Ekki ýkja mörg hótelherbergi til skiptanna á landsbyggðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2020 09:00 Hér sést hótelið Hótel Framtíð sem er á Djúpavogi á Austurlandi. Vísir/Vilhelm Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að það séu ekki svo mörg hótelherbergi til skiptanna úti á landi, til að mynda á Norðvesturlandi, Norðausturlandi, að Akureyri undanskildri, og á Austfjörðum. Ef það verði einhver verulegur áhugi hjá þjóðinni að ferðast innanlands geti herbergin verið fljót að fyllast. Rætt var við Jón Bjarka í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en hann hefur lagst yfir hótelmarkaðinn hér á landi og tölfræði tengda honum. „Það sem kemur í ljós í tölunum er að Íslendingar voru þó tíundi hver hótelgestur í fyrra og það er misskipt eftir landsvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er þetta hlutfall bara sjö prósent en úti á landi er þetta töluvert,“ sagði Jón Bjarki. Vegna kórónuveirufaraldursins má gera ráð fyrir því að fáir, ef einhverjir, erlendir ferðamenn komi hingað í sumar en að sama skapi munu Íslendingar lítið sem ekkert fara til útlanda í frí. Spurningin er hvort fólk ferðist meira innanlands en verið hefur og hvort að Íslendingar muni þá gista meira á hótelum. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur Hrafnkell „Nú ferðumst við auðvitað öðruvísi innanlands og það verður að taka tillit til þess en með góðum vilja og þessu átaki sem á að ráðast í í sumar þá er nú samt hægt að gera ráð fyrir verulegri aukningu í gistingunni. Þannig að ég var að gefa mér að þetta gæti orðið jafnvel eitthvað á annað hundrað þúsund gistinætur sem bættust við hérna innanlands og Íslendingar væru þá að gista á innlendum hótelum í sumar, þetta 200 upp í 280 þúsund gistinætur,“ sagði Jón Bjarki. Í fyrra voru gistinætur yfir sumartímann 1,4 milljónir og gistinætur Íslendinga, verði þær allt að 280 þúsund, fylla það skarð ekki nema að litlum hluta. „Mergurinn málsins er hins vegar sá að þetta dreifist svo mismunandi á milli landshluta. Hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum búa 70 prósent landsmanna og væntanlega eru þeir ekkert svakalega spenntir að fara nánast í eigin bakgarð þegar þeir fá loksins frí og vilja breyta til. Þá erum við einmitt komin að þessu að víða úti á landi, til dæmis á Austurlandi, þar eru bara fjögur prósent hótelherbergja landsins og íbúar fjögur prósent landsmanna þannig að allur þorri landsmanna getur örugglega alveg hugsað sér að breyta til og fara austur, eða að minnsta kosti hafa það á radarnum, og þar eru ekkert svakalega mörg herbergi til skiptanna. Þetta er líka staðan í minni mæli á Norðurlandi og í rauninni að hluta til á Suðurlandi og Vesturlandi líka,“ sagði Jón Bjarki. Verði ferðavilji landsmanna því mikill til að ferðast um landið gæti það hreinlega gert gæfumuninn fyrir landsbyggðina. Yfir helmingur hótelherbergja sé á suðvesturhorninu, um 20 prósent á Suðurlandi og töluvert af því sem eftir stendur á Akureyri og í nágrenni. Það séu því ekki ýkja mörg hótelpláss til að mynda á Norðvesturlandi og Austurlandi. Hlusta má á viðtalið við Jón Bjarka í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30. apríl 2020 23:15 Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. 29. apríl 2020 16:12 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að það séu ekki svo mörg hótelherbergi til skiptanna úti á landi, til að mynda á Norðvesturlandi, Norðausturlandi, að Akureyri undanskildri, og á Austfjörðum. Ef það verði einhver verulegur áhugi hjá þjóðinni að ferðast innanlands geti herbergin verið fljót að fyllast. Rætt var við Jón Bjarka í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en hann hefur lagst yfir hótelmarkaðinn hér á landi og tölfræði tengda honum. „Það sem kemur í ljós í tölunum er að Íslendingar voru þó tíundi hver hótelgestur í fyrra og það er misskipt eftir landsvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er þetta hlutfall bara sjö prósent en úti á landi er þetta töluvert,“ sagði Jón Bjarki. Vegna kórónuveirufaraldursins má gera ráð fyrir því að fáir, ef einhverjir, erlendir ferðamenn komi hingað í sumar en að sama skapi munu Íslendingar lítið sem ekkert fara til útlanda í frí. Spurningin er hvort fólk ferðist meira innanlands en verið hefur og hvort að Íslendingar muni þá gista meira á hótelum. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur Hrafnkell „Nú ferðumst við auðvitað öðruvísi innanlands og það verður að taka tillit til þess en með góðum vilja og þessu átaki sem á að ráðast í í sumar þá er nú samt hægt að gera ráð fyrir verulegri aukningu í gistingunni. Þannig að ég var að gefa mér að þetta gæti orðið jafnvel eitthvað á annað hundrað þúsund gistinætur sem bættust við hérna innanlands og Íslendingar væru þá að gista á innlendum hótelum í sumar, þetta 200 upp í 280 þúsund gistinætur,“ sagði Jón Bjarki. Í fyrra voru gistinætur yfir sumartímann 1,4 milljónir og gistinætur Íslendinga, verði þær allt að 280 þúsund, fylla það skarð ekki nema að litlum hluta. „Mergurinn málsins er hins vegar sá að þetta dreifist svo mismunandi á milli landshluta. Hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum búa 70 prósent landsmanna og væntanlega eru þeir ekkert svakalega spenntir að fara nánast í eigin bakgarð þegar þeir fá loksins frí og vilja breyta til. Þá erum við einmitt komin að þessu að víða úti á landi, til dæmis á Austurlandi, þar eru bara fjögur prósent hótelherbergja landsins og íbúar fjögur prósent landsmanna þannig að allur þorri landsmanna getur örugglega alveg hugsað sér að breyta til og fara austur, eða að minnsta kosti hafa það á radarnum, og þar eru ekkert svakalega mörg herbergi til skiptanna. Þetta er líka staðan í minni mæli á Norðurlandi og í rauninni að hluta til á Suðurlandi og Vesturlandi líka,“ sagði Jón Bjarki. Verði ferðavilji landsmanna því mikill til að ferðast um landið gæti það hreinlega gert gæfumuninn fyrir landsbyggðina. Yfir helmingur hótelherbergja sé á suðvesturhorninu, um 20 prósent á Suðurlandi og töluvert af því sem eftir stendur á Akureyri og í nágrenni. Það séu því ekki ýkja mörg hótelpláss til að mynda á Norðvesturlandi og Austurlandi. Hlusta má á viðtalið við Jón Bjarka í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30. apríl 2020 23:15 Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. 29. apríl 2020 16:12 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30. apríl 2020 23:15
Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. 29. apríl 2020 16:12