við stuðlum að því að þegar að óværan verður farin, rís upp þjóðfélag sem verður jafnvel enn sterkara en áður til þess að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Það er von í ástandinu, þótt það sé dökkt. Forgangsatriðið er auðvitað að komast í gegnum þetta, hlúa að sjúkum og takmarka skaðann. En nú er líka tími til að læra nýja hluti, endurskoða, ditta að, treysta undirstöður, byggja og skapa. Innan marka sóttvarna og fyrirmæla yfirvalda á þessum undarlegu tímum er vel hægt að koma miklu í verk. Uppbygging innviða er möguleg um leið og fyrirmælum sóttvarnalæknis er fylgt í einu og öllu. Það er upplagt að fá iðnaðarmenn í heimsókn núna, ef tök eru á. Bara ekki taka í spaðann á þeim. Einnig er það afar mikilvægt á þessum tímum að leggja áherslu á samstöðuna, ekki síst milli atvinnurekenda og launþega, og reyna að efla hana og byggja á henni þegar við reynum að snúa vörn í sókn. Þótt við megum ekki faðmast. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Það er ekki auðvelt að átta sig á hverjar endanlegar afleiðingar kórónafaraldursins verða. Sem betur fer eigum við Íslendingar gott fagfólk sem við treystum þegar kemur að viðbrögðum í heilbrigðismálum og hvað varðar almannavarnir. Viðureignin við veiruna gengur vel og framvarðasveitin á mikið hrós skilið. Þegar kemur hins vegar að gríðarlegum áhrifum faraldursins á efnahagslífið eru ekki beinlínis til neinar viðbragðsáætlanir. Ástandið er mjög óljóst. Við fetum slóða sem við höfum aldrei farið inn á áður. Stærsta atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjónustan, er stopp og urmull launþega og fyrirtækja leita nú á náðir hins opinbera. Aðgerðir ríkisins eru góðar, þótt tíminn verði að leiða í ljós hvort þær nægi. Hlutaatvinnuleysibætur eru gríðarlega mikilvægar fyrir þau fyrirtæki sem glíma nú við tekjustreymisvanda og að sama skapi getur það skipt fyrirtæki í vanda miklu máli að geta frestað afborgunum af skuldbindingum þegar þörf er á. Að geta dregið úr afborgunum á langtímaskuldum getur líka skipt sköpum. Innlegg atvinnurekenda Það er mikilvægt að fyrirtækin gangi ekki of langt í að nýta úrræði stjórnvalda. Þau fyrirtæki sem þurfa ekki aðstoð eiga ekki að ganga á lagið og freista þess að nýta sér aðgerðirnar til þess að vænka hag sinn enn frekar. Það væri siðlaust. Við þurfum öll að sýna ábyrgð. Samtalið á vinnumarkaði skiptir líka mjög miklu máli á þessum tímum. Þar eru blikur á lofti. Talsmenn samtaka atvinnurekenda eru í þessum töluðu orðum að höggva í launafólk á sama tíma og þörf er á samstöðu. Ekki er opnað á opið samtal um leiðir til að vinna með, nema það sé eingöngu á forsendum samtaka fyrirtækjanna. Afarkostir eru settir fram. Fullyrt er að vond staða verði verri ef við gerum ekki eins og þeir segja. Þið munið hver viðbrögð atvinnurekenda voru upphaflega þegar veiran fór að hafa áhrif. Fólk þurfti að fara í sóttkví. Atvinnurekendur brugðust við með því að halda því fram að sóttkví væri vandamál viðkomandi einstaklinga og engar launagreiðslur ætti að greiða. Þessu tókst að breyta með þó nokkrum átökum. Aftur sjáum við núna, því miður, sömu þvermóðskuna. Farið er fram á að ákvæðum kjarasamninga sé frestað. Einstakir formenn stéttarfélaga, jafnvel forseti ASÍ, hafa ekki umboð til þess að afsala samningsbundnum réttindum einhliða. Félagsmenn þurfa alltaf að samþykkja slíkar breytingar. Það er virkilega sorglegt að horfa til þess að talsmenn atvinnurekenda ali á sundrungu á þessum tímum í stað þess að leita raunhæfra leiða fram á við. Vörn í sókn Nú þarf samhug. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru nauðsynlegar varnaraðgerðir. En eru einhver sóknartækifæri í stöðunni? Í svona nöturlegru ástandi er auðvelt að missa sjónar á þeim. Þó er mikilvægt að reyna að greina þau. Þetta er tímabundið ástand, sem betur. Það mun birta til. Sóknin liggur í því að við reynum eftir fremsta megni, í samstöðu, að nýta þennan tíma til góðra hluta. Þessi tími er að færa okkur heilmikinn lærdóm. Ný vinnubrögð og nýir þjónustuhættir skjóta rótum. Þegar faraldri lýkur getum við haldið áfram að þróa og bæta það sem nú er að reynast okkur vel. Fjarvinna, fjarnám og fjarfundir eru dæmi um þetta. Þessir nýju starfshættir hafa jákvæð áhrif á tíma fólks og ekki síður á umhverfið. Við sjáum að afköst eru víða að haldast mikil þrátt fyrir að aðstæður hafi breyst, en þó ekki alls staðar. Ekki er ólíklegt að mun meiri samstaða muni nást um markmið eins og styttingu vinnuvikunnar. Við erum að sjá hvað sveigjanlegt og tæknivætt atvinnulíf er öflugt. Við getum byggt atvinnulífið upp enn frekar á þessum nótum. Við beinlínis þurfum að upphugsa nýjar leiðir nú þegar við erum að komast í gegnum þetta risastóra verkefni sem samfélagið og heimurinn glímir við. Sjaldan hefur verið jafn mikil þörf á nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Við þurfum líka að hugsa út fyrir kassann þegar við hugsum um nýsköpun. Nýsköpun og frumkvöðlastarf er ekki eingöngu það að vera í vinnu á rannsóknarstofu heldur eru þetta hin ýmsu verkefni sem finna má í samfélaginu. Hvarvetna í kringum okkur sjáum við núna nýsköpun að verki. Við getum notað tímann og eflt hana enn frekar svo hún gagnist okkur til allrar framtíðar. Von í ástandinu Rými hefur skapast í lífi mjög margra núna, í heimilishaldi og í fyrirtækjarekstri, til þess að gera eitthvað allt annað en til stóð fyrir nokkrum vikum. Allar áætlanir eru upp í loft. Í því ástandi geta leynst tækifæri innan um gríðarlegar áskoranir. Það var ákaflega mikilvægt að Alþingi skuli hafa ákveðið að endurvekja verkefnið Allir vinna. Við í Rafiðnaðarsambandinu höfum lagt mikla áherslu á að endurvekja verkefnið af fullum krafti en með þessu móti verður virðisaukaskattur endurgreiddur af vinnu iðnaðarmanna til dæmis við viðhaldshaldsverkefni íbúðarhúsnæðis. Með því að blása til framkvæmda og viðhaldsverkefna nýtum við tímann ákaflega vel. Við aukum einkaneyslu á tímum þegar þess þarf sárlega og við stuðlum að því að þegar að óværan verður farin, rís upp þjóðfélag sem verður jafnvel enn sterkara en áður til þess að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Það er von í ástandinu, þótt það sé dökkt. Forgangsatriðið er auðvitað að komast í gegnum þetta, hlúa að sjúkum og takmarka skaðann. En nú er líka tími til að læra nýja hluti, endurskoða, ditta að, treysta undirstöður, byggja og skapa. Innan marka sóttvarna og fyrirmæla yfirvalda á þessum undarlegu tímum er vel hægt að koma miklu í verk. Uppbygging innviða er möguleg um leið og fyrirmælum sóttvarnalæknis er fylgt í einu og öllu. Það er upplagt að fá iðnaðarmenn í heimsókn núna, ef tök eru á. Bara ekki taka í spaðann á þeim. Einnig er það afar mikilvægt á þessum tímum að leggja áherslu á samstöðuna, ekki síst milli atvinnurekenda og launþega, og reyna að efla hana og byggja á henni þegar við reynum að snúa vörn í sókn. Þótt við megum ekki faðmast. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar