Viðskipti innlent

Skjóta á sænska Toppinn og segja Kristal eins íslenskan og íslenskir drykkir verða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ölgerðin framleiðir sódavatnið Kristal.
Ölgerðin framleiðir sódavatnið Kristal. ölgerðin

Ölgerðin, sem framleiðir sódavatnið Kristal, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að sá drykkur sé eins íslenskur og íslenskir drykkir verða.

Fyrirtækið hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir um drykkinn eftir að greint var frá því í fjölmiðlum í dag að sódavatnið Toppur, sem Vífilfell framleiðir, komi frá Svíþjóð.

Kveðst Ölgerðin ekki sækja vatnið sitt yfir lækinn og að í raun sé langstærsti hluti drykkjarvara sem Ölgerðin selur íslensk framleiðsla „með íslenskum hráefnum þar sem íslenska vatnið spilar lykilhlutverk, enda leitun að betra vatni.

Þannig vita flestir að íslensku vörumerkin okkar eru að sjálfsögðu framleidd hér á landi, eins og Egils Appelsín, Kristall og Floridana safar, en kannski vita færri að drykkir á borð við þá sem koma frá PepsiCo og Carlsberg eru líka íslensk framleiðsla, framleiddir í samstarfi við birgja okkar. Strangar gæðakröfur eru gerðar frá þessum aðilum og auðvelt er að sjá hvaða vörur eru framleiddar hér á landi,“ segir í Facebook-færslu Ölgerðarinnar.

Fyrirtækið ætli að halda áfram að efla framleiðsluna hérlendis enda sé það „betra fyrir umhverfið að framleiða vörur heima og neytendur geta treyst því að í vörunni sé íslenskt hráefni. Það er líka betra fyrir atvinnulífið og samfélagið.

Okkar bjargfasta trú er að neytendur geri auknar kröfur um rekjanleika, að vita hvaðan varan kemur og hvað í henni er. Hjá okkur liggur það hreinlega fyrir.“

Færslu Ölgerðarinnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×